SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Qupperneq 27
E
in ástæðan fyrir því að við náð-
um að komast svona fljótt á
staðinn var sú að flugstjórinn
lenti bara og beið ekkert eftir
lendingarleyfi. Hann dúndraði bara rell-
unni niður. Stundum getur borgað sig að
vera með nógu bilaðan flugmann. Við
reistum stiga við útgang flugvélarinnar og
komumst þannig út. Flugvélin var svo af-
fermd með handafli. Við sáum ekki svo
mikla eyðileggingu á flugvellinum en um
leið og við komum inn í borgina blöstu
hörmungarnar við okkur,“ segir Styrmir
Steingrímsson rústabjörgunarmaður um
fyrstu mínútur sveitarinnar á Haítí.
Styrmir segir að hann hafi haft á tilfinn-
ingunni í fyrstu að öll mannvirki væru
fallin og sú frétt að 80% húsa hefðu hrunið
væri örugglega ekki ýkjur. Til að byrja
með þurfti að koma skipulagi á starf
björgunarsveitarinnar og reyndist mörg-
um erfitt að geta ekki hlaupið strax til og
komið fólki til bjargar. „Stjórnendur byrj-
uðu að reyna að ná sambandi við heima-
menn og átta sig á stöðunni. Þegar við
komum inn í borgina var komið svarta
myrkur. Við þurftum náttúrlega að for-
gangsraða og fara yfir hvar væri líklegast
að finna flest fólk á lífi. Byrjað var á því að
fá hjálp frá heimafólki við að finna versl-
unarmiðstöðvar, hótel, skóla og aðrar
slíkar fjölmennar stofnanir. Svo seinna
fórum við hús úr húsi og hlustuðum eftir
fólki,“ segir Styrmir.
Björgun sveitarinnar á þremur konum
úr rústum verslunarmiðstöðvar fór ekki
fram hjá Íslendingum og vakti afrekið at-
hygli heimspressunnar. Sveitin tók við af
björgunarsveit frá Venesúela sem var ekki
nægum tækjum búin til að leita í rúst-
unum.
„Við heyrðum í konunum þegar við
vorum búnir að róta frá og mjaka okkur
inn í rústirnar. Það sem hélt uppi húsinu
voru að hluta til afgreiðslukassar og burð-
arbitar og það myndaðist ákveðið hol-
rými. Við vorum með rými sem var frá 40
sentímetra hæð upp í metra þar sem að-
staðan var best. Eftirskjálfti kom auðvitað
upp í huga manns. Svo þegar maður
heyrði í fólkinu lokaðist á allar slíkar
hugsanir. Ég þorði ekki að brjóta bitann of
mikið frá konunum, maður er náttúrlega
alltaf hræddur um frekara hrun. Þegar það
kom svo nægilega stórt gat til að stinga
hendinni inn gerði ég það. Um leið og ég
stakk hendinni í gegn var gripið um hana
og er sú stund örugglega sú eftirminnileg-
asta frá þessum tíma. Þá kallaði maður
strax eftir vatni til að koma til þeirra,“
segir Styrmir sem var hjá konunum þar til
þær komust undir bert loft.
Úr rýminu sem konurnar tvær voru í
var hægt að heyra í þriðju konunni en
sveitin átti í verulegum vandræðum með
að staðsetja nákvæmlega hvar hún væri.
„Þetta var matvöruverslun á tveimur
hæðum og hún var í kjallaranum. Þegar
við komumst síðan að því að efri og neðri
hæðin voru nákvæmlega eins hvað varðaði
skipulag og staðsetningu á vörum fengum
við þær upplýsingar hjá henni að hún væri
í sinnepsdeildinni,“ segir Styrmir. Það
auðveldaði verkfræðingi innan hópsins að
teikna upp rýmið og vinna út frá því. Til
þess að finna fólk boraði rústabjörg-
unarsveitin nokkur göt í steypuna og tróð
myndavélum í gegnum götin. „Við þurf-
um náttúrlega alltaf að passa okkur á því
að fara öruggustu leiðina og gættum þess
að hreinlega bora ekki í fólk. Maður verð-
ur að vinna rosalega hægt. Það kom til
dæmis fyrir einu sinni að við drógum bor-
inn út og hann var útataður í rauðum
vökva. Við fengum auðvitað smá í mag-
ann, svo var bara lyktað og þá kom í ljós
að þetta var teriyaki-sósa,“ segir Styrmir.
