Saga - 1962, Blaðsíða 148
484
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
fyrir epi. í formálanum, bls. CXXIX f., er Jóni helga
sleppt, en miður rétt er vísað til Guðmundar biskups með
Cut, en Cut er styttingin fyrir Cuthberti festum hinn 20.
marz. Cisiojanus í AM. 249 c og m fol. eru samstofna
þessum, að því er virðist. Sjá að auki AÍ II 223 áfram.
Hér á undan hefur venju þeirri verið haldið, er tilgreind
hefur verið um krossa í kalendaríum, að segja, að þeir
tákni semiduplicia eða duplicia, en miðað við Stokk-
hólmsbrotið norðlenzka 4° nr. 36 V, þá gæti allt að einu
verið um simplicia novem lectionum að ræða, sbr. við
249 e folio hér að framan. Enn fremur má benda á, að
Auðunn rauði bauð að halda upptökudag Jóns lögheilagt
um allt Hólabiskupsdæmi og syngja innan kirkju duypli-
citer, en þangað til höfðu verið sungnar tíðir aðeins, Laur-
entius saga kap. 32. Alþingissamþykktar um atriði þetta
er ekki getið, né hefur hún varðveitzt.
Enn skal talið, að í lítaníu þeirri, er prentuð er í Hist.
Eccles. Isl. II segir p. 378, m. a.: — Osvalde, Olave, Eat-
munde, Thoma, Magne, Hallvarde, — —. Lítanía þessi
mun vera úr Skálholtsstifti.
Þegar litið er yfir dagsetningar skjala annars vegar og
kalendaríin hins vegar, sjást ýmisleg tilbrigði: Magnús-
messu, Magnúsmessudagur, Magnúsdagur, festum Magni
comitis,-----martyris,-------ducis et martyris. Nú er
enginn vafi á, að dux er ranglega nefnt og er norræn mis-
þýðing á jarl frá s. hl. miðalda. Hið rétta heiti er comes,
enda var jarldæmið í Orkneyjum annars eðlis en í Noregi-
í brevíartextunum er þá einnig réttilega haft comes, enda
er Rögnvaldur jarl nefndur comes de Orchadia í bréfi frá
1153, DO 11; Hákon Pálsson comes Orcadensium, ibid. 10;
Haraldur Orcadensis, Hetlandensis et Catanesie comes,
ibid. 19. Það má benda á, að einu dagsetningarnar, er hafa
comes, eru norðlenzkar. Þær eru í Lögmannsannál, þar sem
síra Einar Hafliðason segir Laurentius Hólabiskup sálast
jn festo Magni Orkadensis comitis 1331 og tvö bréf gefin
út í Bólstaðarhlíð 1399 af officiales Hólakirkju: jn festo