Saga - 1962, Blaðsíða 35
AUÐBREKKUBRÉF OG VATNSFJARÐARERFÐIR 375
þá að hafa verið bræður Gunnars og ólafur sami maður
sem hirðstjórinn með því nafni.1)
Jarðeign Gunnars sýnir ljóst, að hann er af stórbænda-
kyni. Seljandi Auðbrekku var Jón ólafsson, og samþykktu
eiginkonur nefndra manna, Ragnheiður og Þórdís, kaupin.
Föðurnafn eiginkvennanna er ekki nefnt í bréfinu, og var
slíkt títt í þá daga, en líklegast er, að hér sé á ferðinni
Ragnheiður Sæmundsdóttir, sú sem erfði hálfa Auðbrekku
eftir sonarson sinn, Gunnar Eyjólfsson, laust eftir 1400.2)
Máldagi Auðbrekkukirkju frá tímum Péturs biskups á
Hólum Nikulássonar, síðustu árum 14. aldar, segir svo
m. a.: „Item reiknaðist í portionem, meðan Gunnar bóndi
hafði þar búið um þrjú ár og 20, 2 hundruð vöru, að auk
bess, sem hann hafði tillagt og bætt kirkjunni."
Ef þeim 23 árum, sem máldaginn tilgreinir, er bætt við
ártal það, sem útgefandi fornbréfasafnsins telur, að eigi
að vera á kaupbréfinu um Auðbrekku og Hóla í Eyjafirði,
kemur út árið 1397, og getur það vel verið rétt, en ef þeim
er bætt við ártalið 1368, sem letrað er á afritið, kemur út
árið 1391. Þótt í fornbréfasafni hafi verið reynt að ár-
l®ra máldaga frá þessum tímum, mun raunin vera sú, að
óvíst er um nákvæman aldur margra þeirra. Það er þó
Ijóst af Auðbrekkumáldaganum, að fram á síðasta tug
14. aldar hefur Gunnar Pétursson átt Auðbrekku og búið
t*ar, en eftir þann tíma er hans ekki getið. Árið 1393 er
bess þó getið í Flateyjarannál, að þeir hafi sætzt síra
Steinmóður og Gunnar Pétursson.3) Síra Steinmóður var
D- I. III, 294-296.
2) í registrinu við III. b. fornbréfasafnsins hefur höfundur þess
reynt að gizka á, hvorum þeirra Gunnars og Jóns eiginkonurnar
^agnheiður og Þórdís tilheyrðu. Hann hefur hitt skakkt á, enda er
^unnar talinn fyrr í bréfinu og eftir því ætti Ragnheiður einnig að
Vera tahn fyrr, ef einhverri reglu hefur verið fylgt, sem raunar er
yafasamt. Víst er, að það, sem höfundur registursins segir, er hrein
ag'zkun.
3> G. Storm: Isl. Ann., 420.