SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Qupperneq 26

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Qupperneq 26
26 24. janúar 2010 E ftir rúma viku er ár liðið frá því að núverandi stjórnarflokkar mynduðu minnihlutastjórn undir forsæti Jóhönnu Sig- urðardóttur og með hlutleysi Framsókn- arflokks. Flokkarnir náðu svo meirihluta í þingkosningum í apríl og styrktu þar með samstarf sitt. Hvernig hefur til tekizt? Samningarnir við Breta og Hollendinga um Icesave eru meiri háttar mistök, mestu mistök, sem nokkur ríkisstjórn hefur gert í samskiptum við aðrar þjóðir í sögu lýðveldisins. Meginástæðan virðist vera sú, að stjórnarflokkarnir hafi ekki gert sér skýra grein fyrir því, að okkur ber engin skylda til skv. ákvæðum reglu- verks Evrópusambandsins og þar með aðildarríkja EES að veita ríkisábyrgð á greiðslum úr Tryggingarsjóði innistæðu- eigenda. Umsókn um aðild Íslands að Evrópu- sambandinu, sem samþykkt var á Alþingi sumarið 2009, er augljóslega andvana fædd. Annar stjórnarflokkurinn er and- vígur umsókninni, þótt hann hafi keypt stjórnarsamstarfið því verði að sam- þykkja hana. Meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðild og Icesave-málið á eftir að vekja margar spurningar í hugum aðild- arríkja ESB. En þar með er ekki sagt, að ríkisstjórn- inni hafi mistekizt allt, sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Bankahrunið opn- aði augu fólks fyrir því, að þau góðu lífs- kjör, sem við höfðum búið við fyrstu ár nýrrar aldar, voru á sandi byggð. Eitt mikilvægasta verkefnið í kjölfar hrunsins var að laga lífskjörin að veruleikanum í þjóðarbúskapnum. Það hefur ríkisstjórn- inni tekizt. Kjaraskerðingin er orðin mjög mikil. Fólk hefur ekki lengur efni á að endurnýja bílinn sinn á nokkurra ára fresti. Stór hluti þjóðarinnar hefur ekki efni á að fara til útlanda. Kostnaður við daglega neyzlu hefur stóraukizt, að ekki sé talað um þau vandamál, sem eru sam- fara húsnæðiskostnaði. Það hefur tekizt að framkvæma þessa kjaraskerðingu með svo skjótvirkum hætti vegna stórfelldrar lækkunar á gengi íslenzku krónunnar. Það var ekki sjálfgefið, að þetta tækist. Íslendingar hafa áður staðið frammi fyrir áföllum í efnahagsmálum, sem leitt hafa til verulegrar kjaraskerðingar. Oft hefur mikill órói á vinnumarkaði fylgt slíkri skerðingu lífskjara. Ekki núna. Þetta er þeim mun athyglisverðara vegna þess, að atvinnuleysi er mjög mikið og vaxandi. Hvað veldur því, að gífurlegri kjaraskerð- ingu og miklu atvinnuleysi hefur ekki fylgt meiri háttar spenna á vinnu- markaði? Engir útifundir verka- lýðsfélaga. Engar kröfugöngur. Engin mótmæli. Bara friður. Þó hafa laun lækkað verulega hjá einkafyrirtækjum og eitthvað hjá op- inberum aðilum. Yfirvinna felld niður. Skattar hækkaðir. Þessi friður er auðvitað mjög mikil- vægur á erfiðum tímum og hann er mesta afrek ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Ástæðan fyrir því, að svo vel hefur tekizt til í þessum efnum, blasir við. Fyrsta ríkisstjórnin á Íslandi, sem mynd- uð er af þeim flokkum, sem eiga sér rætur í sósíalískum og sósíaldemókratískum stjórnmálahreyfingum síðustu aldar, á hauka í