Saga - 1962, Blaðsíða 131
VITNISBURÐUR FRJÓGREININGAR UM GRÓÐUR 467
skeiðið fyrra). Á milli birkiskeiðsins fyrra og þess síðara,
sem hefst fyrir 5000 árum og lýkur með landnámi, var úr-
komusamt tímabil, mýra- eða svarðmosaskeiðið. Loftslag
á birkiskeiðunum var hlýtt og þurrt. Sumur hafa verið
lengri og meðalhiti ársins líklega 2—3° C hærri en síðustu
áratugina. Fyrir 2500 árum tók loftslag að versna og varð
verst á 19. öld.
Síðan á landnámsöld hafa orðið miklar breytingar á
gróðurfari hér á landi fyrir áhrif mannsins og líklega
einnig af völdum loftslags. Birkiskóginum var eytt að
mestu á fáum öldum. Þegar skógurinn eyddist, hefur gras-
lendi orðið ríkjandi, en það síðan blásið upp að miklu leyti.
Með landnámsmönnum og síðar hefur borizt hingað fjöldi
jurta, ýmist nytjajurtir svo sem túngrös, bygg, lín, mal-
urt, mjaðarlyng eða illgresi, sem setja mörk sín á þann
hluta mýrasniðanna, sem myndaður er á sögulegum tíma.
Af 440 tegundum æðri plantna, sem nú vaxa hér á landi,
telur Steindór Steindórsson (1961), að 214 tegundir hafi
lifað af síðustu ísöld jökultímans á íslausum svæðum, en
90 tegundir hafi flutzt eða slæðzt með manninum. Líklegt
er, að tala þeirra plantna, sem hingað hafa borizt með
manninum, sé hærri, enda hafa þær á 11 öldum getað að-
hæfzt og orðið fullgildir borgarar hins íslenzka gróður-
félags.
Á landnámsöld voru líklega % hlutar landsins grónir,
í dag tæpur f jórðungur, þ. e. % alls gróins lands hafa orð-
ið uppblæstrinum að bráð á 11 öldum fyrir áhrif versn-
andi loftslags og þó einkum mannsins. En nú hefur upp-
blásturinn verið heftur, og tækni nútímans mun á kom-
andi áratugum megna að breyta svörtum sandi í bleika
akra og græna engjareiti.
Við frjórannsóknirnar hefur mjög verið stuðzt við ald-
ursákvörðuð lög af eldfjallaösku, sem myndazt hafa við
gos í ýmsum eldstöðvum.