Saga - 1962, Blaðsíða 46
386
EINAR BJARNASON
fjórðungi hið vestra. Leigði hann fyrir 12 hundruð árlega,
lúkandi sumt í húsabótum, en það meira, sem biskupinum
og staðnum þarfnaðist."
1 Sýslumannaævum (I, 6) segir, að það hafi verið árið
1324, sem Eiríki var byggð Flugumýri. Varla mun önnur
heimild en Lárentíusarsaga vera til um þetta efni og er
ártalið sennilega ályktun um það, að bygging þessi hafi
orðið strax sama árið, sem Lárentíus var kjörinn biskup
og síra Skúli Ingason tók aftur við ráðsmannsstarfi þar
samkvæmt Lögmannsannál, en engin heimild er til að slá
þessu föstu. Byggingin gat allt að einu hafa orðið síðar.
Um konu Eiríks riddara hefur ýmislegt verið ritað, og
hafa menn ekki verið á einu máli. I ættabókaheimilduxn
frá fyrri hluta 17. aldar, svo sem handritinu AM 257 fol.,
sem mun vera ein öruggasta ættfræðiheimild af sínu tagi,
segir svo: „Ættartala Vestfjarðarmanna:
1. Fyrst er Sveinbjörn. Jeg meina hann hafi verið af
háum ættum úr Noregi.
2. Hans sonur Eiríkur. Hann var riddari og hefur hann
verið einn í tölu þeirra XXV riddara, sem Noregs-
konungur, Hákon Magnússon, hefur slegið til riddara
anno 1316, því þar eru taldir með Eiríkur Svein-
bjarnarson og Guðmundur íslendingur.
Kvinna Eiríks riddara var frú Vilborg. Hún liggur
í Vatnsfirði. Þau sátu í Vatnsfirði vestur, sumir segja
þau ætti hann.
3. Þeirra sonur Einar Eiríksson. Hann átti þá mektar-
kvinnu, sem kölluð var Grundar-Helga. Þau bjuggu
á Grund í Eyjafirði. Einar b. Eiríksson drukknaði
cum sociis suis 4. cal. apr. anno 1383 ff.
4. Björn Einarsson (sonur Grundar-Helgu)“ etc.
Elzta heimildin um ætt Einars í Vatnsfirði Eiríkssonar
er vitnisburðarbréf síra Gríms officialis Þorsteinssonar,
Bjarnar Guðnasonar og Sumarliða Halldórssonar um Þa®’
að þeir hafi heyrt og séð Bergljótu Halldórsdóttur, sem Þa