Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 4
sess í vitund þjóðarinnar og hann gerði, er íbúatala Reykjavíkur var margfalt minni en hún er nú, og annarra skóla var ekki farið að gæta aö mun. Mœlt er, a'ð í þann tíma hafí erlendur ferðamaður komizt svo að orði, að mest áberandi einkenni á bæjarlífi Reykjavík- ur vœru skólapiltar og hanar, og mun hanh einkum hafa átt við menntaskólanemendur. Hvað sem hönunum líður, er það áreiðanlegt, að menntaskólanemendur voru mjög áber- andi manntegund og litu jafnvel á sig sem nokkurs konar yfirstétt. Er jafnvel saga um slikt stórlœti eins menntaskólanemenda þeirra tíma, að hann afturkallaði boð sitt á aðal- dansleik skólans, er hann sá hina boðnu yngismey ganga með mjólkurfötu. Menntaskóla- nemendur voru þá miklu fleiri í hlutfalli við bœjarbúa en nú er, eins og sést til dæmis á því, ao í pereatinu 1850 gengu nemendur á skömmum tíma að hverju húsi i bœnum iil að afhrópa rektor. öllu þeirra atferli var veitt eftirtekt, enda voru þeir ein glæstasta vonar- stjarna sinnar þjóðar. Það eru þeir reyndar enn, en sá er munurinn, að nú eru vonarstjörn- urnar miklu fleiri, og ber því hver einstök iiltölulega minni Ijóma. Einn glœstasti vonar- draumur flestra yngismeyja bœjarins var þá að verða boðið á aðaldansleik skólans, en þá voru eingöngu piltar í skólanum. Því ber ekki að neita, að Menntaskölann í, Reykjavík ber ekki eins hátt í huga þjóð- arinnar og hann nýtur ekki jafnóskiptrar aðdáunar og hann gerði fyrrum, þótt hann sé mjog virðuleg stofnun og þótt nú bregði yfir hann sérstaklega skærum Ijóma á áldarafmælinu. Ber þar margt til. Áður var hann að telja mátti eina menntastofnun landsins en nú hefur þörf atvinnulífsins fyrir tæknimenntaða og sérfróða menn og kröfur tímans um almenna menntun sem flestum 'iil handa valdið stórfelldri fjölgun skóla, sem samanlagt eru sóttir af þúsundum œskufólks, og hver um sig krefst síns hluta af athygli og aðhlynningu þjóðarinn- ar. Menntastofnun, sem ber höfuð og herðar yfir menntaskölann í menningarlegu tilliti, hefur risið upp í landinu, og nú hefur sú virðingastaða að útskrifa stúdenta einnig verið i höndum jafningja hans nyðra um nokkurt árabil. En þrátt fyrir þennan samanburð og þetta hlutfallslega gildi skólans á ýmsum tím- um gegnir hann mjög mikilsverðu uppeldis og uppfrœðslustarfi engu síður en fyrr, og sá bikar verður ekki frá honum tekinn. Enn mun margt gáfaðra andans manna og leiðtoga- efna útskrifast frá skólanum. Margar frumlegar hugsanir munu enn fœðast innan veggja, hans og ástundun fagurra lista og hugsjóna mun þar dafna, meðan eldur andans ólgar i Is- lendingum. Mjór er mikils vísir. Menningarástand menntaskólanemenda er dálítil ábend- ing um það, hver verða muni alefling andans á íslandi framtíðarinnar. í tilefni af aldaraf- mæli okkar kæra skóla og í þeirri von, að það gefi nokkra hugmynd um hugsunarhátt og þroska okkar nemenda, er blað þetta gefið út. Geti það orðið til að auka áhuga fólks á sköl- anum og skilning þess á þörfum hans og nemendanna og gildi hans fyrir þjóðina í heild og geti það ennfremur orðið fólki til nokkurrar dœgradvdlar, er tilgangi okkar, sem að því stöndum, náð. SKÖLABLADIE)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.