Saga - 1962, Blaðsíða 42
382
EINAR BJARNASON
veig sú, sem um getur í þessari klausu úr máldaga Grenj-
aðarstaða frá mótum 14. og 15. aldar:
„Gaf Katrín Guðmundsdóttir tvo hluti í Engey, en Sol-
veig saltara og eitt lítið handklæði. Item eftir Árna Ein-
arsson 10 kúgildi, hálft hvort í ásauð og kúm. Gaf Þorleif-
ur sonur hans messuklæði, er mátust fyrir 12 hundruð.
Afhenti fyrrnefndur Þorleifur alla peninga Grenjaðar-
staðar, eftir því sem registrum til stóð, anno domini mille-
simo quadringentesimo qvarto."1)
Engri konu var nær að gefa eftir Árna en konu hans,
ef hún var á lífi. Hafa verður einnig í huga, að mjög er
ósennilegt, að Solveig dóttir Þorleifs Árnasonar hafi borið
nafn móðurmóður sinnar, Solveigar Þorsteinsdóttur, sem
lifði lengi eftir að nefnd dótturdóttir hennar og nafna
fæddist, með því að svo virðist nafngiftum varla hafa ver-
ið háttað þá, að nefnt væri í höfuð á lifandi fólki á bezta
aldri. Því þarf væntanlega að leita nafns Solveigar Þor-
leifsdóttur annað, og styrkir þá nafn hennar gruninn um
það, að það sé móðir Þorleifs, sem nefnd er í máldaga
Grenjaðarstaða.
Rétt er að geta þess hér, að ýmsar tilgátur og fullyrð"
ingar hafa komið á prent um móður Þorleifs, og hafa
menn einkum reynt að tengja hana við Víðidalstunguætt
frá Gizuri galla, en engin rök hafa komið fram, sem styðja
þessar fullyrðingar eða tilgátur.
Árni Einarsson hefur væntanlega dáið 1404. Á það
benda orðin í fyrrnefndri klausu 1404: „Afhenti fyrrnefnd-
ur Þorleifur" etc. Síðan hefur Þorleifur haft vörzlu stað-
arins, þangað til nýr staðarhaldari hafði fengið veitinga
fyrir honum, og var það Hrafn Guðmundsson.
Vegna afhroðs þess á fólki, sem varð í svartadauða, hafa
1) 1404. — D. I. III, 582. í registrinu við III. bindið er talið, a
þessi Solveig muni vera hin sama, sem nefnd er þar á bls. 393— '
dóttir Guðmundar Hjaltasonar, og mun hér vera um ágizkun a
ræða, sem ekki er studd neinum rökum.