Saga - 1962, Blaðsíða 15
STAÐA HÆNSA-ÞÓRIS SÖGU
355
en til hins, að Hæns. hafi verkað á Landslögin norsku,
munurinn liggur helzt í því, eins og S. N. sá, að enginn
getur borið beint móti því, að Hæns. megi hafa verið Jóni
lögmanni Einarssyni kunnug, er hann lagði síðustu hönd
á lögbók sína. Ókunn var Hæns. víst höfundum Landslaga.
Að vísu eru það nokkur viðbótaratriði, sem Hæns. á
sameiginleg við umræddan kap. í Jónsbók fremur en við
Landslagatextann. Þau eru þessi:
1. lagaboðin um að ætla fénaði nægan forða af heyi eig-
andans, m. a. kúm allt til þings fram, og áætlun Blund-
Ketils um afgang heyja, þótt gefa þyrfti öllu fé Þóris inni
til Alþingis,
2. lagaboðið að selja (fyrri) þeim, er fullar vörzlur
^ggi í móti, og bón búenda, að Ketill gangi „í vörzlu fyrir
°ss um kaupin“, og tilboð hans við Þóri að gera það eða
Sreiða honum sjálfur í silfri eða vöru,
3. brottfelling Jónsbókar á því atriði Landslaga að leyfa
berum orðum húsbrot og hirzlna til að buga mótstöðu, og
®igi þurfti í Hæns. að brjóta upp hlöðu til að ná heyi Þór-
ls! þessi samstaða Hæns. og Jónsbókar skiptir annars
htlu, því að íslenzkir búhættir og heystakkar gerðu hús-
brotið nærri tilgangslaust, þótt lögleyft hefði þarna verið.
Spyrja má, hvort Jóni lögmanni Einarssyni hefði þótt
^aert að láta atriðin 1 og 2 vanta í lögbókartexta sinn eða
v°rt hann kunni að eiga það Hæns. að þakka, að hann
Sleymdi ekki að gera þessar mikilvægu setningar. — Svar-
* er afdráttarlaust nei, þetta mátti ekki skorta í Jóns-
T°k- '— Enn fremur má spyrja, hvort hin kerfisbundna
andslaganotkun við Jónsbókarsamningu beri þess nokk-
Wikilvæg merki önnur, að íslenzk sagnaritun hafi kennt
oni lögmanni og konungi að velja og hafna. Þess munu
niSi sjást merki. Tel ég þá eigi unnt að gera ráð fyrir því
Pessum kapítula.
Við þessa neikvæðu ályktun aukast líkur á hinu, að í
^ verði áhrifin ekki rakin til Landslaga einna, heldur
a 1 hún þegið frá lagamönnum það, sem stendur í lið 1