Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 19

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 19
að íslendingar væru svona norrænar „týpur". Kvaöust þeir hata haidið, að islenctmgum svipi heidur til Eskimóa, sérstaklega sögð- ust þeir íurða sig á, hve þeir væru návaxnir og höfuðlag þeirra norrænt, ef dæma mætti ettir stúdentahópnum, sem þeir höfðu séð skömmu áður. Sögðu þeir, að iítið hefði.verið kennt um Isiand i landafræði- og sögutímurn skólanna. Miðvikudaginn 10. júlí kl. 1 e. h. var lagt af stað heimieiðis með Drottningunni. A hafnarbakkanum kvöddu okkur próf. Niels Nielsen, Guðni Guðjónsson magister og f jöldi íslenzkra stúdenta og annarra Islend- inga, sem dveljast í Kaupmannahöfn. Um leið og skipið lagði frá hafnarbakkan- um, sungum við þjóðsöng Dana: „Det er et yndigt Land". Við vorum heppin með veðrið, og skipið sigldi í blæjalogni út um Eyrarsund, Skagerak og Kattegat. Blíðviðri þetta hélzt alla leiðina, svo að menn sluppu að mestu við sjóveiki. Farþegarúm skipsins var fullskipað fólki, og voru meðal farþega hinir dönsku knatt- spyrnumenn, er kepptu við íslendinga í sum- ar. Á leiðinni kom skipið við í Færeyjum og staðnæmdist þar heilan dag, meðan verið var að skipa vörum í land. Notuðum við þá tækifærið til að heimsækja skáldið og stjórn- málamanninn Jóhannes Patursson á Kirkjubæ. Hafði hann búizt við komu okkar, og blakti íslenzki fáninn við hún á Kirkjubæ, er við komum þangað. Á Kirkjubæ veittu okkur móttökur ásamt Jóhannesi tveir af sonum hans, þeir Erlendur og Páll. Einnig voru staddar þar tvær af dætrum hans, sem giftar eru íslenzkum mönnum. Allt fólkið á Kirkjubæ gat talað við okkur góða íslenzku, enda var Jóhannes, sem andað- ist örlitlu eftir þetta, kvæntur íslenzkri konu, Guðnýju Eiríksdóttur, og synir hans hafa dvalizt meira eða minna á Islandi. Var okkur í fyrstu sýndur gamli bærinn, þar sem fyrrum hafði verið skóli og Sverrir konungur numið til forna. Kom nú Páll Patursson, en hann fylgdi okkur um húsakynnin með gestabók eina mikla og bað okkur að skrifa nöfn okkar í hana til minningar um komu okkar. Er við höfðum lokið því, fórum við til kirkjunnar og skoðuðum hana. Þá var okkur boðinn matur og drykkur inni í bæ, og var veitt af rausn mikilli. Hélt þá Páll ræðu á íslenzku og sagði með- al annars, að hann vonaði, að hinar náskyldu frændþjóðir, Færeyingar, Islendingar og Norðmenn, hefðu nána samvinnu á sem flest- um sviðum og varðveittu sem nánast sam- band sín á milli. Báðum við nú fólkið á Kirkjubæ að sýna okkur færeyska þjóðdansa, og varð það fús- lega við bón okkar. Kvöddum við nú fólkið, en í kveðjuskyni flutti Jóhannes Patursson ræðu á ís- lenzka tungu og lét í ljós ánægju sína yfir heimsókn okkar til Færeyja, óskaði íslenzku þjóðinni til hamingju með hið nýstofnaða lýðveldi, bað því blessunar í allri framtíð og bar fram þá ósk sína, að Færeyjar mættu, áður en langt liði, verða fullkomlega sjálf- stætt ríki. Flutti síðan rektor snjalla ræðu og bað menn hrópa húrra fyrir Jóhannesi Paturssyni og konu hans. Að lokum bað fólkið á Kirkjubæ okkur að syngja íslenzka ættjarðarsöngva, og tók það undir söng okkar. Um kvöldið lögðum við af stað frá Fær- eyjum. Síðari hluta sunnudagsins 14. júlí sáum við ísland rísa úr sæ. Þótti okkur tignarleg sýn að sjá hina gnæfandi fannhvítu jökultoppa bera við rauðgylltan kvöldhimininn, sem var upp- ljómaður af hinni hnígandi kvöldsól. Fannst flestum þetta vera einhver sú feg- úrsta sýn, sem þeir hefðu augum litið, og víst er um það, að brúnin hækkaði á mörg- um útlendingnum, sem á skipinu var, við sýn þessa. Mánudaginn 15. júlí komum við til Reykja- víkur, og var mikill mannf jöldi saman kominn á hafnarbakkanum til að taka á móti okk- ur. Ég vil að lokum taka undir þau ummæli Pálma Hannessonar rektors, sem hann við- SKÓLABLAÐIÐ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.