Saga - 1962, Blaðsíða 64
404
EINAR BJARNASON
sé glataður. Víst er það, að Þorleifur Árnason og synir
hans og sonarsynir hafa haldið Vatnsfjörð og ekki haldið
því á lofti, að Björn forfaðir þeirra hafi lofað, að hann
skyldi afhentur kirkjunni að honum látnum.
25. júlí 1399 eru þau í Hvalfirði hjónin Björn og Sol-
veig og selja þá Árna Einarssyni föður Þorleifs, sem síðar
varð tengdasonur þeirra, jarðirnar Efra-Hvol, Miðhús og
Vindás í Hvolhreppi, Kirkjulæk í Fljótshlíð og Næfurholt
á Rangárvöllum etc. fyrir Ytri-Borg í Víðidal, hálft Ás-
bjarnarnes, þriðjunginn í Vatnsenda, tvær Þverár og Mýri
í Vesturhópi, Krossanes og hálfa Vík á Vatnsnesi og f jórð-
unginn í Melalandi etc.1)
Hér er Björn eflaust að selja heimanmund konu sinnar,
sem var föðursystir Halls Ólafssonar, föður Þorsteins
tengdaföður Einars á Hvoli í Hvolhreppi Ormssonar, en
Hvol virðist Einar hafa fengið með konu sinni. Ólafur
faðir Halls og Solveig virðast munu hafa verið af þeim
ættlegg Oddaverja, sem fékk Hvol og fleiri eignir í Rangár-
þingi.
E. t. v. hefur Björn farið utan rétt á eftir sama ár eða
árið eftir, því að Lögmannsannáll segir við árið 1401:
„Utanferð hústrú Solveigar Þorsteinsdóttur í Vatnsfirði,
er átti Björn Einarsson, í þeirri ferju, er hann sjálfur lét
byggja að helmingi við kirkjuna í Skálholti. Kom hún fram
með heilu og höldnu.“2) Líklegast er, að Björn hafi verið
ytra, farið utan árinu á undan eða 1399 og nú hafi Solveig
farið á eftir honum. Úr því að annállinn kemst svona að
orði, hefur Björn áreiðanlega ekki verið með skipinu sjálf'
ur. Þau hafa síðan sennilega verið bæði ytra Björn og Sol-
veig, meðan svartidauði gekk hér, og þannig sloppið við
hann.
Lögmannsannáll segir enn við árið 1405: „Utanferð Vil'
chins biskups og Björns Einarssonar úr Vatnsfirði."3)
1) D. I. III, 646-48.
2) G. Storm: Isl. Ann., 286.
3) G. Storm: Isl. Ann., 287.