SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Side 32

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Side 32
32 17. janúar 2010 H vernig manngerð er Sher- lock Holmes? Þær milljónir lesenda sem hafa lesið bæk- ur Sir Arthur Conan Doyle (1859-1930) um snilldarleynilögguna, sem er reyndar engin leynilögga heldur enskur herramaður, hafa vísast flestir gert sér ákveðna hugmynd um hvers konar náungi Holmes sé. Hann hefur líka þegar verið túlkaður í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum byggðum á sögunum vinsælu. Nú er það enski kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritc- hie sem hefur spreytt sig á nýrri útgáfu þar sem svartigaldur og hnefaleikar blandast séntilmennskunni sem ein- kennir Holmes og vin hans Watson sem er læknir eins og Doyle og sögumaður bókanna. Á blaðamannafundi í London þar sem myndin var kynnt heimspressunni sagði Ritchie að hann hefði reyndar aldrei séð neina af þessum eldri myndum. Sem krakki hefði hann hrifist af sjálfum bók- unum og hann hefði alltaf haft sterklega á tilfinningunni hvernig náungi Holmes væri. Ritchie tekur djarflega á efninu. Í stað þess að kvikmynda einhverja bóka Conan Doyle býr hann til sína eigin sögu, byggða á manngerðunum Hol- mes og Watson og söguumhverfi bók- anna. Viktoríutíminn, kenndur við Vikt- oríu drottningu sem var við völd mestalla 19. öldina leikur stjörnu- hlutverk með spírandi tækninýj- ungum, krám, iðandi mannlífi og hnefaleikum. Saman við er blandað nútímalegri tónlist sem hamrar hraðan takt myndarinnar. Útkoman er kvikmynd sem breskir gagnrýnendur ýmist hafa haft stórlega gaman af sem nýstárlegri end- urtúlkun Holmes-sagna eða segja hið mesta sull þar sem Ritchie viti ekki hvort hann sé að búa til spennumynd eða gamanmynd. En Ritchie lætur sér líklega fátt um finnast – hann ætlaði bara að búa til nútímalega og kröftuga mynd. Þetta er fyrsta fjölskylduvæna mynd hans, ekki bönnuð börnum. Slagsmál einkenna allar myndir hans en hér eru þau listrænni en í sígildu Ritc- hie-myndinni „Lock, Stock and Barrel.“ Með Chaplin í bakgrunninum Hressilegur nútímabragur birtist í val- inu á Sherlock Holmes sem er leikinn af Robert Downey, þekktum fyrir leik sinn í mynd Richard Attenborough frá 1992 um Chaplin og nú síðast aðalhlutverkið í „Iron Man.“ Holmes í túlkun Downey er bæði ærslafullur og hnyttinn. Eftir að hafa fylgst með frammistöðu Downey á blaðamannafundinum vaknar sú tilfinn- ing með manni að annaðhvort hafi hann enn verið í Holmes-viðmótinu eða að hann hafi mótað Holmes í eigin mynd. Um leið og Downey gekk á sviðið ásamt Ritchie, Jude Law, sem leikur Watson og Kelly Reilly sem leikur Mary konuefni Watsons, var Downey eins og sprellikarl, spaugandi í allar áttir og með látbragðsleik. En kannski er það Chaplin sem hefur mótað Downey. Downey er reyndar sláandi líkur hinum unga Chaplin og Chaplin-myndin gerði hann að stjörnu á sínum tíma. Líkt og í myndinni er Jude Law jafn rólegur og það er mikill grallaragangur í Downey. Á blaðamannafundinum hvorki datt af honum né draup, hann svaraði spurningum sem var beint til hans en andstætt Downey gerði hann ekkert til að draga að sér athyglina. Watson í túlkun Law er jafn jarðbund- inn og Downey er á lofti en um leið er hann nokkurs konar verndarengill Hol- mes. Law er ekki maður sem maður tæki eftir úti á næstu krá hér í London, er reyndar einn í drjúgum hópi frægra enskra leikara sem kjósa frekar að búa í Bandaríkjunum en heimalandinu. Skálkar og skúmaskot í London Holmes-saga Ritchie er sagan um bar- áttu góðs og ills. Vondi kallinn er ekki prófessor Moriarty eins og í sögum Con- an Doyles heldur Blackwood sem Mark Strong leikur mjög leikandi. Strong er hinn fæddi illmennaleikari, sagðist á Ein af ráðgátum Holmes, af hverju rauði dregillinn varð grænn í London. Guy Ritchie mættur. Guy Ritchie með syni sínum Rocco á frumsýningu í New York. Erkienglendingarnir Sherlock Kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie spreytir sig á erkihetjunni Sherlock Holmes í nýjustu mynd sinni en býr til nýja sögu inn í heim Holmes. Sunnudagsmogginn átti fulltrúa á blaðamanna- fundi um myndina. Sigrún Davíðsdóttir Jude Law er ólíkur forverum sínum í hlutverki Watsons. Reuters Breska leik- konan Kelly Reilley á frumsýningu við Leicester- torgið í London.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.