Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.10.1946, Side 12

Skólablaðið - 01.10.1946, Side 12
af sinni alkunnu snilld, og Engilbert tann- læknir var stundum forsöngvari og framdi það starf með mikilli prýði og spilaði við okkur bridge við og við. Nei, það var ekki leiðinlegt um borð í Esjunni. Eitt kvöldið, þegar við héldum kvöldvöku í reyksalnum, fóru nokkrir stúdentanna til þeirra Kiljans og Þórbergs, þar sem þeir sátu djúpt hugsandi við háspekilegar sam- ræður, og báðu þá að lesa upp fynr okkur og er þeir brugðust vel við, slógum við öllu upp í glens og gaman og sungum „Þórbergur, Þórbergur, hvar er Þórbergur“ undir laginu „Einar Magg, Einar Magg, hvar er Einar Magg.“ En við það lag kannast allir skóla- nemendur. En ekki vorum við komin langt áleiðis yfir hafið, þegar kárna tók gamanið, því að þá tók að hvessa svo mjög, að stormurinn komst upp í 11 vindstig, þegar mest var, og urðu þá flestir meira eða minna sjóveikir nema nokkrir, sem stóðu sig sem hetjur alla leiðina og urðu ekkert sjóveikir. Sunnudaginn 30. júní kl. 6 að morgni komum við til Kristianssands í Noregi. Okk- ur þótti mikið til koma um fegurð borgar- innar og umhverfi hennar. Innsiglingin er mjög fögur. Trjágróðurinn teygir sig alveg niður að sjónum og þekur að mestu jarð- vegssnauða strandklettana, og borgin hverf- ur inn á milli hárra trjáa. Við losnuðum við alla tollskoðun. Rektor talaði við tollverðina og gaf þeim upp, hvað við værum með af peningum og farangri, og trúðu þeir hispurslaust umsögn hans og voru hinir liðlegustu. Hér fengum við áhrifaríkar og hlýlegar móttökur. Stór íslenzkur fáni var á einum veggnum í salnum, þar sem okkur var boðið til morg- undrykkju. Rektor og nokkrir kennarar menntaskólans í Kristianssand fluttu hríf- andi og hjartnæmar ræður, þar sem þeir létu í ljós gleði sína yfir komu okkar og báru fram þá ósk, að koma okkar til Noregs yrði til að auka samhug og kynni milli hinna náskyldu frændþjóða, íslendinga og Norð- manna. Rektor flutti svarræður á norsku með mikl- um skörugsskap, eins og hans var von og vísa. Nokkrir tónlistarmenn léku á hljóðfæri, meðan á borðhaldinu stóð, og voru sungnir þjóðsöngvar íslendinga og Norðmanna, og tóku allir undir. Haldið var af stað til Osló um kl. 10 f. h. með járnbrautarlest. Hiti var mjög mikill þennan dag, því að einmitt um þessar mund- ir gekk hitabylgja yfir á þessum slóðum. Okkur varð því mjög heitt, eins og nærri má geta. Landssvæðin, sem lestin ók yfir, eru mjög fögur og öll skógi vaxin. Skiptast þar á skógi vaxnar hæðir og lægðir, og jarðgöng eru víða. Bóndabæir eru mjög víða á leið þessari og yfirleitt byggðir úr timbri. Lestin kom til Oslóar um kl. 6 síðdegis, og vorum við því um 8 klst. á leiðinni. Þar tóku á móti okkur tveir menntaskóla- rektorar og fulltrúi norræna félagsins. Farangri okkar var ekið til „Herslebs skole“ í Herslebsg. 2, en þar var aðseturs- staður okkar, meðan við dvöldumst í Osló. Síðan var haldið í stóran skrúðgarð, en þar er veitingastaður, og fór þar fram borð- hald með tilheyrandi ræðuhöldum. Að borðhaldi loknu skoðuðum við nokkur af helztu hverfum borgarinnar undir leiðsögn hinna norsku rektora. Farið var upp eftir Karl Jóhannsgötu og til konungshallarinnar, en síðan um nokkur hverfi í viðbót og loks til dvalarstaðar okkar í „Herslebsskole“, og fóru þá flestir að sofa, því að við vorum þreytt eftir allt ferðalag dagsins. Við byrjuðum mánudaginn 1. júlí með því að snæða morgunverð í „Kaffistova“, Storgt. 28, kl. 8—9, — og vakti rektor okkur því snemma eða um kl. 7,30. Að loknum morgunverði var haldið til ferju þeirrar, er heitir „Bygdöfergen", en með henni fórum við til eyjar, sem heitir „Dronningen". Þar var okkur sýnt, samkvæmt áætlun þeirri, sem „Norden“, norræna félagið í Oslo, hafði samið, þjóðminjasafnið „Folkemusseet" 10 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.