Saga - 1962, Blaðsíða 155
SCT. MAGNUS ORCADENSIS COMES
491
Magnúss saga in skemmri hefur athugasemdina, að vísu
nokkuð afbakaða, en sú týpa virðist um sumt sýna eldri
&erð Magnúss þáttar. Mætti ætla, að þáttur sá hafi verið
sjálfstæð Magnúss saga, en ekki hluti af Orkneyingasögu.
Hins vegar hefur verið sýnt fram á, að Orkneyinga saga,
eins og hún þekkist nú, hefur verið löguð til eftir Heims-
kringlu. Vantar því textavitnisburð, sem sýnt gæti eldri
gerð.
Samanburðardæmi nokkurt er um aðferðir við ritstörf
slík, sem að framan greinir, sé Þorláks saga borin saman
við ræðingabrot hans eða Guðmundarsögurnar. önnur
gerðin, sú latneska, er gerð til nota fyrir kirkjunnar klerka
um stórt svæði; hin gerðin, á þjóðtungunni, er til fræðslu
fyrir almenning. Hvort tveggja hefur sitt framsetningar-
form. 1 Magnúss sögu lengri skín það í augum.
Til textanna í Breviarium Aberdonensis verður að taka
tillit, jafnvel þótt rit þetta sé fyrst prentað 1509. Hvað
ræðingana á Magnúsdegi á vor snertir, er varla ástæða til
að ætla, að mjög hafi verið hróflað við þeim í endurskoðun
Williams Elphinstones, biskups í Apardjón, enda má sjá
það af öðru. Samanburður á áðurnefndum kafla úr Magn-
uss sögu lengri og lectio viij og ix í Breviarium Aberdon-
ensis sýnir skyldleika. Og enn má nefna Legenda de Sanc-
to Magno, pr. í Icel. s. I 299—302 og III 302—4. Hún er
að mestu samsett úr lectiones i—vii og endar á sömu bæn
°g finnst í Breviarium Aberdonensis: Deus cujus nutus,
tcel. s. III 304, 317. Að vísu hefur niðurlagið ekki verið á
olaðinu frá Skarði á Skarðsströnd, en er fyllt eftir blaði,
or var innan í bandi á Heimskringlu, og er ekki víst, að
Puð blað sé frá Islandi komið. Hins vegar sýnir sekvenzían
fá Skarði, að um blað eigi eldra en frá f. hl. 15. aldar sé
að ræða,1) en kaflinn úr Magnúss sögu lengri er öldinni
e dri. Textagerð Breviarsins virðist því þekkt á 14. öld, og
er hún eflaust byggð á Vita meistara Rodberts.
) Sbr.: ter centeno laureatus, Icel. s. I 305, III 329.