Saga - 1962, Blaðsíða 22
362
BJÖRN SIGFÚSSON
af honum krafizt 1278—81, að hann greiddi eftir mætti
fyrir lögtöku Jónsbókar, jafnskjótt og hún yrði send lands-
mönnum. Sérlega mun honum hafa verið falið að hafa
áhrif til góðs á Sturlu lögmann í þessum efnum. En beiðnir
Sturlu til Egils, sem ráðið mun hafa bókasafni frá Snorra
dögum í Reykholti, hafa öðru fremur verið þær, að hann
sendi í Fagurey hverja þá sögu forna, sem gagn yrði að
við Landnámuritunina. Og vitað er, að á þessum árum, eða
því sem næst, fær Sturla Hæns. í hendur og hyggur hana
svo styrkum sannindum studda, að hann tekur sér ekki
tóm til að rannsaka hana og rengja, heldur umsemur Land-
námugrein til hæfis við hana.
Um Egil Sölmundarson er miklu færra vitað en svo, að
gizkað verði á, hvort hann hafi trúað Hæns. eða eigi. Ef
hann er þá ekki höfundur hennar. En skynsamur maður
var hann og hlaut að finna það á sér, að ekki gæti sagan
haft nema æskileg áhrif á Sturlu í löggjafarefnum og ef
til vill mikil áhrif. Til að sigra eins reyndan mann og
Sturlu hefði ekkert gagnað að senda rit, sem væri bermáll
áróður og hnitmiðaður; Hæns. var hvorugt, en átti drjúga
kosti hins ómeðvitaða áróðurs, — auk þess að vera í hópi
hinna læsilegustu skemmtisagna og fróðleikslind. — Gseti
eigi hugsazt, að Egill eða annar konungsmaður hafi stillt
svo til, að Sturla fengi með handriti Hæns. einhver sann-
indamerki, sem blekktu hann til að trúa henni of vel?
Þótt eigi sé unnt að finna svör við hverri spurn í sam-
bandi við ritun og notkun Hæns., er varla hægt að hugsa
sér annað en Sturla noti hana einmitt þau árin, sem af-
staða hans til nýju lögbókarinnar var að mótast, og nu
hafa bætzt við sterkar líkur til hins, að bergmál frá undir-
búningi þeirrar lagasetningar komi fram í sögunni og
Hæns. sé því alls eigi fyrr samin en á tímabilinu 1275—80,
helzt rétt áður en Sturla Þórðarson reit upp eftir henni-
Þessi tímasetning brýtur ekkert í bág við rök, sem Finnur
Jónsson og Sigurður Nordal hafa fært fyrir aldri sögunn-
ar, en er nákvæmari.