Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 15
ýmsir snjallir töframenn og fimleikamenn listir sínar. Einnig fóru margir til staða, þar sem dansað var. Klukkan rúmlega 7 að morgni miðviku- daginn 3. júlí lögðum við af stað með járn- brautarlest frá Osló til Stokkhólms, eftir að við höfðum kvatt hina norsku rektora og fulltrúa norræna félagsins á járnbrautar- stöðinni. Áttum við langa leið fyrir höndum, og reyndum við að sofa lítið eitt í lestinni eftir því sem hægt var, því að við vorum þreytt eftir allt ferðalagið dagana áður og lítt sofin, og þar að auki var mjög heitt í veðri, en hitinn náði 32° á C í skugga eftir því, sem hitamælir í lestinni sýndi, svo að ekki var furða, þótt okkur syfjaði. Lestin stanzaði víða á leiðinni, og fórum við oft út að rétta úr okkur, þegar hún stanzaði eitthvað að ráði. Þá bar svo við, eftir að lestin hafði stanz- að í nokkrar mínútur og var lögð af stað aftur, að Þorsteinn Thorarensen sást hvergi í lestinni, heldur aðeins jakkinn hans. Kom þá í ljós, að einhver hafði sagt honum, að lestin myndi standa við í hálftíma á þess- um stað, og hafði hann hlaupið út jakka- laus að rétta úr sér og skoða sig um. Þetta fór allt vel, því að Þorsteinn kom daginn eftir til Stokkhólms með kolalest, en ekki átti önnur farþegalest að fara þessa leið fyrr en eftir viku. Þegar við nálguðumst sænsku landamærin, komu reffilegir sænskir tollverðir í fínum einkennisbúningum inn í lestina, en við losn- uðum þó að mestu leyti við tollskoðun. Við komum til Stokkhólms klukkan tæp- lega 7 um kvöldið og höfðum því verið 11— 12 tíma á leiðinni. Á járnbrautarstöðinni tóku á móti okkur Anderson, fulltrúi norræna félagsins í Stokk- hólmi, sænskur rektor og Vilhjálmur Finsen, sendifulltrúi Islands í Stokkhólmi. Strax og við stigum út úr lestinni, safnaðist hópur blaðamanna í kringum Pálma og Sigurð, og áttu þeir einnig viðtal við einstaka stúdenta úr hópnum. Tóku þeir myndir af hópnum, og sérstak- lega voru þeir þó ákafir í að taka myndir af stúlkunum. Fórum við nú til væntanlegs dvalarstaðar okkar í „Johannes folkskola", „Roslagsg. 61. Við byrjuðum fimmtudaginn 4. júlí með því að snæða morgunverð í veitingahúsinu „Norma“ við „Odenplan“. Síðan komum við saman um kl. 8,30 f. h. við aðalskrifstofu samvinnufélagasambands- ins „Kooperativa Förbundet“ við ,,Slussen“. Var hin mikla skrifstofubygging þar skoðuð, og undruðumst við hinn mikla tæknibrag, sem var þar á öllu. Fór allt bókhald þar fram í vélum. Vorum við þennan dag í boði samvinnufé- laganna í Stokkhólmi. Fylgdarlið okkar var auk hins sænska rektors, sem ávallt fylgdi okkur, tveir sænskir stúdentar og austurrísk- ur kvenstúdent. Einnig fengum við að skoða geysimikið brauðgerðarhús, sem rekið er á vegum samvinnufélagasambandsins. Er við höfðum lokið við að skoða brauð- gerðarhúsið, var ekið í stórum fólksbifreið- um, sem skrýddar voru sænskum og íslenzk- um fánum, til kornmölunarverksmiðju einn- ar mikillar, sem við skoðuðum alla hátt og lágt, og gátum við fylgzt með því, hvernig kornið var malað í vélunum og allt þangað til það var komið í pokana. Virtist okkur tækni og vinnuskipulag vera þarna á háu stigi. Einnig skoðuðum við bústaðahverfi starfs- fólks þess, sem vinnur við þessa miklu verk- smiðju. Að þessu loknu ókum við áfram í sömu bifreiðunum um helztu götur borgarinnar, og hrifumst við af fegurð hennar og góðu skipu- lagi. Stokkhólmur er mjög glæsileg borg og vel skipulögð. Göturnar eru beinar og breiðar, og víða eru trjáraðir meðfram gangstéttunum. Skrúðgarðar eru víða í borginni með högg- myndum og gosbrunnum. Um kl. 2 komum við til veitingahússins Rasten,Angby, þar sem við snæddum mið- degisverð í boði kaupfélagasambandsins. Flutti þar einn af fulltrúum sambandsins ræðu og fagnaði komu okkar og ræddi um S KÓLA BLAÐIÐ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.