Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Síða 32

Skólablaðið - 01.10.1946, Síða 32
anum hefur verið sett. Honum var nú skipt í tvær deildir, þriggja ára gagnfræðadeild og þriggja ára lærdómsdeild og var nú ekki lengur ,,lærður“, heldur ,,almennur“. Kennsla í grísku var með öllu afnumin, en í latínu minnkuð stórum; var hún aðeins kennd í lærdómsdeild. Nokkura uppbót fyrir grísku átti ný grein, fornaldarfræði, að veita. En með henni átti að gefa nemendum hugmynd um grískar bókmenntir, listir og vísindi. En af því að engin einkunn var gefin í greininni, kom hún ekki að tilætluðum notum. Var hún afnumin 1929. Önnur ný grein, hannyrð og smíðar, var tekin upp í gagnfræðadeild og kennd til 1921. Ýmsir höfðu búizt við því, að gagnfræða- deildin mundi draga úr stúdentaviðkomunni, margir mundu hætta að gagnfræðaprófi loknu. Sú varð þó ekki raun á: Af 248 t. d., sem luku gagnfræðaprófi á árunum 1907— ’16, héldu 232 áfram, 16 hættu! Og aðsóknin að gagnfræðadeild var svo mikil, að 1928 var hún takmörkuð stórkostlega, eins og kunnugt er. Áður var sagt, að tvisvar hefði staðið áratugs rimma um skólann á Alþingi. Síðari rimman hófst 1918 og stóð til 1930. Á Alþingi 1918 bar Bjarni frá Vogi fram tillögu um að rannsaka, hvort ekki væri réttara að breyta skólanum í fyrra horf, í 6 ára óskipt- an skóla, og skipta honum í máladeild og stærðfræðideild. Við síðari óskinni varð stjórnin árið eftir, þegar stofnuð var stærð- fræðideild, hliðstæð máladeild. En um fyrri liðinn verða þingmenn ekki sammála. Loks varð það að samkomulagi á þingunum 1929 og 1930, að skólinn skyldi vera fjögurra ára menntaskóli og skiptast í máladeild og stærð- fræðideild, en frumvarpið, sem um þetta f jallaði, var ekki afgreitt sem lög. Á Alþingi 1932 var þessi samþykkt svo endurtekin með þeirri viðbót, að starfrækt skyldi við skólann tveggja ára gagnfræðadeild með óskiptum bekkjum. Því næst fól stjórnin rektor og tveimur kennurum skólans að semja reglu- gerð í samræmi við frumvarpið. Þessi reglu- gerð var svo gefin út 1937. Af nýmælum í þessari reglugerð eru helzt, að latína skyldi einnig kennd í 4. bekk stærðfræðideildar, en stærðfræði aftur í 4. og 5. bekk mála- deildar. Þýzkukennsla skyldi hefjast í 3. bekk. — Á síðastliðnu vori samþykkti Alþingi frum- varp til laga um menntaskóla. Samkvæmt því er gagnfræðadeildin alveg skilin frá skólanum. Inntökupróf verður ekki í skólan- um, en inngöngu fá þeir, sem staðizt hafa landspróf þriggja ára miðskóla með nánar tiltekinni lágmarkseinkunn. — Nemendatalan hefur verið ákaflega mis- jöfn í þessi 100 ár. Lægst komst hún vetur- inn 1862—’63, niður í 30 nemendur. Hæst komst hún síðastliðinn vetur, rúmlega 360. Um tíma voru fengnar á leigu stofur í Iðnó handa nokkrum bekkjum gagnfræðadeildar; upp frá þeim spratt núverandi Gagnfræða- skóli Reykvíkinga. — Árið 1886 fengu stúlk- ur jafnan rétt við pilta til þess að sækja skól- ann. En á árunum 1886 til 1904 voru aðeins 3 stúlkur í skólanum, og af þeim tók aðeins 1 próf. Árið 1904—’5 var 1 stúlka í skólan- um (Laufey Valdimarsdóttir), 1909—'10 12, en árið 1945—’46 voru þær 113! Tala útskrifaðra stúdenta á tímabilinu fyrir 1904 hleypur á 10 til 20; árið 1868 út- skrifaðist enginn, eitt árið 1. Eftir 1904 fjölg- ar þeim, árið 1920 eru þeir 24, 1930 51, en árið 1946 83. Kennarar skólans voru framan af 5, en komust upp í 14 um aldamót; 1944—’45 voru þeir 23. Út í sögu einstakra námsgreina er ekki hægt að fara hér. Örlög þeirra hafa verið ærið misjöfn, sumar hafa stórum aukizt, úr öðrum mjög dregið, sumar hafa með öllu horfið (gríska, hebreska), aðrar verið kennd- ar um tíma (smíðar, fornaldarfræði, skrift). Fyrir 1904 var notaður Örstedstiginn. Reglugerðin 1904 ákvað einkunnirnar 0—8. Mátti fá 0 í 1 grein, en tvö 0 felldu. Kom sér vel fyrir suma að mega fá 0, t. d. í stærð- fræði! 1923—1937 var Örsted-stiginn aftur tekinn upp, en eftir 1937 hefur gilt einkunna- stigi sá, sem við notum nú. — Á liðnum 100 árum hefur á ýmsu oltið um hag skólans. En það er eftirtektarvert, að 30 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.