SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Síða 28
28 24. janúar 2010
Þ
að vakti athygli örfárra vakandi frétta-
manna að vinstri grænum var um um
megn að ræða ríkisábyrgð á Icesave á
flokksráðsfundi sínum á dögunum. Þótti
sumum það til marks um vandræðaganginn hjá VG
að þeir eyddu drjúgum hluta umræðna og álykt-
unarplássi í tal um votlendi og hagsmuni fugla sem
því tengjast. Það var ekki góður samanburður, því
þetta umræðuefni á gjarnan heima á slíkum fundi,
hvort sem menn ræða ríkisábyrgðarmálið eða
ekki. Morgunblaðið hefur verið ákafablað um
skógrækt allt frá dögum Valtýs Stefánssonar á
þessu blaði til nútímans. Þegar Valtýr hóf barátt-
una hér í blaðinu og ýmsir aðrir annars staðar litu
margir á slíka menn sem sérvitringa eða hálfgerða
vöntunarmenn veruleikaskyns. Þeir berðust fyrir
einhverju sem aldrei yrði með glýju í augum yfir
monti manna, sem héldu bókhald um landnámið á
skinn, og vildu halda því að komandi kynslóðum,
að landið hefði verið viði vaxið á milli fjalls og fjöru
þegar Ingólfur, Hallveig og það fólk leit það fyrst
augum. Nú á allra síðustu áratugum er ekki lengur
deilt um að hér má víða stofna til lunda nýrra
skóga, þótt enn sé langt í landnámslandslagið.
Það mun hafa verið Jón Gunnar Ottósson sem
benti á að tímabært væri orðið við ákvörðun um
hvar plöntum væri holað niður að horfa til hags-
muna mófugla og annarra slíkra. Var þessu fremur
illa tekið og því haldið fram að nóg væri enn pláss-
ið og ef illa færi kæmu bara aðrir fuglar og ekkert
verri með skógunum, þegar þeir yxu þúfum, grasi
og loks mönnum yfir höfuð. En ráð Jóns Gunnars
eiga örugglega fullan rétt á sér og engin ástæða er
til að draga að huga að þeim sjónarmiðum og bein-
ast þau í engu gegn þeim sem vel vilja gera við
skógræktarmenn, sem staðið hafa sig vel. Og vot-
lendið má heldur engan tíma missa, svo síst má
finna að því ef stjórnmálaflokkar álykta um slík
mál, um hávetur, og það þótt mikil rifrildismál,
sem mikla þýðingu hafa, séu uppi.
Af hverju þagði flokksráð VG um Icesave?
Það að Vinstri grænir skuli ekki hafa fjallað um
Icesave hefur ekkert með þessi þörfu mál að gera.
Ályktunarleysið um það er himinhrópandi og þarf
engan samanburð við annað. Það sýnir að málið er
svo þrúgandi fyrir flokkinn að það er meðhöndlað
eins og fjölskylduharmleikur hér fyrr á árum. Þá
var ekki rætt svo börn og aðrir heyrðu til að hús-
bóndinn væri að missa vinnu vegna vínáfergju, þá
var jafnvel þagað til eilífðarnóns um að fjölskyldu-
meðlimur hefði fengið berkla, þótt hann ætti enga
skömm af því. Þetta voru bannorð, launhelgar sem
lá við útskúfun ef datt út úr heimilismanni.
Steingrímur hótaði borgarastyrjöld
ef Icesave yrði borgað!
Auðvitað er á flokksráðsfundi VG margt manna
sem muna langt fram sumir hverjir og kannski
næstum allir sem muna helstu stefnumál flokksins
sl. tvö ár eða svo. Það klingir í eyrum þeirra
margra að Steingrímur Sigfússon sagði fyrir aðeins
ári síðan, að það yrði borgarstyrjöld í landinu, ef
skattborgurum yrði ætlað að borga Icesave. Nú
segist hann hafa haft ónógar upplýsingar þá. Það
hlýtur að teljast nokkuð vel við haft að efna til
borgarastyrjaldar í landi án þess að hafa kynnt sér
tilefnið sæmilega áður. En Steingrímur hefur
vissulega bætt ráð sitt síðan þetta var, því hann
hefur á fárra vikna fresti nú í tæpt ár tilkynnt
þjóðinni hvílík ótrúleg ósköp myndu ganga yfir
hana eftir fáeina daga ef Icesave yrði ekki afgreitt
nánast þegar í stað. Lausleg talning bendir til að
heimsendir hafi orðið 14 sinnum á Íslandi á síðasta
ári vegna Icesave samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum Steingríms. Og eru þá ekki talin með þau
skipti sem Steingrímur hefur ekki sagst vilja hugsa
þá hugsun til enda hvað gerðist ef Icesave yrði ekki
samþykkt það og það sinnið. Nú skal ekki gert lítið
úr þessu, því það er ekkert sem bendir til að Stein-
grímur hafi hugsað þetta mál til enda, frá því að
hann hótaði borgarstyrjöld ef menn borguðu Ice-
save og þar til hann var orðinn naglfastur á hinum
séríslenska heimsendi ef ekki yrði borgað. Bréfrit-
ari getur varla hugsað þá hugsun til enda hvað
muni gerast ef Steingrímur J. ákveður einhvern
tímann að hugsa málið til enda, því að það hlyti að
minna óþægilega á ýlfur sem menn muna úr
barnsminni þegar upptrekktri spunakonu var loks
sleppt lausri á gólfið, því svo margir uppsafnaðir
hringir skoðana hafa síðustu 12 mánuði lokast inni
í þeim búk.
Fréttnæmasta tillagan
Það var þó eitt atriði, sem í senn var skynsamlegt
og fréttnæmt af flokksráðsfundi Vinstri grænna.
Þar var orðuð og flutt sú tillaga, að ákvörðun um
umsókn að Evrópusambandinu yrði þegar dregin
til baka. Steingrímur fékk þessari tillögu breytt í
það form að þingflokkur Vinstri grænna myndi
áfram standa með aðildarumsókninni en auðvitað
á sínum eigin forsendum sem væru þær að vera á
móti henni. Þessi afgreiðsla er þannig að það er
langt handan við öll mörk að gera grín að henni.
Fréttatilkynning um að þeir Karíus og Baktus
styddu baráttu stjórnar Tannlæknafélagsins, en þó
eingöngu á sínum forsendum, lyti sömu lög-
málum. Það er bara ljótt að hafa slíkt í flimtingum.
Auðvitað er það svo að Steingrímur telur (rang-
lega) að Samfylkingin færi strax úr stjórn ef slík
ályktun yrði samþykkt. Burtséð frá því að það væri
hið þarfasta mál, þá er ekkert sem bendir til þess.
Allar hótanir Samfylkingar um stjórnarslit hafa
verið blístur út í bláinn. Fjórir stjórnarþingmenn
skoruðu á forsetann að stöðva lög sem rík-
isstjórnin sem þeir styðja var nýbúin að láta sam-
þykkja. Ef Samfylking hefði meint eitthvað með
sínum hótunum væri hún farin, því með þessu
ákalli fjögurra þingmanna til forsetans var þing-
meirihluti ekki lengur til staðar. En þess utan er
Lausleg talning bendir til að heimsendir hafi orðið 14 sinnum á Íslandi á síðasta ári vegna Icesave samkvæmt áreiðanlegum heimildum Steingríms J. Sigfússonar.
Línur stjórnmála verða að
Reykjavíkurbréf 22.01.10