SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Page 20

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Page 20
20 24. janúar 2010 Þ að liggur vel á Jóni Gnarr þegar við hittumst í anddyri Grand hótels. Hann segir blaðamanni frá skoðanakönnun sem hann svaraði fyrr um daginn, þar sem hann var spurður hvað hann kysi í komandi borgarstjórnarkosningum. „Besta flokk- inn,“ svaraði hann. „Og hvaða flokkur er það?“ spurði spyrillinn ráðvilltur. „Besti flokkurinn! Hann heitir það.“ Það er nefnilega það. Jón Gnarr ætlar að bjóða lista í næstu borgarstjórnarkosningum. Það er ekkert grín, þó að það sé grín. „Ég held að fólk átti sig fyrr en ég fæ listann samþykktan af kjörstjórn,“ segir hann alvörugefinn, „en ég er kominn með bankanúmer, kennitölu og skráð félag um rekstur á stjórnmálaflokki, Besta flokknum. Það er komið töluvert af fólki á listann, eins og sést á heimasíðunni. Þetta er þungavigt- arframboð og ég held að við eigum eftir að sópa að okkur atkvæðum.“ – Þú áttar þig á því, að þú gætir náð sæti í borgarstjórn? „Já, já, en ég veit ekki alveg hvað ég ætla að gera þar,“ segir hann. „Mig lang- ar að vera borgarstjóri. En þetta er svo- lítið utandeildar og ég er að vinna mig upp. Síðan liggur leiðin á Alþingi. Fram- boðið núna er eins og að spila í ut- andeildinni og æfa sig aðeins. En mér skilst að borgin eigi mjög flottan sum- arbústað upp við Úlfljótsvatn, mér fynd- ist gott að fara þangað og slaka aðeins á. Ég vona að kommúnistarnir verði ekki búnir að koma á einhverju gjaldi fyrir það.“ – Þú gætir kannski orðið oddamaður? „Það hafa furðulegri menn en ég orðið það! Ég er ekki furðulegasti maðurinn sem hefur verið þarna. Ég held að ég yrði ekki slæmur borgarstjóri. Ég yrði góður borgarstjóri, miklu skemmtilegri en Davíð Oddsson og miklu klikkaðri en þarna hinn, sem ég man aldrei hvað heitir.“ Borgarstjórnin bara stökkpallur – Hvernig valdirðu fólk á listann? „Ég valdi fólk sem ég þekki af góðu og treysti,“ segir hann og bleytir í tepok- anum. „Ég reyndi að sneiða hjá öllum vitleysingum og... Hann hikar. „Já, og svona fólki sem er... æ, hvernig á að út- skýra það, vitleysingar og „wannabís“; ég valdi bara fólk sem er gáfað og vel gert og ég treysti. Þannig að þetta er allt besta fólk. Og besti flokkurinn.“ – Sögðu einhverjir nei? „Já, Ragnar Bragason leikstjóri. Hann hugsaði málið og ákvað að segja nei, vegna þess að hann vill ekki skipta sér af stjórnmálum.“ – Þú ert ákveðinn í að fara á þing? „Ég stefni að því að komast á Alþingi, borgarstjórnin er bara stökkpallur – ég verð að hafa eitthvað að gera þangað til. Mig langar að verða menntamálaráð- herra og taka RÚV í gegn. Og til þess mun ég gera Sigurjón Kjartansson að út- varpsstjóra, þannig að Ríkissjónvarpið fari loksins að sinna hlutverki sínu, en ekki að éta sjálft það, sem það á að gefa okkur – að við förum að nota þetta tæki til að skapa heimildir um samtíma okkar og menningu. Forsendur þessarar stofn- unar eru þær að hún sé sameiningarvett- vangur þjóðarinnar, íslenskrar menn- ingar, þar sem menningin er lifandi. Stofnunin stendur ekki undir því. Þetta er pólitískur möppudýrakastali, sem framleiðir lítið og lélegt leikið efni. Mér finnst það hræðilegt. Það er hryggilegt að þessi stofnun hafi bara fengið að vera svona, ófagleg og prump í áratugi, og að Frambjóðandinn Jón Gnarr í matsalnum við tónlistarhúsið sem rís á hafnarbakkanum. Í alvöru talað! Jón Gnarr býður sig fram undir merkjum Besta flokksins fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í vor. Hér fer hann yfir pólitíska sviðið, gagnrýnir Ríkissjónvarpið og ræðir vaktirnar, Bjarnfreðarson og nýju þættina. Viðtalið Texti: Pétur Blöndal Ljósmyndir: RAX

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.