horni innan verkalýðshreyfing- arinnar. Þeir hafa tekið þátt í því með rík- isstjórninni að framkvæma þessa kjara- skerðingu og að sjálfsögðu sýnt mikla ábyrgð með því. Ef Samfylking og Vinstri grænir hefðu verið utan ríkisstjórnar síðustu 12 mánuði væri ástandið annað. Þá hefðu þessir tveir flokkar ýtt undir óánægju meðal launa- fólks vegna kjaraskerðingarinnar og verkalýðshreyfingin undir forystu Gylfa Arnbjörnssonar gengið hart fram gegn stjórnvöldum. Er þá lærdómur síðustu 12 mánaða sá, að bezt sé að hafa vinstristjórn, þegar framkvæma þarf harkalega kjaraskerð- ingu? Þá gangi slík kjaraskerðing frið- samlega fyrir sig og verkalýðshreyfingin haldi að sér höndum? Það má færa rök fyrir því en á móti kemur þetta: Flokkarnir tveir virðast ekki geta kom- ið sér saman um neina stefnu í atvinnu- málum. Sjávarútvegurinn blómstrar að vísu vegna gengislækkunarinnar en við blasir að eins og stundum áður er leiðin út úr kreppunni uppbygging á orkufrekum iðnaði. Og þar er allt stopp vegna þess að stjórnarflokkarnir koma sér ekki saman. Niðurstaðan af samstarfi Samfylkingar og Vinstri grænna í eitt ár er því þessi: Stjórnarflokkarnir eru ósammála um að- ild að ESB. Vinstri grænir eru innbyrðis ósammála um Icesave. Stjórnarflokkarnir eru ósammála um uppbyggingu orku- freks iðnaðar. Stjórnarflokkarnir hafa hins vegar ver- ið sammála um að framkvæma mikla kjaraskerðingu og notið stuðnings verka- lýðshreyfingarinnar við það verk. Ég vil ekki gera lítið úr þeim árangri. Áður hefur ófriður á vinnumarkaði verið mesta vandamál ríkisstjórna við áþekkar að- stæður. En ástæðan fyrir því, að ekkert áþreif- anlegt hefur gerzt í atvinnuuppbyggingu á síðustu 12 mánuðum, er ekki að Icesave er óafgreitt heldur hitt, að stjórnarflokk- arnir koma sér ekki saman. Kannski finnst einhverjum kaldhæðn- islegt að það eina, sem vinstriflokkarnir geti komið sér saman um, sé mikil kjara- skerðing en það er eftir sem áður stað- reynd. Og þar stendur þjóðin föst og kemst ekkert áfram. Því miður eru engar líkur á að þetta breytist. Vinstri grænir gefa ekki eftir í andófi gegn orkufrekum iðnaði. Það stefnir í nýtt stríð í sjávarútvegi. Við horf- um fram á sjálfheldu í stjórnmálum. Sjálf- stæðisflokkur og Samfylking gætu náð saman um orkufrekan iðnað en ekki um aðild að ESB. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir geta náð saman um andstöðu við ESB en ekki um orkufrekan iðnað. Rökin fyrir því að stokka upp spilin eru sterk, hvað sem Icesave líður. Það þarf að stokka spilin Af innlendum vettvangi… Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is V erið svo vinsamlegir að skila ástarkveðju til fjölskyldu minnar og vina.“ Elskuleg orð frá ekki svo elskulegum manni en þetta voru skilaboðin sem rað- morðinginn, nauðgarinn og líkníðingurinn Ted Bundy bað böðla sína fyrir áður en hann settist í rafmagnsstól- inn á þessum degi fyrir 21 ári. Hann var 42 ára. Bundy er einn alræmdasti fjöldamorðinginn í sögu Bandaríkjanna en áætlað er að hann hafi myrt á fjórða tug kvenna á aldrinum 12 til 25 ára á árunum 1973 til 1978. Bundy var dæmdur fyrir mannrán árið 1975 en slapp í tvígang úr haldi áður en