Saga - 1962, Blaðsíða 16
356
BJÖRN SIGFÚSSON
og 2 í Jónsbók. Með því er ekki sagt, að höfundur Hæns.
hafi þurft að bíða Jónsbókar fullsmíðaðrar; allt frá 1274
gátu borizt bréf og orðsendingar um það milli landa, hver
tök myndu reynast vera á því að lögleyfa heyupptöku á
Islandi í samræmi við Landslagakapítulann.
Dæmi unglegs réttarskilnings.
Hæns. ber þess nokkur önnur merki, að róttæk breyting
réttarfars sé gengin um garð, þegar hún er samin. Klerk-
legt efni og stíll sjást eigi í Hæns.; merkin stafa af öðru.
Skóggangssekt hafði ekki breytt merkingu sinni, fyrr
en umboðsmenn konungs létu landrekstur koma í staðinn,
eftir hrun goðaveldis og fjórðungsdómanna. Hæns. telur
(15. kap.), að Arngrímur goði hafi orðið „sekur fullri
sekt“ (sbr. einnig heitstrenging Hersteins, 12. kap.) og
allir þeir, sem að brennunni voru, en þó kemur í næstu setn-
ingum í ljós, að ekki er um skóggang óalandi manna, held-
ur um þyngstu fjörbaugssekt að ræða. Gunnar Hlífarson
heitstrengir að sækja Þorvald Oddsson „til útlegðar", og
er þar ekki um fjársekt að ræða, eins og merking orðanna
útlegð og útlægur í Grágás bendir til, heldur um f jörbaugs-
sekt, eins og síðar kom fram (12. og 15. kap.). Ekki var
þessi orðsmerking ókunn hér á fyrri hluta 13. aldar, en
sneitt var hjá henni í flestum eldri íslendingasögum og í
dómsmálum, þar sem Grágás réð.
Þá hefur ýmsum þótt Gunnar Hlífarson taka kynlega
til orða, er hann kveðst ekki „einhlítur um svör þessa
máls“, að játa bónorðinu til dóttur sinnar, en vill bera það
undir hana sjálfa og móður hennar (og Þórð gelli). Sam-
kvæmt lögum var það honum þarflaust (Grág. I b, 29;
155). En Jónsbók breytti þessu og segir, að faðir og móðir
skulu ráða giftingum dætra sinna, ef þau eru til, en ann-
ars frændur (útg. Kbh. 1904, 70). Samstaða Hæns. vi
Jónsbók er líklega eitthvað meira en tilviljun, en þó er
ekki gott að fullyrða það.