SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Side 12
12 24. janúar 2010
V
ið töldum í fyrstu að hún
væri samkynhneigð af því að
hún var alltaf svo skotin í
stelpum. Þegar hún var sex
ára sá hún þátt í sjónvarpinu þar sem
tvær konur voru að gifta sig og varð
mjög upptekin af því. Hún hafði svo
greinilega átt í miklum samræðum við
vini sína um þennan tiltekna þátt því
þegar hún kom heim úr skólanum
tveimur dögum seinna sagði hún hæst-
ánægð: „Mamma, þegar ég er orðin
stór get ég farið í aðgerð og fengið
typpi.“ Ég sagði bara: „Já, elskan mín.
Við skulum ræða þetta seinna.“ Svo
hugsaði ég: Æ hvað hún er mikil
strákastelpa,“ segir móðir unglings
sem hefur nýlega hafið ferlið að láta
leiðrétta kyn.
Fyrir fimmtán árum fékk ungt par
frumburð sinn í fangið, undurfallegt
stúlkubarn. Þau komu sér upp heimili
og eignuðust á næstu árum tvö önnur
börn, dreng og stúlku. Fyrir sjö árum
reif fjölskyldan upp ræturnar og flutt-
ist til Svíþjóðar. Elsta barnið þeirra,
fallega stúlkan, er nú myndarlegur
unglingsdrengur. Hann minnir einna
helst á yngri útgáfu af bandaríska leik-
aranum Matt Damon og ekki erfitt fyr-
ir hrifnæmar unglingsstúlkur að
heillast af honum. Móðirin kemur fram
undir nafnleysi vegna þess að hve ný-
byrjað ferlið er og hún hefur ekki enn
sagt öllum frá því hver staðan er. Eins
vill hún vernda barn sitt, því henni
hefur fundist sú litla umfjöllun sem
þessi minnihlutahópur hefur fengið
vera mjög neikvæð. Þegar hún ræðir
um barn sitt í fortíð talar hún um
dóttur sína en þegar hún ræðir um nú-
tíðina og framtíðina talar hún um son
sinn. Drengurinn er transgender eða
TS (sem stendur fyrir transsexual) eins
og það er kallað í Svíþjóð og notar
móðirin þá skammstöfun.
Strákur að innan og stelpa að utan
„Eftir að hún varð fimm ára hafði ég
ekki lengur neitt um það að segja
hvaða fötum hún klæddist og til
lengdar nennir maður ekki að eiga í
stríði við barn vegna klæðaburðar. Það
er til ein stelpuleg mynd af henni. Þá
er hún fjögurra ára með smáhár, í
skotapilsi og svörtum stígvélum. Það
hjálpaði síðan mikið til að hún var
mikið í íþróttum þannig að ég keypti
að mestu íþróttagalla sem gátu gengið
fyrir sama kynið. Rauður litur hefur
alltaf verið í lagi en bleikt hefur aldrei
verið inni,“ segir móðirin.
Þegar þau flytja til Svíþjóðar fer elsta
barnið í skóla þar sem innflytjendur
eru í meirihluta. Stelpurnar eru mjög
kvenlegar, allar með sítt dökkt hár,
klæddar kjólum. „Hún kemur inn í
þennan bekk ljóshærð með stutt hár og
alltaf í íþróttagalla og börnin spyrja
hana í sífellu hvort hún sé stelpa eða
strákur. Að lokum var hún farin að
svara: „Ég er bara bæði.“ Þegar hún
var búin að gera þetta ærið oft bað ég
hana að hætta þessu og segja krökk-
unum að hún væri stelpa en áttaði mig
ekki að á því að svona leið henni. Hún
Hann var
dóttir mín
Hann kvartaði lengi vel undan
því að stelpur kynnu ekki að
leika sér og töluðu bara saman.
Hann vildi vera í tölvuleikjum
eða úti í fótbolta. Hann hefur
aldrei átt neina samleið með
stelpum, enda er hann strákur
fæddur í röngum líkama.
Leiðrétting
á kyni
Texti: Signý
Gunnarsdóttir
Ljósmyndir: Golli