Saga - 1962, Blaðsíða 26
366
BJÖRN SIGFÚSSON
slakaði á hörkunni gegn Hænsa-Þóri. í þessu sem öðru var
þess enginn kostur framar að snúa við til tímanna fyrir
1280.
Blöðum flett í Summu Thomasar.
Fram til þessa hefur lítt verið seilzt til viðhorfa, sem
höfundur Hænsa-Þóris sögu þagði um og kunni e. t. v. ekki
að meta. Nú þarf í lokin að seilast lengra; veðurfræði
aldahvarfa sem þessara gæti engu tapað, en eitthvað grætt
á því, að menn kynni sér þátíðarveðráttu grannlandanna.
Óróinn með alþýðu á dögum Guðmundur biskups Ara-
sonar og Franciscusar frá Assisi hafði lítil áhrif haft enn
á löggjöf eða kenningar um landstjórn. Á ýmsum sviðum
ritstarfa og menningar gætti á Sturlungatímunum eirðar-
leysis í þeirri Norðurálfu, sem bjóst til að kveðja hámið-
aldir sínar og hikaði að ráða það við sig, hvað koma skyldi.
Enn var jarðvegur hvergi undirbúinn til siðaskipta í lík-
ingu við 16. öld. En þó fundu vitrustu menn kristninnar,
studdir nýrri rannsókn á ritum Aristoteless, en hræddir
við áorðnar þjóðfélagsbreytingar, krossferðaafleiðingar,
serkneska heimspeki og fleira, að brýnt væri að móta að
nýju vesturevrópska heimsskoðun. Það var ekkert minna
en þetta, sem Thomas frá Aquino færðist í fang á skamnari
ævi, 1225—74. Liðlega tvítugur munkur kom hann frá
Italíu til lærimeistaranna í Köln og París, dvaldi þar frjó-
ustu ár sín og varð lærifaðir áhrifaríkrar klerkakynslóðar.
Áhrif hans á veraldlega löggjöf komu einnig furðu skjótt.
Það er á 8. tug aldarinnar, sem enginn erkibiskup þykir
án þess mega vera að fá handrit af Summa theologica
Thomasar í heftum jafnótt og skrifarar í París höfðu und-
an eftirspurninni. Oss er eigi kunnugt, hvenær fyrstu bók-
arheftin af Summu tóku að berast til erkistóls í Niðarósi,
en birting hennar stóð yfir á áratugnum 1265—74, og
ástæðulaust er að gera ráð fyrir öðru en að einhverjir þeir
klerkar, sem Magnús konungur ráðfærði sig við um Lands-
lög, hafi haft nýjustu spurnir af kenningum Thomasar,