Saga - 1962, Blaðsíða 82
422
BJÖRN SIGFÚSSON
ur meðaltöl, hefði margháttað sögugildi nú, og er leitt, að
heimildir eru alls ófærar um að veita hana.
Þorrinn af ættartölubókum, sem menn hafa prentað hér
á næstliðnum tugum ára, fræðir um einhvern systkinahóp
eða kyn á 19. öld, ef eigi fyrr, og telur upp niðja, sem á
20. öld eru „ættin“ þaðan, — sundurleitur hópur, sem for-
vitni og ánægju hefur þó af þeim tengslum sínum. Sé ætt
skilgreind eingöngu sem slíkur þjóðfélagshópur, er þarf-
laust að gera á því mun, hvort einn sé skemmra en annar
frá ættföðurnum kominn, sérhver hinna ættfærðu verður
að teljast fullgilt sýnishorn ættarinnar. Og ekkert hindrar,
að sami maður reiknist óskiptur um leið til hverrar ann-
arrar ættar sinnar. Kjörbarn, sem þekkir vel fyrri ætt-
ingja sína, verður að reiknast fullgilt í þeirra ætt og full-
gilt sömuleiðis í kjörforeldraættinni, annars væri uppeldis-
áhrifum útskúfað úr ættarhugtaki þessu.
Þessari skilgreiningu mættu enn fylgja viðvaranir til
lesenda. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, er sagt, en
réttara er, að ekkert er tíðara en það í erfðum. I öðru lagi
skal varast að ætla einhverri mörg hundruð manna „ætt‘
til muna annað greindarstig en fólk hefur upp og ofan;
einungis meðan ættin er enn kyn náskyldra, erfist mikið
af slíku. Stakir og afmarkaðir þættir ríkjandi (dominant)
gena seiglast raunar betur og kynnu að segja lengi til sín
í lund og fáeinum einkennum útlits og hreyfinga. Um
hæfileika og dyggðir manns þorir enginn lengur að álykta
margt, þótt ætternið virðist hið bezta, og slæmt ætterni
þarf ekki að gera ótækan mann. Af áherzlunni á rannsókn
umhverfis- og uppeldisþáttanna í mótun ættar má ekki
ráða, að þvílíkar heimanfylgjur ráði því fyrirfram,
hverri stoð og leiðbeiningu þær verða í lífi barna og barna'
barna. Sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreynn^.
Sveipir straumsins soga oft það í kaf, sem ætlazt var t1
að flyti, en lyfta botnfalli upp í kamb straumrastar
skila þó hvorutveggja að ósum.
Sannindi þau, sem nú var að vikið, að heimanfylgja