Saga - 1962, Blaðsíða 110
450
ÞORLEIFUR EINARSSON
Heklugosið 1104. Kornfrjóum fækkar síðan og þau hverfa
á 14. eða 15. öld. Líklega er hér um frjókorn af byggi að
ræða. Skömmu fyrir Heklugosið 1693 fer að bera á frjó-
kornum af kornstærð að nýju. Þeim fækkar síðan eftir
Kötlugosið 1721, en gætir þó áfram. Líklega er hér um
melfrjó að ræða, en þó er ekki útilokað, að um byggfrjó
gæti verið að ræða skömmu fyrir eða um 1700.
Auk gras- og kornfrjóa fjölgar fyrir áhrif landnámsins
frjókornum af hjartagrasa- (haugarfi, vegarfi)1), súru-
(túnsúra, hundasúra), körfublóma- (túnfíflar, baldursbrá
eða vallhumall), möðru- (gulmaðra) og græðisúruætt
(kattartunga). Einnig skjóta upp kollinum frjókorn nokk-
urra annarra jurta, sem annað hvort hafa verið ræktaðar
eða borizt hafa af tilviljun með manninum, svo sem af
blöðkujurtum (hlaðarfi), garðabrúðu og malurt. Rétt und-
ir öskudreifinni frá Heklugosinu 1104 fannst eitt frjókorn
af líni.
Frjólínuritið úr Borgarmýri er um margt keimlíkt Skál-
holtslínuritinu, þótt saga þessara tveggja staða sé næsta
ólík.
Hundraðshlutföll hálfgrasanna eru í Borgarmýrarlínu-
ritinu allbreytileg. Við landnámið fækkar lyngfrjóum mik-
ið. Víðifrjóa gætir lítið, en þó fækkar þeim heldur við land-
námið. Birkifrjó týna einnig tölunni við landnámið, eða úr
60—80% niður í 15%. Sveifla birkilínunnar milli ösku-
laganna G og R (Katla um 1500) er vafalítið af völdum
birkifrjóa, sem borizt hafa með áfoki úr eldri jarðvegi.
Ofan öskulagsins R nær birki síðan 5—10%. Grasfrjóum
fjölgar mjög við landnámið, eða úr 5—10% í 50% og eftir
1500 í 60—75%. Frjókorn af kornstærð koma fyrst til
sögunnar eftir landnám, en ná aldrei meir en 1%. Frjó-
kornum af krossblóma-, sveipjurta- (hvönn, geitla) og
rósaætt (engjarós, mjaðjurt) fækkar við landnámið, en
2) Jurtanöfn í svigum gefa til kynna, til hvaða jurta frjókornin
verða helzt heimfærð.