Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.10.1946, Qupperneq 38

Skólablaðið - 01.10.1946, Qupperneq 38
Hver verður framtíð þeirra? — Myndin er af fjölmennasta kvennabekk, sem setið hefur í skólanum, 3. bekk A, veturinn 1945—’46. I honum voru 27 námsmeyjar. þessarar stúlku aðeins böggull, sem fylgir skammrifi. Og hvernig stendur á því, að við gerum gys að þeim, sem nenna að lesa, köll- um þá kúrista og teljum þá eiginlega ekki vera með réttu ráði? Ættum við ekki heldur að bera virðingu fyrir þeim, sem stunda nám- ið af kappi, rétt eins og við berum virðingu fyrir þeim, sem eru natnir við vinnu sína, hver sem hún er? Námið er vinna og ekkert annað, og úr því að við erum að þessu á ann- að borð, ber okkur að stunda það vel eða að minnsta kosti sæmilega. Auðvitað er heimska af okkur að fórna okkur svo fyrir námið, að við gleymum því, að við erum ungar mann- eskjur og eigum heimtingu á að skemmta okkur og gleðjast. Það er alveg ámóta heimskulegt og að vera gatisti. Reynið að rata meðalhófið og vera hvorki kúristar né gatistar. Einu sinni sagði Menntaskólastúlka, sem var orðin leið á latínugrammatík, sem svo: ,,Æ, ég er að hugsa um að hætta í þessum skóla og læra eitthvað, sem meira vit er í!“ Frænka hennar hastaði á hana og sagði með þjósti: „Góða bezta, þú mátt ekki hætta að læra, ég er búin að kaupa rammann utan um myndina af þér með húfuna. Það er svo prýðilegt fyrir þig að verða stúdent, þá get- urðu fengið ágæta skrifstofu-atvinnu, þangað til hitt kemur.“ Þið skiljið, að hún átti við hjónabandið. Slíkar eru hugsjónir frænkunn- ar: skrifstofu-hjónaband. Finnst ykkur ekki, að hún hafi lítið hugmyndaflug ? Hér á landi starfar kvenréttindafélag, sem berst fyrir jafnrétti karla og kvenna á öll- um sviðum. Við vitum, að kvenréttindahreyf- ingunni hefur orðið ákaflega mikið ágengt á síðustu áratugum. Árið 1915 fengu íslenzk- ar konur kosningarétt og kjörgengi, nú eiga konur aðgang að öllum menntastofnunum (jafnt bændaskólum sem húsmæðraskólum), og núna alveg nýlega eru konur farnar að fá jafnmikið kaup og karlmenn fyrir síldar- söltun. I blaðinu „Melkorka“ frá maí 1946 er grein, sem heitir: „Hvað verða margar konur í þeim hóp?“ Þar er skýrt frá áætlun 36 SKÓLABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.