Saga - 1962, Blaðsíða 113
VITNISBURÐUR FRJÓGREININGAR UM GRÓÐUR 453
barrskógajarðvegi vestanfjalls í Noregi. Á laufskógasvæð-
um Danmerkur og Svíþjóðar var stunduð skipti-sviðnings-
rækt allt frá yngri steinöld. Landið var sviðið, og í volgu
öskuna var sáð korni, sem náði mun fyrr þroska en korn,
sem sáð var í venjulega akurjörð. Korn var síðan ræktað
í sviðnu skákunum, unz næringarefni jarðvegsins voru á
þrotum, þá var akurinn látinn hyljast skógi og sviðinn að
nýju, er skógurinn hafði náð sér. Hér á landi hefur skóg-
sviðning aðeins farið fram einu sinni á hverjum stað og
við það fengizt ræktar- og beitilönd, en vel má vera, að
sinubrenna hafi sums staðar komið í stað sviðningar, en
tæplega þó með sama árangri. Við sviðningu eða sinu-
brennslu hefur lyng og víðir látið á sjá, en þó er líklegra,
að vetrarbeitin hafi einkum valdið því, hversu jurtum
þessara ætta fækkaði eftir landnámið.
Að öllu þessu athuguðu er augljóst, að birkiskógurinn,
sem huldi helming landsins fyrir 2500 árum og líklega
rúman fjórðung í upphafi íslandsbyggðar, hafi á fáum
öldum, jafnvel fáum áratugum, látið mjög á sjá sökum
gegndarlauss ágangs manna og búpenings, enda hefur
loftslagið lagzt á sömu sveifina.1) Má því segja, að orð
Ara fróða séu sannari en almennt er talið.
Annar meginþáttur gróðurfarsbreytingarinnar, sem
varð við landnámið, er hin mikla aukning grasfrjós. Gras-
frjói fjölgar álíka mikið og birkifrjói fækkar. Þessi geysi-
lega aukning grasfrjóa gæti verið með tvennu móti til-
komin. Þegar skógurinn var höggvinn eða ruddur, hafa
a) En auk þess má geta, að við athuganir í mýrum má víða sjá,
&ð öskulög fallin fyrir landnám eru bein og óslitin. Öðru máli gegnir
UB1 öskulög, sem til eru orðin við gos á sögulegum tíma. Þau eru
viða bogin eða slitrótt. Þetta bendir til þess, að þúfnamyndunar í
rc>ýrum gæti ekki að ráði fyrr en á sögulegum tíma. Ástæður fyrir
þúfnamynduninni geta verið ýmsar. En helzt má ætla, að hún hafi
færzt í vöxt vegna versnandi loftslags eða vegna skógeyðingar. í
skóglausu landi flyzt snjór í skafla, en á milli er snjólaus jörð, og
gaetir því verkana frostsins þar meir.