SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Side 19

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Side 19
24. janúar 2010 19 rekaskrá sjóðsins á Haítí myndi fylla mörg bindi af rituðu máli. Kjarni málsins er þessi: Skuldsetning Haítís hefur verið tæki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að hrinda efna- hagsáformum sínum í framkvæmd og niðurstaða þeirrar framkvæmdar er 70% atvinnuleysi og mesta fátækt á vesturhveli jarðar, eins og margoft hefur verið tíundað í fjölmiðlum undanfarna daga. Fjölmiðlar hafa hins vegar verið þögulir um þátt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skuld- bindingu alþjóðasamfélagsins í þessari fátækt. Fjölmiðl- arnir hafa fyrst og fremst einblínt á spillingu einstakra ráðamanna en þeir eru flestir afleiðing spillts kerfis þótt vissulega hafi þeir hver um sig valdið miklum skaða. Spillingin er hringrás: kerfi sem elur af sér spillta menn sem spilla því enn meir. Í umfjöllun ríkissjónvarpsins um Haítí var hvergi minnst á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þátt hans í eymd Haítís. Eitt lítið dæmi: Af ótta við svínaflensu létu Bandaríkjamenn slátra öllum svínum á Haítí en fluttu þess í stað inn til Haítís bandarísk svín frá Iowa og þurftu þessi bandarísku svín betra atlæti en meðal-Haítíbúi. Ro- nald Reagan sagði á sínum tíma að Sovétríkin væru „apa- kerfi“ – if they want to keep their monkeysystem … – og hafði nokkuð til síns máls. Nú er spurning hvort Banda- ríkin hafi ekki tekið við þessu apahlutverki, undir leið- sögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, með menn eins og Mark Flanagan og excel-skjölin hans í farteskinu. Árið 1915 lenda Haítíbúar í klóm Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn endurskipulögðu allt þjóðfélagskerfið eftir sínu höfði og áður en þeir hurfu með her sinn úr landi árið 1934 höfðu þeir þjálfað upp herlið sem hélt landinu í heljargreipum. Ég ætla að hlaupa yfir einræð- isherrana Papa Doc og Baby Doc, en um miðjan níunda áratuginn leiddi ólgan í landinu prestinn Aristide til valda. Hann hafði messað í fátækrahverfum og varð brátt þyrnir í augum yfirstéttarinnar. Hann naut hylli almenn- ings, fékk 67% atkvæða í kosningum, en honum voru takmörk sett. Sá sem hefur hæfileika til sjá samlíkingar og samsvaranir kemst ekki hjá því að hugsa að staða Aristide og staða íslensku ríkisstjórnarinnar er ekki alveg óskyld. Það sem Steingrímur J. og Jóhanna eiga sameiginlegt með Aristide – og takið eftir, hér er á ferðinni líking – er ein- mitt þetta, að umbótaviljanum eru takmörk sett og þessi takmörk helgast af skuldsetningunni. En Aristide sagði: „Það er betra að hafa rangt fyrir sér með þjóðinni en rétt fyrir sér gegn þjóðinni.“ Aristide var kosinn til að breyta miklu og hann vildi breyta en hann gat ekki breytt nema í mjög smáum stíl. Yfirstéttin á Haítí og Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn sáu til þess. En hvað fól stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í sér á Haítí? Lækkun launa, einkavæðingu opinbera geirans, endurskipulagningu á framleiðslu og niðurfellingu inn- flutningsgjalda. Það verður ábyggilega ekki erfitt fyrir Flanagan og félaga að telja forystusveit Samfylkingarinnar á að fella niður innflutningsgjöld og tolla en fyrir því hefur hún barist ásamt hérlendum loftbólukapítalistum og gjarnan hætt þá og spottað sem vilja styrkja innlendar framleiðslugreinar. Í Haítí voru innflutningsgjöld á hrís- grjón