SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Qupperneq 13
24. janúar 2010 13
var bara hvort tveggja; strákur inni í
sér og stelpa að utan,“ segir móðirin. Í
þessum skóla tíðkaðist það að fara í
nærbuxum í sturtu eftir leikfimi vegna
trúarskoðana meirihluta nemenda. Það
hjálpaði barninu mikið sem fékk að
halda í þessa hefð þegar fjölskyldan
flutti og börnin skiptu um skóla.
Móðirin leiddi ekki hugann að því
fyrstu árin að hún ætti strák sem væri
fastur í líkama stelpu og segir: „Systir
mín og frænka voru mjög miklar
strákastelpur þegar þær voru börn og í
dag eru þær eins kvenlegar og hugsast
getur, alveg gífurlegar pæjur og í mik-
illi mótsögn við þær persónur sem þær
voru sem börn. Ég hugsaði því bara:
Já, já, hún er bara svona mikil strákas-
telpa og þetta breytist örugglega þegar
hún verður kynþroska. En það var nú
aldeilis ekki. Þá fyrst byrjaði mar-
tröðin.“
Grátið yfir þeim skelfilegu
örlögum að fá brjóst
Um tólf ára aldur kom ekki til greina
að fara í sund eða taka þátt í því sem
krafðist þess að börn þyrftu að fara í
búningsklefa og skipta um föt. Þá varð
fótboltinn fyrir valinu á sumrin en öll-
um vetraræfingum sleppt. „Ég sagði þá
að það væri ekki sanngjarnt gagnvart
hinum stelpunum í liðinu að vera bara
með þegar það er skemmtilegast en
áttaði mig ekki á því að hún var að
forðast það að mæta svo hún þyrfti
ekki að fara með þeim í sturtu,“ segir
móðirin
Þegar blæðingar byrjuðu fylgdu
óstöðvandi grátköst vegna þeirra
skelfilegu örlaga að þurfa að vera
stelpa, að þurfa að fá brjóst og að þurfa
að lifa. Móðirin reyndi í fyrstu að
sannfæra barnið um að svona væri
kynþroskinn og þetta væri bara tímabil
sem gengi yfir. „Það var mjög erfitt
fyrir hana að heyra að ég setti erf-
iðleika hennar undir visst tímabil.
Þegar við svo byrjuðum í fjöl-
skylduráðgjöf gat hún fyrst sagt mér
hversu mikið það hefði truflað hana.
Henni fannst ég vera að gera lítið úr
tilfinningum hennar því fyrir henni
var þetta óyfirstíganlegt vandamál,“
segir móðirin. Síðastliðið haust var
orðið verulega erfitt fyrir barnið að
sækja skólann og frá þeim tíma talar
móðirin alltaf um barnið sem son sinn
og segir: „Þegar maður er fjórtán ára
snýst lífið mikið um vini, kærustur og
kærasta og þegar hann byrjaði í skól-
anum kom upp sú spurning hjá honum
hver ætti að verða kærastan hans.
Hann væri ekki lesbía og hann langaði
ekki að vera með stelpu sem vildi vera
með stelpu því hann væri ekki stelpa.
Svo fannst honum svo gaman þegar
nýjar stelpur komu í skólann og urðu
skotnar í honum en þegar þær komust
að því að hann væri stelpa urðu þær
fyrir vonbrigðum af því að þær höfðu
verið skotnar í honum sem strák.
Höfnunin varð því gríðarleg í skól-
anum. Maður getur náttúrlega engan
veginn sett sig í þessi spor því þó að
maður hafi fengið höfnun í lífinu hefur
maður aldrei fengið höfnun fyrir kyn
sitt,“ segir móðirin.
Neyðarhróp á hjálp
Eftir þetta verða höfuðverkir og maga-
verkir nánast daglegt brauð og gengur
erfiðlega að sækja skólann vegna
kvíða. Í byrjun september kemur
neyðarhróp á hjálp. „Ég næ í hann hjá
vini sínum um kvöldið. Ég fæ mér að
borða og sest fyrir framan sjónvarpið
og hann fer beint inn í herbergið sitt.
Hann var búinn að vera að spjalla við
mig í bílnum og það hafði ekkert gerst
í skólanum þennan daginn og virtist
allt vera í lagi. Síðan kemur hann allt í
einu inn til mín og segir: „Mamma,
hvar er beittasti hnífurinn sem við eig-
um?“ Svo fer hann niður í eldhús og ég
sprett upp og hleyp á eftir honum. Þá
stendur hann í eldhúsinu með stærð-
arinnar kjöthníf, beinir honum að
maga sér og segir hágrátandi: „Mamma
ég vil ekki lifa, ekki stoppa mig, ekki
stoppa mig, ég vil ekki lifa svona leng-
ur, leyfðu mér bara deyja.“ Þarna kom
yfir mig einhver ótrúleg ró. Ég náði að
kalla á manninn minn. Hann kom inn í
eldhús og miðjudrengurinn líka því
lætin fóru auðvitað ekkert framhjá
Morgunblaðið/Golli
’
Þegar blæðingar byrjuðu fylgdu óstöðv-
andi grátköst vegna þeirra skelfilegu
örlaga að þurfa að vera stelpa, að þurfa
að fá brjóst og að þurfa að lifa.“