Í svarta myrkri og hitasvækju beið kon-
an í rústunum eftir riddurunum frá land-
inu kalda. Til að fá einhverja orku borðaði
hún sinnep og majones, líkt og hún hafði
gert síðustu daga. Skyndilega sá hún
snúru með lítilli ljósglætu, greip í og
björgunarsveitin fagnaði.
Þegar Styrmir er inntur eftir því hvernig
það hafi verið að vinna með nályktina fyr-
ir vitunum allan daginn segir hann;
„Ingvar tökumaður orðaði þetta mjög vel.
Það er mjög skrítið að finna lykt sem mað-
ur hefur aldrei fundið áður en veit samt
upp á hár hvaða lykt er. Lykt af dauð-
anum. Svo fór maður bara að nota nálykt-
ina sem verkfæri. Þegar maður skríður
inni í rústunum getur nályktin búið mann
undir það sem koma skal því ef ekki væri
fyrir hana gæti maður lent í að skríða fyr-
irvaralaust að andliti látins einstaklings og
það gæti verið frekar óþægilegt.“
Styrmir lofsamar björgunarsveitina og
segist aldrei hafa starfað með jafn hæfi-
leikaríku fólki. Hann segir að það hafi
reynst þeim erfiðast að þurfa að taka sér
hvíld og helst hafi þeir viljað vinna í 48
tíma lotum með þriggja tíma hvíld á milli.
„Allt í kringum sveitina var alveg ótrúlega
vel skipulagt og manni leið hreinlega eins
og maður væri að koma heim til sín þegar
maður kom í búðirnar á kvöldin. Beddinn
var klár og heitur matur tilbúinn. Með
okkur var hópur af fólki sem sá um búð-
irnar og öll fjarskipti heim. Þetta er svo
rosalega nauðsynlegt og án þessa hefðum
við örugglega ekki haft orku til að djöflast
á brotavélinni allan daginn. Þegar við svo
vöknuðum rétt fyrir birtingu var starfs-
fólk í búðum búið að græja allt fyrir okkur.
Það voru náttúrlega sterk bönd á milli
okkar áður en við héldum af stað. Hluti af
styrkleikanum er sá að meðalaldurinn er
frekar hár eða í kringum 40 ár. Við þekkj-
umst því vel og höfum unnið mikið sam-
an,“ segir Styrmir.
Það kom Styrmi einna mest á óvart hve
heimamenn tóku dauðanum af mikilli ró.
„Það var auðvitað eitthvað um harmagrát
en miklu minna en maður bjóst við.“
Styrmir getur vel hugsað sér að fara aft-
ur til Haítí og þá helst til að sjá uppbygg-
ingu landsins. „Nú er bara að vona að al-
þjóðasamfélagið sjái hag í því að byggja
þetta land upp og það verði eftirfylgni
með íbúum landsins. Það er búið að níðast
svo lengi á þessu fólki,“ segir Styrmir.
Ljósmynd/ICE-SAR
Styrmir lofsamar meðlimi björgunarsveitarinnar og segir þrotlausar æfingar hafa skilað sér.
Hjálparhönd
í myrkri
Aðstæður til björgunar geta verið afar erfiðar eins og þessi mynd sýnir.
Stolt þjóðarinnar um þessar mundir er án efa ís-
lenska alþjóðabjörgunarsveitin. Meðlimur sveit-
arinnar, Styrmir Steingrímsson, segir sögu sína
frá björgunarleiðangrinum á Haítí.
Signý Gunnarsdóttir signyg@mbl.is
’
Svo fór maður
bara að nota ná-
lyktina sem verk-
færi. Þegar maður skríð-
ur inni í rústunum getur
nályktin búið mann und-
ir það sem koma skal …“
Morgunblaðið/Ómar
24. janúar 2010 27