lækkuð úr 50% niður í 3%. Niðurgreidd hrísgrjón flæddu inn í landið og innflutningur á þeim jókst úr 7.000 tonnum í 220.000 tonn. Svipað var með alifuglafram- leiðslu og kornframleiðslu. Laun hafa verið þau lægstu í heimsálfunni, enda verkalýðsfélög nánast bönnuð. Fyr- irtæki eins og Kmart og Walt Disney borga 11 sent á tím- ann fyrir að sauma náttföt og stuttermaboli og stór fyr- irtæki sem koma til landsins njóta undanþágu frá sköttum í allt að fimmtán ár. Kannast einhver við boðskapinn? Þegar sykurverksmiðja var einkavædd var kaupandinn fjölskylda sem beið ekki boðanna og lokaði henni og flutti inn sykur frá Bandaríkjunum. Hveitiverksmiðja var einkavædd að boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og seld á níu milljónir dollara en sama ár skilaði hún hagnaði upp á 25 milljónir dollara. Er ekkert sem hljómar kunnuglega í þessu ferli? Já, margt af þessu hljómar afar kunnuglega þótt hér gerist hlutirnir við önnur skilyrði, í öðru samhengi. Ég heyrði þann ágæta mann Þorvald Gylfason líkja Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum við flugbjörgunarsveit. Hljómar það ekki eins og að líkja mafíunni við mæðrastyrksnefnd? Þetta segi ég í ljósi sögu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Að- gerðir hans á Haítí tala sínu máli. Samt ætla ég ekkert að fullyrða meira en ég veit. Ég veit ekki hver stefna Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins er í smáatriðum eða hvernig framkvæmd hennar verður á Íslandi. Margt bendir til að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skoði landið einungis sem reikningsdæmi þar sem jafnvægi þurfi að nást í rík- isfjármálum. Þannig litu áætlanir þeirra út, hvernig snúa mætti skuldastöðunni við með afkastamikilli framleiðslu og gjörnýtingu orkulinda samfara niðurskurði opinberra útgjalda og hækkun skatta. Hið félagslega fjöregg þjóð- arinnar, velferðarkerfið, er að veði. Það sem vert er að benda á er þetta: Nú kann að vera hægt að semja um skuldir, sem sé, við getum lýst því yfir að við ætlum að borga skuldir okkar en að þetta séu skuldir sem almenn- ingur hefur ekki stofnað til nema að litlu leyti, og auk þess svo miklar að það er vafaatriði hvort við ráðum við þær. Því viljum við hafa tillögurétt um greiðsluskilmála. Ég nefni þetta vegna þess að eftir að stefnu Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins hefur verið hrint í framkvæmd er ekki víst að það verði um nokkuð að semja. Ég er engan veginn að fullyrða að þetta verði endanleg niðurstaða, bara að þetta er staðan í hnotskurn og um þetta verðum við að hugsa. Vandamál Haítíbúa hefur alla tíð verið það að yfirstétt landsins og stjórnvöld hafa flækt það í svo flókið net alþjóðlegra skuldbindinga í gegnum skuldsetningu að engin leið hefur verið fyrir íbúana að brjóta þetta vald á bak aftur. Byltingin á Haítí. Einar Már spyr í grein sinni hvaða lærdóm við Íslendingar getum dregið af sögu Haítí. „Auðvitað munu spekingarnir rísa upp hver um annan þveran og segja: Þetta er ekki sambærilegt. Síðan munu þeir ekkert útskýra hvað sé ekki sambærilegt. En sem sé; að taka lán fyrir skuld og semja svo um greiðslu lánsins á forsendum lánardrottinsins; það er hið sambærilega, hin pólitíska og sögulega samsvörun.“ Korngörðum 2 | Sími 525 7000 | www.eimskip.is || Óskum íslenska landsliðinu velgengni á EM í handbolta. Eimskip styður við bakið á strákunum okkar. FULLA FERÐ ÁFRAM

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.