lögregla kom endanlega á hann böndum í febrúar 1978. Hann var dæmdur til dauða í febrúar 1980 fyrir morðið á hinni 12 ára gömlu Kimberly Leach tveimur árum áður. Athygli vakti að Bundy, sem var menntaður sálfræðingur, varði sig sjálfur. Hann bjó yfir ótvíræðum persónutöfrum og freistaði þess að öðlast samúð kviðdómsins. Það mis- tókst. Bundy hélt lengi vel fram sakleysi sínu en er nær leið efsta degi liðkaðist um málbeinið. Hann viðurkenndi á endanum að hafa orðið meira en þrjátíu konum að bana og gaf upplýsingar um ódæðisverkin. Talið er að með játningunum hafi Bundy verið að freista þess að kaupa sér aðeins meiri tíma í þessari tilveru. Upphaflega átti að taka hann af lífi í mars 1986, þannig að einhvern árangur hafa uppljóstranir hans borið. Sérfræðingar sem ræddu við Bundy meðan hann beið aftöku sinnar voru á einu máli um að hann hafi verið kaldrifjaður morðingi. Robert K. Ressler, starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, valdi orðið „skepna“ til að lýsa honum og furðaði sig á því hversu vel Bundy gekk að slá ryki í augu fjölmiðla. Lögreglumaðurinn Bob Keppel hafði sömu sögu að segja en Bundy játaði sum morðanna fyrir honum. Keppel sagði það hafa verið skelfilega lífsreynslu að ræða við Bundy enda hafi hann verið fæddur til að fremja morð. „Hann er með morð á heilanum,“ upplýsti hann eftir samtölin. Kvöldið áður en hann var líflátinn veitti Bundy sál- fræðingnum James Dobson viðtal, sem sá síðarnefndi hljóðritaði. Þar kom í fyrsta skipti fram að klám væri rótin að morðunum. Bundy fullyrti að gróft klám hefði örvandi áhrif á ofbeldishneigð sína og leiddi til hegð- unar sem væri of skelfileg til að hægt væri að lýsa henni með orðum. Bundy var þeirrar skoðunar að ábyrgð fjölmiðla væri mikil enda væri ofbeldi í fjölmiðlum, einkum kynferðislegt ofbeldi, til þess fallið að breyta saklausum drengjum í menn eins og sig. „Þið munuð drepa mig og þar með vernda samfélagið fyrir mér,“ sagði hann í viðtalinu við Dobson. „En það eru fjöl- margir aðrir en ég háðir klámi og þið eruð ekki að gera nokkurn skapaðan hlut í því.“ Þegar dauði Bundys var staðfestur í ríkisfangelsinu í Flórída að morgni 24. janúar 1989 brutust út fagn- aðarlæti meðal hundraða manna sem safnast höfðu saman fyrir utan fangelsið. Ted Bundy hélt áfram að láta að sér kveða eftir dauða sinn en nokkrir fangaverðir hafa fullyrt að vofa hans hafi lengi verið á stjákli í ríkisfangelsinu í Flórída. Oft- ast mun Bundy hafa setið brosandi út að eyrum í raf- magnsstólnum. Þegar menn reyndu að nálgast hann eða ávarpa hvarf hann eins og dögg fyrir sólu. Fyrir kom að vofan ávarpaði menn og tók hún sér þá jafnan sömu orðin í munn: „Ég skaut ykkur öllum ref fyrir rass, ekki satt?“ orri@mbl.is Rafmagni hleypt á rað- morðingja Á þessum degi 24. janúar 1989 Ted Bundy missir stjórn á skapi sínu við réttarhaldið. Mynd af Bundy þegar hann var fyrst tekinn höndum, 1975. ’ Bundy var þeirrar skoðunar að ábyrgð fjölmiðla væri mikil enda væri ofbeldi í fjölmiðlum, einkum kynferðislegt ofbeldi, til þess fallið að breyta saklausum drengjum í menn eins og sig.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.