Saga - 1991, Side 149
VARNAÐARORÐ UM KRISTNISÖGU
147
sem voru til fyrir. Tveimur árum síðar lék Magnús Jónsson sama leik
með níunda bindið, gaf út bindi 9:1 og fylgdi því svo eftir með bindi
9:2 árið eftir, 1958. Meira kom ekki út. Fyrstu þrjú bindin komu aldrei.
Af tímabili áttunda bindis, 1830-1874, vantar að minnsta kosti helm-
ing efnisins, þar á meðal alla venjubundna stjórnmálasögu. Níunda
bindið, sem nær þó aðeins yfir skeiðið 1871-1903, er þanið út í tvö
bindi. Tíunda bindið vantar með öllu. Útgáfan tók um 20 ár frá því að
verkið var skipulagt. Það sem fyrst kom út hlýtur að hafa verið orðið
átakanlega úrelt í augum ungra sagnfræðinga áður en lauk, og
kannski er það ástæða þess að aldrei var fyllt upp í skörðin. Samt er
þetta rit auðvitað ómetanlegt, og hefði því verið lokið eins og fyrir-
hugað var, á árunum fram um 1950 þá stæði það nú eins og svolítið
fornfálegur, virðulegur kostagripur i bókahillum landsmanna en ekki
eins og skakkur og skörðóttur tanngarður, eins og það gerir.
Næst var fitjað upp á mikilli íslandssögu fyrir 1100 ára afmæli
íslandsbyggðar árið 1974, og er kallað Saga íslands. Ég ætla ekki að
segja að það verk sé farið út um þúfur. Fjarri því. En mér er óhætt að
segja að það er þegar orðið dálítið gallað af því að ekki tókst að drífa
það út á skömmum tíma og halda því innan fyrirhugaðra marka. Þeg-
ar Sverrir Kristjánsson réð mig til að ganga til þessa leiks, seint á árinu
1971, þá var áformað að gefa út íslandssögu í sex bindum. Allir
höfundar áttu að skila handritum sínum inn fyrir árslok 1972, allt átti
að koma út á afmælisárinu 1974. Nú, 19 árum eftir að verkið var
skipulagt, eru komin út fjögur bindi, en þau hafa ekki náð að rekja ís-
landssöguna nema fram í kringum aldamótin 1400. Af ellefu öldum er
húið að gera grein fyrir fimm hinum fyrstu, sex eru eftir. ’
Þessi útþensla hefur auðvitað sína kosti. Söguáhugamenn fá miklu
■neira að lesa en þeim var ætlað í fyrstu. í vissum hlutum ritsins birt-
ast merkar frumrannsóknir sem hefðu hvorki rúmast í því né gefist
tími til að skrifa, ef upphaflegri áætlun hefði verið haldið. Gallinn er
bara sá að sumir höfundar þenja sinn hluta meira út en aðrir, og
þannig verða efnishlutföllin tilfinnanlega skökk. Svo dæmi sé tekið,
kom það í hlut okkar Jakobs Benediktssonar að skrifa nokkuð
almenna þjóðarsögu frá landnámi til loka þjóðveldis, hann um fyrri
hluta þessa tíma, ég um hinn síðari. Við höfum líklega báðir haldið
5 Rétt eftir að þetta var sagt kom fimmta bindið út, undir árslok 1990, og náði í gróf-
um c*ráttum yfir 15. öld og fram að upphafi siðaskiptatímans, um 1520.