Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.10.1946, Qupperneq 27

Skólablaðið - 01.10.1946, Qupperneq 27
Tóta er fremur lagleg stúlka, rauðhæró, með brún augu, í grænum kjól og er með illa burstaðar tennur. Þeir mæna báðir rannsakandi á hana. „Ertu gömul,“ spyr Boli. „Nei.“ „Hversu gömul?“ spyr Snabbi. „Bráðum tuttugu.“ „Hvenær?“ „Eftir þrjú ár.“ Þeir koma auga á þjón og panta nokkrar flöskur af Valash. Að lítilli stund liðinni kem- ur þjóninn með flöskurnar. „Hvað kostar það?“ spyr Snabbi, sem held- ur á allstórum búnka af samanvöðluðum seðlum í hendinni. „Tvo,“ svarar þjónninn. Snabbi greiðir úr flækjunni og réttir hon- um tvo tíu króna seðla án þess að líta á hann. Því næst dregur hann upp úr vasanum heljarmikla pottflösku og segir við Tótu: „Má ég bjóða fraukunni snafs?“ Án þess að bíða eftir svari, hellir hann í glas og segir henni að gjöra svo vel. „Það er klassískt, menntað að gretta sig. Bætir líka bragðið,“ segir hann eins og til skýringar, þegar hann fær sér fyrsta sopann og grettir sig. „Einhvern tíma fyrir ævalöngu sagði einhver: ég hef verið ástfanginn, ég hef verið skuldum vafinn, ég hef drukkið, ég veit ekki hve mörg ár. Hví skyldi ég þá ekki, ég, sem er aðeins ungur, slá út fimm hundruð krónur, verða skuldum vafinn, drukkinn, já og ástfanginn,“ segir Snabbi og horfir með sínum beztu come-to-me-augum á Tótu. En úr augum hennar skín aðeins augljóst áhugaleysi. Snabba finnst þetta skrítið. Hann þóttist vita, að hún væri hrifin af honum. Eða hafði hið hrífandi augnaráð hans alveg firrt hana ráði og rænu? Harla ólík- legt! Tóbaksreykurinn gusast í smáskömmtum upp frá hverju borði, safnast í mekki, sem svífa um allan salinn, mætast og renna sam- an, verða eitt. Brátt er salurinn orðinn eitt reykský. I miðju þessa eiturskýs dansar hinn tryllti, Ölvaði hópur unglinga eins og skelfd hjörð í þoku. Á hljómsveitinni, sem enn hamrar á leik- sviðinu, hefur orðið breyting. I stað harmó- nikuleikarans, sem hefur ofreynt sig, er kominn ungur, nauðasköllóttur Svíi, en hann reynir krafta sína á fornfálegri slaghörpu. Hinn sívaxandi hávaði, reykur og ekki sízt vínið hafa svifið svo ört á Snabba, að hann er orðinn þétt-kenndur. Boli, aftur á móti, situr steinhljóður og mænir á Tótu, en hún virðist eigi veita því athygli. Snabbi horfir beint á dansandi fólkið. Það er eins og hann horfi í gegn um það, á eitt- hvað hinu megin, eitthvað við hinn vegginn. Nei, Snabbi er að hugsa. Hann á við vanda- mál að etja, og það er engu líkara, en allar hans hugsanir endurspeglist í andliti hans. Óljósar svipbreytingar koma í ljós. Smám saman taka þær á sig fastari mynd. Sorg, gleði, ást og alvara. Svipir hans virð- ast tákna þetta. Þeir verða reglubundnir. Og brátt virðist alvaran ná yfirhöndinni, en það kostar átök. Um stund er eins og allt renni saman og útkoman líkist grátandi manni, en skyndilega linast allir vöðvar í andliti Snabba. Drykklanga stund situr hann þannig sem dauðadrukkinn. Svo rofar til. 1 ljós kemur hinn eðlilegi Snabbi, hinn alvar- legi Snabbi. Hann horfir hugsandi á Bola og segir svo: „Eitt sinn sagði Voltaire, að ef enginn guð væri til, væri nauðsynlegt að búa hann til. Eins segi ég. Þar sem við í sumar höfum ekkert göfugt markmið að keppa að, engu helgu starfi að sinna, er nauðsynlegt að búa það til. Köllun vor er háleit. Hún hrópar á vort andlega þrek og þolinmæði og umfram allt manngæzku. Hún mun krefjast fórnfýsi út í yztu æsar. Eigingirni er fordæmdur hlutur og síðast og ekki sízt verðum við að eiga til að bera gáfur í meira en meðallagi.“ Enn horfir hann hugsandi á Bola, og nú bregður fyrir efasemi í svip hans. „Og hver er þessi háleita köllun vor?“ spyr Boli þolinmóður. SKÓLABLA&IÐ 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.