Saga - 1962, Blaðsíða 47
AUÐBREKKUBRÉF OG VATNSFJARÐARERFÐIR B87
var 80 vetra, „fullrar skynsemdar og heil að öllum vits-
munum“ bera Jóni Sigmundssyni svofelldan vitnisburð
„að frásögn sinna foreldra, Guðrúnar Sigmundsdóttur,
föðurmóður Bergljótar, hverja hún reiknaði hafa tvo vet-
ur hins tíunda tugar þá hún andaðist, og fleiri sinna for-
eldra annarra, þó þeir séu hér ei með nafni inntir, að svo
höfðu talið og reiknað, að jungherra Einar í Vatnsfirði
var sonur herra Eiríks, en Eiríkur sonur Sveinbjarnar,
en Björn var sonur Einars og faðir Kristínar, og Björn
hafði verið sonur Grundar-Helgu, sem Smið lét taka af.
Og aldrei ætti Grundar-Helga börn við jungherra Einari
nema Björn, en hvorki son né dóttur, svo ég hafi heyrt get-
ið eða talað. Og var faðir minn Halldór sveinn hjá Þorleifi
Árnasyni og hjá hústrú Kristínu í Vatnsfirði“ etc. Vitnis-
burðarbréfið er skráð í Holti í önundarfirði 19. marz 1508.
Vitnisburður Bergljótar þarf ekki að vera nýgefinn, þeg-
ar það er skráð, en væntanlega er ekki langt liðið síðan.
Það má því ætla, að Bergljót sé fædd nálægt 1428. Hún
vísar til föðurmóður sinnar, sem varð 92 ára, en væntan-
lega er fædd fyrir lát Einars í Vatnsfirði Eiríkssonar og
að líkindum hefur verið á mjög svipuðum aldri sem Vatns-
fjarðar-Kristín sonardóttir Einars. Vitnisburður Berg-
Ijótar er að vísu gefinn í því skyni að sanna, að Einar og
Grundar-Helga hafi aldrei átt annað barn en Björn, en
atriðum vitnisburðarins má annars eflaust treysta, með
bví að Bergljót hlaut að hafa haft svo glöggar spurnir af
fólki því, sem hún talar um.
Vitnisburður Bergljótar nefnir ekki móður Einars í
Vatnsfirði, en AM 257 fol. segir hana hafa heitið Vilborgu.
Gömul heimild, sem höfundi AM 257 fol. hefur e. t. v.
verið kunnugt um, sbr. orðalagið „Hún liggur þar“, er
s°gn höfð eftir Oddi biskupi Einarssyni, sem hljóðar svo:
>>Vcitnsfjörður. Svo hafa sagt gamlir menn, síra Jón
°Heifsson og fleiri, að riddari Eirík liggi fyrir kórdyr-
unum í Vatnsfirði (hann lét gera kirkjuna). En hans