Saga - 1962, Blaðsíða 58
398
EINAR BJARNASON
1 fyrstu erfð voru skilgetnir niðjar af skilgetnum börn-
um, en þá átti hann áreiðanlega enga á lífi.
1 annarri erfð voru:
a) „ættleiðingur, sem með lögum er til arfs leiddur."
Björn hefur eflaust ekki fengizt ættleiddur frem-
ur en önnur óskilgetin leikmannabörn þá á tímum,
og kemur þá eflaust enginn annar ættleiðingur frem-
ur til greina.
b) „Sonarson skilgetinn, þó að faðir hans sé eigi skil-
getinn."
Björn hefur ekki átt skilgetinn son á lífi, þegar
faðir hans dó, því að slíkur sonarson hefði þá verið
lögerfingi afa síns.
c) „og sonardóttir skilgetin, ef faðir hennar er skil-
getinn.“
d) „og dótturson skilgetinn, ef móðir hans er skilgetin."
e) „þá tekur dótturdóttir skilgetin, ef móðir hennar er
skilgetin."
Ekkert af þrennu hinu síðasttalda kemur til greina, ef
Einar hefur engin skilgetin börn átt, svo sem líklegast er.
Erfingi Einars hefur því verið í þriðju erfð, en þó á und-
an frillusonardóttur skilgetinni, sem Kristín Björnsdóttir
var. Þessir voru á undan henni í þriðju erfð:
a) „Bróðir samfeðra og skilgetinn."
Um hann er ekki að ræða, svo vitað sé, enda vær1
torskýrt, hvernig Vatnsfjörður væri kominn fra
þeim bróður til Nikulásar Jónssonar, og varla hefð1
Einar í testamenti sínu verið að gera ráð fyrir Þvl»
að Brigith erfði sig, ef hann átti skilgetinn bróðui
á lífi, sem nær var í erfð.
b) „en ef bróður missir, þá tekur systir samfeðra skil'
getin“ — og
c) „Nú er systir eigi til, þá tekur móðir skilfengin eftir
barn sitt.“
c-liðurinn kemur ekki til greina, af því að móðir EinarS
var dáin löngu á undan honum, en systir hans samfeðra'