Saga - 1962, Page 44
384
EINAR BJARNASON
var með Órækju Snorrasyni í Borgarfirði í ránsferð 1235,
en sennilegra er, að Herdís hafi ekki verið svo lengi ekkja
og þau Herdís og Sigmundur hafi verið gift löngu fyrir
1235, þótt frásögn Sturlungu um hjúskap þeirra sé tilfærð
um leið og ránsferðin.
Sigmundur hefur verið meðal helztu bænda á Vestf jörð-
um um þessar mundir, og þegar Þórður kakali kemur þang-
að í liðsbón 1242, býr hann í Súðavík. Sigmundur fylgdi
Þórði og gekk vel fram í Flóabardaga.
Hrafnssaga skýrir frá því, að börn Sigmundar og Her-
dísar hafi verið Sveinbjörn faðir herra Eiríks, Krákur og
Steinunn. Börn þessi ættu að vera fædd á árunum 1225—
1240. Ekki er vitað, að nokkurt þeirra hafi eignazt tilkall
til Vatnsfjarðar, þar sem Einar Þorvaldsson sat.
Um Sveinbjörn Sigmundsson er fátt kunnugt annað en
það, að hann var sonur Sigmundar og Herdísar og faðir
Eiríks riddara. Kona hans er ókunn, en hefur eflaust ver-
ið af goðorðsmannaætt, því að ella hefði Eiríkur eigi feng-
ið sýsluvöld svo snemma, sem raun varð, né verið herr-
aður.
Árna saga biskups segir frá því, að þegar leikmenn tóku
við stöðum í andstöðunni við Árna biskup árið 1284, hafi
Sveinbjörn Súðvíkingur og Eiríkur Marðarson tekið Holts-
kirkju í önundarfirði. Hér er eflaust um Sveinbjörn Sig'
mundsson að ræða, sem þá mun hafa verið meira en mið-
aldra.
Eiríkur Sveinbjarnarson.
Hann er væntanlega fæddur um 1275—1280. Gottskálks-
annáll segirvið árið 1316: „Utanferð Eiríks Sveinbjarnar-
sonar.“ Árið eftir segir sami annáll: „tJtkoma herra E1'
ríks Sveinbjarnarsonar í Hvítá og Snorra lögmanns • • •
Hákon konungur dubbaði XX og V til riddara. Þá gerðis^
herra Eiríkur og herra Guðmundur." Orðalagið bendir 1
þess, að einungis þessir tveir íslendingar hafi verið herr
aðir í þetta skipti.