Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.10.1946, Page 23

Skólablaðið - 01.10.1946, Page 23
HALLGRÍMUR LÚÐVÍGSSON, 5. D: Félagslífið Ég mun' í þessari stuttu grein leitast við að gefa nokkurt yfirlit yfir helztu fyrirbrigði félagslífsins í Menntaskólanum í Reykjavík á síðastliðnum vetri. — Nemendur skólans voru þennan vetur 360, og hefur slíkur fjöldi aldrei sótt skólann áður. I slíku margmenni vill oft svo fara, að félagslífið bíði við það hnekki, tengslin slitni milli einstakra bekkja, sem þá draga sig út úr og búa að sínu. Á þessu hefur auðvitað borið nokkuð, en þó ekki meira en svo, að segja má, að félagslífið hafi verið f jölbreytt og staðið í góðum blóma. Sá þáttur félagslífsins, sem tvímæla- laust mestur áhugi ríkti á, voru dansskemmt- anirnar. Fimm miklir dansleikir voru haldnir á vetrinum, árshátíðir Fjölnis og Framtíðar- innar, jólagleðin, sem var haldin í vikunni milli jóla og nýárs, grímudansleikurinn, sem var haldinn á sprengikvöld, og loks aðaldans- leikur skólans. Dansæfingar voru haldnar all- oft og auk þess nokkur kynningarkvöld nem- enda og kennara. Málfundafélögin tvö, Fjölnir, félag gagn- fræðadeildarnemenda, og Framtíðin, félag lærdómsdeildarnemenda, störfuðu svo sem undanfarin ár, fundir þetta hálfsmáriaðarlega eða mánaðarlega, en fleiri fundir munu þó hafa verið haldnir í Fjölni og þeir betur sótt- ir og þá betur af piltum en stúlkum. Yfirleitt er það nokkur ljóður á félagslífinu, hve stúlk- ur sækja slælega skólasamkomur nema dans- leikina, og verður ekki komist hjá að kenna þar að nokkru leyti um því fyrirkomulagi, að stúlkurnar sitja sér í bekkjum og hafa þannig fá áhugamál sameiginleg með piltunum. — Veturinn 1944—’45 var keyptur til Hallgrímur LúGvigsson. skólans mikill og vandaður radiogrammofónn. I tilefni af komu hans var stofnaður í skólanum Tónlistarklúbbur, sem síðanhefur gengiztfyr- ir allmörgum tónlistarkvöldum, þar sem leikin hefur verið sígild tónlist. Aðsókn og áhugi á þessum kvöldum var mikill. Nokkrum sinn- um hafa verið fengnir til sérfróðir menn að útskýra fyrir nemendunum tónverkin. Að áliðnum síðastliðnum vetri var svo stofnaður í skólanum jassklúbbur fyrir unnendur þeirr- ar tónlistar. Hefur hann haldið nokkur skemmtikvöld við góða aðsókn. — Mikill áhugi ríkti fyrir tafli, og e ru margir góðir taflmenn i skólanum. Var háð taflkeppni milli bekkja, og varð hlutskarp- astur 5. bekkur. Einn af kennurum skólans, Magnús Jónsson, háði nokkrum sinnum fjöl- skákir við nemendur, og varð þar harður at- gangur, en Magnús oftast hlutskarpari. — Af öðrum samtökum innan skólans má nefna Bridgeklúbb, Aðalsmannafélagið svo- nefnda og íþróttafélag. Meðlimir Aðals- mannafélagsins, sem voru 17 að tölu og flest- ir úr 4. bekk, lögðu stund á bókmenntir og aðrar fagrar listir. SKÓLABLAÐIÐ 21

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.