Saga - 1962, Blaðsíða 146
482
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
duplex strikað út og sett ix. lectionum í staðinn, en í 249 c
er hann merktur sem duplex.
Hins vegar eru liðir messunnar á Magnúsdegi á vetur
í 679 og 680 a þeir sömu og í Missale Nidrosiense 1519
nema sekvenzían, sbr. Icel. s. III 323—4.
Hinar orðubækurnar frá íslandi hafa ekki Magnúsdag,
enda sumar skertar.
Munurinn á athugasemdunum í Ordo og Missale 1519
bendir til, að e. t. v. hafi hér verið aðrar venjur en á síð-
miðöldum í Noregi.
Séu kalendaríin athuguð, en þau eru ekki öll til afnota
við þessa rannsókn, þá er hvorug Magnúsmessan nefnd
í AM. 249 b fol. Það kalendaríum má með rökum telja vera
úr Skálholtsstifti og ritað rétt fyrir 1200 eftir ensku for-
riti.
í 249 c fol., sem er frá miðri 13. öld, er með fyrstu hendi
ritað með rauðu við 16. apríl: Magni ducis martyris. Lit-
urinn ætti að tákna duplex. Dagurinn kemur og fram í
þeim cisiojanus, er stendur á spássíu. Við 13. desember er
með hendi frá því um 1400 eða fyrr bætt við textann:
Lucie uirginis et martiris. ix. lectionum, sem er með fyrstu
hendi og rauðu: translatio Magni et(!) martyris. semi
dupplex. Kverið er íslenzkt og komið frá Skarði á Skarðs-
strönd.
I 249 d fol., sem er frá miðri 14. öld og úr Þingeyjar-
sýslu, líklega Reykjahlíð, stendur við 16. apríl: Magni
ducis et martiris ix lectionum; en við 13. desember: Lucie
uirgine. Magni martyris.
I 249 e fol. stendur við 16. apríl: Magni ducis semidup-
plex. Síðasta orðið virðist hafa verið strikað út og í stað-
inn: ix lectionum, með annarri hendi. Við 13. desember
stendur: Magnis(!) ducis. Kalendaríum þetta er frá því
um miðja 14. öld, en komið frá Eyri í Skutilsfirði.
í 249 f fol. stendur við 16. apríl: Magni martyris, og við
13. desember: Magni. martyris. Lucie uirgine, og kross