Saga - 1962, Blaðsíða 154
490
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
Magnúss diktur,
19. er.: Vetur níu, sem vel má glósa,
var hann í bland við unga frú;
byggði sæng ok brúðurin ljósa
bæði samt sem innist nú.
Vegsemi hans trúi ek vítt megi
hrósa,
vella spillti hann aldrei brú.
(ÍM II 378.)
Atriði þetta: um 10 ára sambúð, gengur sem rauður
þráður um allar heimildir að dönsku þýðingunni slepptri,
er hefur ix fyrir x vetur, Orkn. 110. Má telja það líklega
komið úr Vita meistara Rodberts. Vart myndi norræn
heimild glutra niður nafni konunnar, enda þótt hjóna-
bandið sé nokkuð afbrigðilegt. Samt virðist nafn hennar
hafa varðveitzt í riti frá 15. öld og hefur þar myndina
Ingarth, sem kynni að samsvara Ingigerðr, J. Mooney:
St. Magnus — Earl of Orkney p. 309.
Enn eitt mikilsvert atriði er sameiginlegt Magnúss þætti
og sögunum þremur:
Orkneyinga saga: Erlingr, son Erlendz iarls, segia sumir
menn at felli i Öngulseyiarsundi, enn Snorri Sturluson
segir hann fallit hafa a Ulaztiri með Magnusi konungi.
(Orkn. 107, Icel. s. I 73.)
Magnúss saga in lengri: Sumir menn segja, at Erlíngr
Erlendsson, bróðir hins heilaga Magnúss, hafi fallit í öng-
ulseyjar-sundi; en Snorri Sturluson segir hann fallit hafa
á Ulaztiri með Magnúsi konúngi. (Ibid. I 248—9.)
Magnúss saga in skemmri: Erlíngr, sonr Erlíngs(!)
jarls, segja sumir menn, at hann félli í öngulseyjar-sundi.
Snorri Sturluson segir hann fallit hafa ‘í aulaðstiri’(!) á
Irlandi með Magnúsi konungi. (Ibid. I 284—5.)
Sé svo, að klausa þessi tilheyri frumgerð, þá ætti hún að
sýna, að hún hafi verið gerð síðar en Heimskringla eða
a. m. k. Magnúss saga berfætts. Það er ekki með öllu frá-
leitt að ætla, að svo hafi í raun verið. Ekki sízt, þar sem