Saga - 1962, Blaðsíða 141
SCT. MAGNUS ORCADENSIS COMES
477
1521 í Þingmúla, DI VIII 771.
1523 í Holti í Saurbæ, DI IX 195.
1525 á Munkaþverá, DI IX 305.
„ á Möðruvöllum í Hörgárdal, DI IX 317.
Sjá má, að Magnússlíkneskið á Mælifelli er til komið
eftir 1318. Sama máli gegnir að líkindum um Skútustaði,
er eiga 2 líkneski 1318, og ættu þau fremur að vera Maríu
°S Ólafs að líkindum. Svalbarðskirkja eignast Magnúss-
°g Guðmundarlíkneski sín eftir 1318.
Þessi þáttur er vel samkvæmur kirkjuhelgunum. Líkn-
eskin koma m. a. fyrir í fimm kirkjum helguðum Magnúsi
einum eða með öðrum dýrlingum. Hinar eru samsvæðis
kirkjum helguðum Magnúsi að undanteknum Hofi í Eystra
Hrepp og Þingmúla.
Um eina íslenzka mynd af Magnúsi Eyjajarli er kunn-
ugt með vissu. Á hinu einkennilega Skarðsklæði, Þjms.
2028, er einn dýrlinganna sex heilagur Magnús. Er hann
þar myndaður sem ungur maður með ennisbandi, diadem,
er heldur á sverði í hægri hendi, eða réttara: snertir það
ttieð hægri hendi, en sprota um öxl í þeirri vinstri. Á hann
°g ennisbandið að tákna veldi hans sem jarls. Sverðið á
hins vegar að líkindum að tákna, að hann hafi verið tek-
inn af lífi með sverði. Má í því sambandi minnast hend-
mgarinnar úr antiphona in sollennitate et in festo transla-
Uonis: Martyr Magnus victor sub gladio, Icel. s. III 307 og
320. Magnúss saga in lengri segir þó, að hann hafi verið
höggvinn tveimur höggum með öxi, Icel. s. I 266; en Orkn-
eyinga saga og skemmri sagan standa þar saman um texta,
hann hafi verið leiddur til höggs og höggvinn að einu
“öggi, Orkn. 118, Icel. s. I 80, 290, sbr. lectio sexta: Nec
'mora electus, est (sic) datd ab Hacone sententiá, lictori
traditur ut capitali sententiá plecteretur, Icel. s. III 312.
£ Legenda: Nec mora, electus Dei Magnus ab Hakone
ícíon tradebatur ut capitis sententia plecteretur, Icel. s.
1 304. Klæðið er saumað hér á landi á síðustu áratugum
aÞólskunnar og er merkt Solveigu Hrafnsdóttur, síðustu