Saga - 1962, Blaðsíða 17
STAÐA HÆNSA-ÞÓRIS SÖGU
357
Engir fræðimenn leggja trúnað framar á þá sögn Hæns.,
að Örnólfsdalsbóndinn, Blund-Ketill, hafi átt 30 leigujarð-
ir, og við ótrúleik þess bætist, að hann hyggst ná sér niðri
fyrir almennan heybrest hins illa sumars með því að breyta
á haustdegi leigumála byggðra jarða og segir landsetum,
að hann „vill heyleigur hafa á öllum löndum sínum“, —
„eigu vér mart fé ganganda, en hey fást lítil“ (4. kap.).
Höfundi Hæns. virðist vera ókunnugt, að Grágás lítur
í hvívetna á leigumála sem fastan samning við landseta,
gerðan a. m. k. til árs, fardaga í milli, og annar aðili gat
ekki að óbreyttum samningi gert slíka kröfu. Á hjáleigum
norskra stórbýla mun þetta hins vegar hafa þótt fært um
það leyti, sem Hæns. var rituð. En þegar vart fer að verða
við heyleigu goldna í landskuld á Islandi, er hún rituð sem
óbreytileg sé, eins og aðrar landskuldir. Elzta dæmið, sem
varðveitzt hefur, eru byggingarákvæði um nokkrar af
Jörðum hins heimaslægnalitla Viðeyjarklausturs um 1313
(D. I. II, 377). Norsku klaustrin neyttu þess öðrum þar-
lendum landsdrottnum framar að áskilja sér landskuldir
af gróðri jarðar, bæði vegna sérþarfa sinna og fyrir
evrópsk áhrif. óhætt virðist að líta á „heyleigur" í Hæns.
sem einhver norsk áhrif. Um 960 hefði sú jörð í Kjarradal
yerið metin hæst til leigu, sem bezt var til útigangs, og
Jafnt fyrir því, þótt grasfeng skorti og hún gæti enga hey-
leigu borið. Stórum meir hefur síðar þurft á heyöflun að
freysta, í þann mund, sem Hæns. var rituð, og þá hafa
andskuldir eflaust metizt meir í samsvörun við heyfeng
en í öndverðu. Eigi kemur til mála, að Hæns. geti veitt oss
eina vitneskju um, hvernig háttað hafi verið réttleysi land-
seta, áður en sett voru ákvæði eins og þessi1) til verndar
peirn: „En hinn, er land leigir, á grasnaut(n) alla á land-
lnu(< (»>Sá maður, er land leigir, á grasnautn alla á landi
, Vl ^ • y~ ..Leigumaður skal eigi lóga fé sínu til þess af, að
ann vilji hey selja, útlagur er hann, ef hann lætur til þess