SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 32
32 17. janúar 2010 H vernig manngerð er Sher- lock Holmes? Þær milljónir lesenda sem hafa lesið bæk- ur Sir Arthur Conan Doyle (1859-1930) um snilldarleynilögguna, sem er reyndar engin leynilögga heldur enskur herramaður, hafa vísast flestir gert sér ákveðna hugmynd um hvers konar náungi Holmes sé. Hann hefur líka þegar verið túlkaður í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum byggðum á sögunum vinsælu. Nú er það enski kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritc- hie sem hefur spreytt sig á nýrri útgáfu þar sem svartigaldur og hnefaleikar blandast séntilmennskunni sem ein- kennir Holmes og vin hans Watson sem er læknir eins og Doyle og sögumaður bókanna. Á blaðamannafundi í London þar sem myndin var kynnt heimspressunni sagði Ritchie að hann hefði reyndar aldrei séð neina af þessum eldri myndum. Sem krakki hefði hann hrifist af sjálfum bók- unum og hann hefði alltaf haft sterklega á tilfinningunni hvernig náungi Holmes væri. Ritchie tekur djarflega á efninu. Í stað þess að kvikmynda einhverja bóka Conan Doyle býr hann til sína eigin sögu, byggða á manngerðunum Hol- mes og Watson og söguumhverfi bók- anna. Viktoríutíminn, kenndur við Vikt- oríu drottningu sem var við völd mestalla 19. öldina leikur stjörnu- hlutverk með spírandi tækninýj- ungum, krám, iðandi mannlífi og hnefaleikum. Saman við er blandað nútímalegri tónlist sem hamrar hraðan takt myndarinnar. Útkoman er kvikmynd sem breskir gagnrýnendur ýmist hafa haft stórlega gaman af sem nýstárlegri end- urtúlkun Holmes-sagna eða segja hið mesta sull þar sem Ritchie viti ekki hvort hann sé að búa til spennumynd eða gamanmynd. En Ritchie lætur sér líklega fátt um finnast – hann ætlaði bara að búa til nútímalega og kröftuga mynd. Þetta er fyrsta fjölskylduvæna mynd hans, ekki bönnuð börnum. Slagsmál einkenna allar myndir hans en hér eru þau listrænni en í sígildu Ritc- hie-myndinni „Lock, Stock and Barrel.“ Með Chaplin í bakgrunninum Hressilegur nútímabragur birtist í val- inu á Sherlock Holmes sem er leikinn af Robert Downey, þekktum fyrir leik sinn í mynd Richard Attenborough frá 1992 um Chaplin og nú síðast aðalhlutverkið í „Iron Man.“ Holmes í túlkun Downey er bæði ærslafullur og hnyttinn. Eftir að hafa fylgst með frammistöðu Downey á blaðamannafundinum vaknar sú tilfinn- ing með manni að annaðhvort hafi hann enn verið í Holmes-viðmótinu eða að hann hafi mótað Holmes í eigin mynd. Um leið og Downey gekk á sviðið ásamt Ritchie, Jude Law, sem leikur Watson og Kelly Reilly sem leikur Mary konuefni Watsons, var Downey eins og sprellikarl, spaugandi í allar áttir og með látbragðsleik. En kannski er það Chaplin sem hefur mótað Downey. Downey er reyndar sláandi líkur hinum unga Chaplin og Chaplin-myndin gerði hann að stjörnu á sínum tíma. Líkt og í myndinni er Jude Law jafn rólegur og það er mikill grallaragangur í Downey. Á blaðamannafundinum hvorki datt af honum né draup, hann svaraði spurningum sem var beint til hans en andstætt Downey gerði hann ekkert til að draga að sér athyglina. Watson í túlkun Law er jafn jarðbund- inn og Downey er á lofti en um leið er hann nokkurs konar verndarengill Hol- mes. Law er ekki maður sem maður tæki eftir úti á næstu krá hér í London, er reyndar einn í drjúgum hópi frægra enskra leikara sem kjósa frekar að búa í Bandaríkjunum en heimalandinu. Skálkar og skúmaskot í London Holmes-saga Ritchie er sagan um bar- áttu góðs og ills. Vondi kallinn er ekki prófessor Moriarty eins og í sögum Con- an Doyles heldur Blackwood sem Mark Strong leikur mjög leikandi. Strong er hinn fæddi illmennaleikari, sagðist á Ein af ráðgátum Holmes, af hverju rauði dregillinn varð grænn í London. Guy Ritchie mættur. Guy Ritchie með syni sínum Rocco á frumsýningu í New York. Erkienglendingarnir Sherlock Kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie spreytir sig á erkihetjunni Sherlock Holmes í nýjustu mynd sinni en býr til nýja sögu inn í heim Holmes. Sunnudagsmogginn átti fulltrúa á blaðamanna- fundi um myndina. Sigrún Davíðsdóttir Jude Law er ólíkur forverum sínum í hlutverki Watsons. Reuters Breska leik- konan Kelly Reilley á frumsýningu við Leicester- torgið í London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.