Saga - 1962, Blaðsíða 129
VITNISBURÐUR FRJÓGREININGAR UM GRÓÐUR 465
tekið til við garðrækt og látið gera jurtagarð þar. 1 Ferða-
bók Eggerts og Bjarna (Rvk. 1943, II, 247) er þess getið,
að kál hafi verið ræktað í Skálholti í a. m. k. 70 ár (ritað
1756), þ. e. frá dögum Gísla, og líklega hefur hann rækt-
að þar fleiri nytjajurtir. Því má ætla, að hin mikla aukn-
ing grasfrjós svo og tilkoma kornfrjós bendi til áhrifa eða
framkvæmda Gísla og að hann hafi staðið fyrir túnræktun
þar á staðnum. Þessarar túnræktar gætir alla 18. öldina í
Skálholti. Þegar fram á 19. öld kemur, smáminnkar rækt-
aða landið, en illgresi færist í vöxt. Gísli Magnússon var
brautryðjandi á sviði jarðræktar. Ræktunartilraunir færð-
ust mjög í vöxt eftir hans daga hér á landi og hefur verið
haldið áfram síðan.
Þegar frjórannsóknir voru gerðar í Borgarmýri, var
mér ókunnugt, að þar í nándinni hefði staðið bær, en frjó-
línuritin sýndu, að svo hlyti að hafa verið. Þar komu í ljós
ýmis frjókorn ræktaðra jurta, en næstu byggðir bæir eru
allfjarri; að sunnan Árbær og Ártún, en að norðan Graf-
arholt og Keldur.
I Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (Kbh.
1923—24, III, 296) segir svo, þegar lokið er lýsingu Graf-
arkots í Mosfellssveit, er síðar var lagt undir Gröf, núver-
andi Grafarholt: „Oddageirsnes, forn eyðijörð og hefur í
auðn verið fram yfir allra þeirra manna minni, sem nú
eru á lífi. Dýrleikann veit og enginn maður. Eigandinn er
kóngl. Majestat. Landskuld engin og hefur aldrei verið í
manna minni, en grasnautn til beitar og slægna brúka nú
bæði Grafar ábúendur og Árbæjar; meina menn ómögu-
legt aftur að byggja fyrir því, að tún öll, sem að fornu ver-
ið hafa, eru uppblásin og komin í mosa, en engi mjög lítið
og landþröng mikil.“
Engar aðrar heimildir eru til um eyðibýli þetta, svo að
mér sé kunnugt. Líklega hefur bærinn staðið upp í holt-
inu vestan Borgarmýrar, þar eru nú leifar gamalla fjár-
borga. Samkvæmt frjórannsóknunum hefur Oddageirsnes
byggzt á 10. öld. Fyrstu ábúendur virðast hafa verið bú-
Saga — 30