Saga - 1962, Blaðsíða 51
AUÐBREKKUBRÉF OG VATNSFJARÐARERFÐIR 391
Einar Eiríksson.
Snorri prestur Þorleifsson, commissarius Skálholts-
kirkju, generalis et specialis in spiritualibus, stefndi þeim
fyrir sig í Vatnsfirði 27. október 1360 Einari bónda Eiríks-
syni og Vermundi Guðmundssyni til þess að skera úr um
ágreiningsefni það, er Einar kærði. Einar sýndi máldaga
Vatnsfjarðarkirkju, er kvað svo á, að gefast skyldi úr
Æðey ær hvert ár til Vatnsfjarðarkirkju, en taldi, að
aldrei hefði lúkt verið þann tíma, sem Vermundur bjó í
Æðey og enn lengur, um daga föður hans. Einar krafðist
úrskurðar um það, hvort kirkjan ætti og hefði átt þessa
á eða ekki, eftir því sem máldagi kirkjunnar vottar. Ver-
mundur leiddi ekki próf og mælti ekki mót ákvæðum mál-
dagans, og var svo úrskurðað, að Vermundur hefði „verið
skyldur að lúka á til Vatnsfjarðarkirkju svo framt sem
hún hefur heimt verið“ og sé „skyldur að lúka héðan af."1)
Snorri officialis úrslcurðar í Reykholti 31. ágúst 1366
um kæru Einars Eiríkssonar þess efnis, að feðgarnir í
Ögri, Þórður og Sigurður, hafi ekki viljað ala lömb kirkj-
unni í Vatnsfirði á búgörðum sínum, en máldagi Vatns-
fjarðarkirkju segi, „að hver búfastur maður og sá, er af
landi hefur, milli Isafjarðarár og Kleifa í Seyðisfirði, skal
ala lamb Vatnsfjarðarkirkju eða gefa ella“. Svo var dæmt,
að þeir Þórður „kollur“ 2) og Sigurður skyldu hlíta þess-
um ákvæðum.
Einar Eiríksson hefur viljað halda vel á réttindum
Vatnsfjarðarkirkju til hlunninda, eða tilviljun hefur ráðið
kví, að mikið hefur varðveitzt af eftirritum úrskurða um
bau. Enn einn úrskurður er varðveittur, dagsettur í Vatns-
^irði 13. júní 1377, uppkveðinn af Jóni ábóta í Viðey í yfir-
reið um Vestfirðingafjórðung í umboði Oddgeirs biskups.
Hann fjallar um kæru Einars um það, að kirkjan í Vatns-
O D. I. III, 146-48.
2) S. st., 211. í eftirritinu stendur „kall“, en viðurnefni Þórðar
a'an hafa verið „kollur“ og svo mun eiga að vera hér, í þolfalli.