Saga - 1962, Blaðsíða 115
VITNISBURÐUR FRJÓGREININGAR UM GRÓÐUR 455
korn, að þau verða eigi sundurgreind. Við nákvæmar frjó-
rannsóknir, sem gerðar hafa verið í grennd nokkurra bæja
hér sunnanlands, hefur komið í ljós, að neðan landnáms-
ins eru frjókorn af kornstærð mjög sjaldgæf, en fjöldi
þeirra eykst skyndilega við landnámið. Það virðist einsætt,
að fjölgunfrjókorna af kornstærð bendi til komræktar. Af
þeim tveim frjólínuritum, sem hér birtast,má ráða, að korn
hafi verið ræktað í Skálholti frá upphafi byggðar og fram
á 14. eða 15. öld, og að kornræktartilraunir hafi líklega
verið gerðar þar í lok 17. aldar. 1 næsta nágrenni Borgar-
inýrar mun korn hins vegar ekki hafa verið ræktað að
neinu ráði. Af frjólínuritum frá Bergþórshvoli og Gufu-
nesi virðist mega draga líkar ályktanir og í Skálholti. Við
frjórannsóknir, sem Sigurður Þórarinsson (1944) gerði
í sambandi við uppgröft eyðibýlanna Skallakots hjá Ás-
ólfsstöðum og Stangar í Þjórsárdal, fannst mikið af korn-
frjói í landnámslaginu. Báðir þessir bæir voru farnir í
eyði í byrjun 12. aldar. Sigurður telur, að hluti af korn-
frjóinu hafi verið af höfrum, sem annars er mjög erfitt
að greina frá öðrum frjókornum af kornstærð.
Um kornyrkju á íslandi að fornu hafa margir ritað svo
semBjörn M. Ólsen (1910), Þorvaldur Thoroddsen (1922),
Sigurður Þórarinsson (1944) og Steindór Steindórsson
(1950). Vitnisburð um kornrækt að fornu er að fá úr ís-
lendingasögum, samtímasögum (Sturlunga, Biskupasög-
ur). annálum, fornbréfum, kirkjumáldögum, örnefnum og
með fornleifa- og frjórannsóknum, svo sem þegar er getið.
Islendingasögur og örnefni munu vera sízt þessara heim-
ilda. Af þessum heimildum má ráða, að kornrækt hafi ver-
ið stunduð lítið eitt norðan lands og austan, en verið al-
Seng um sunnanvert landið á fyrstu öldum Islandsbyggð-
ar- Mjög hefur verið farið að draga úr kornyrkju, er kom
íram á 14. öld, enda segir Arngrímur ábóti í Guðmundar
sögu, ritaðri um miðja 14. öld: „Korn vex í fáum stöðum
sunnanlands og eigi nema bygg.“ Kornrækt virðist hafa
haldizt lengst við sunnanverðan Faxaflóa eða fram á 16.