SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Side 29

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Side 29
24. janúar 2010 29 Þ að sætir tíðindum þegar fjórir forstjórar Kragasjúkrahúsanna stíga allir fram og gagnrýna stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum, en Björn Jóhann Björnsson ræðir við þá í Sunnudagsmogganum í dag. „Okkur er mikið niðri fyrir en við óttumst kannski helst að menn rasi um ráð fram og hrapi að einhverri niðurstöðu á grundvelli þessarar skýrslu,“ segir Guðjón Brjánsson, sem er yfir SHA á Akranesi. „Að ákvarðanir verði teknar á hæpn- um forsendum. Það viljum við ekki.“ Gagnrýni þeirra lýtur að því að það skorti stefnumótun í heilbrigðismálum til lengri tíma. Á einu ári hafi til að mynda verið þrír heilbrigðisráðherrar og hver með sínar áherslur. „Þegar ráðherrar koma og fara, og eru í stuttan tíma, þá verðum við eins og stefnulaust rekald í stórsjó og komumst aldrei áfram,“ segir Sigríður Snæ- björnsdóttir, sem er yfir HSS í Reykjanesbæ. „Við erum alltaf að breyta um stefnu en þetta kerfi er svo þungt að það þolir þetta ekki.“ Auðvitað nær þetta ekki nokkurri átt. Og setja má spurningamerki við þau vinnu- brögð hjá Vinstri grænum að skipta út heilbrigðisráðherra vegna andstöðu hans við Icesave, sem er alls óskylt mál, og láta það svo viðgangast að nýr ráðherra flokksins taki allt annan pól í hæðina í heilbrigðismálum. Það var líka ábyrgðarhluti að draga til baka allar aðgerðir fyrri ríkisstjórnar til hagræðingar í heilbrigðiskerfinu, án þess að hafa nokkra tillögu um hvernig hægt væri að mæta þeim kostnaði með öðrum hætti. Það má einnig heyra á forstjórunum að umræða um sérhæfingu spítalanna strandi alltaf. „Hún byrjar á að snúast um verkaskiptingu á milli stofnana en endar alltaf á því að öll vötn renna nú til Reykjavíkur, ekki Dýrafjarðar,“ segir Guðjón. „Landspít- alinn er hátæknisjúkrahús og á að vera móðurspítali á ákveðnum sviðum, ekki endi- lega öllum.“ En þetta er hættan þegar skortir langtímasýn, lagt er upp með flatan niðurskurð og ráðherrann vill ekki taka af skarið. Þá er endalaust verið að bjarga hlutunum fyrir horn, í stað þess að byggja upp til framtíðar. Skemmst er að minnast gagnrýni Huldu Gunnlaugsdóttur, forstjóra Landspítalans, um að sá flati niðurskurður sem stefnt væri að á Landspítalanum væri hættulegur. „Það þarf að búa til aðgerðaáætlun til þriggja ára um það hvernig mæta má þeim fjárhagslega niðurskurði sem ráðast þarf í vegna kreppunnar.“ Ef til vill gæti ráðherra lært sitthvað af Roverunum sem Ari Kristinn Jónsson, nýr rektor Háskólans í Reykjavík, tók þátt í þróa fyrir leiðangur NASA til Mars, en hann vann að þróun gervigreindartækni sem snerist um að gera tölvum og tækjum kleift að taka eigin ákvarðanir í flóknu umhverfi. „Þar er nefnilega mikið lagt upp úr því, að vera með skýra mynd af upplýsingum sem liggja til grundvallar og skoða mjög vel hverjar eru mögulegar afleiðingar ákvarðana.“ Hvað sem því líður, þá geta stjórnvöld ekki skotið sér hjá því, að marka sér stefnu til framtíðar, bæði í heilbrigðismálum og menntamálum, þar sem mið er tekið af breyttum aðstæðum. Í því sem öðru þýðir ekkert fyrir stjórnvöld að vísa ábyrgðinni annað. Stefnulaust rekald í stórsjó „Við erum ekki þannig flokkur að við ætlumst til þess að þetta séu ein- hverjar hallelújasamkomur.“ Steingrímur J. Sigfússon segist geta tekið gagn- rýni á sig og forystu VG á flokksráðsfundum. „Mamma sýndi mér þetta bara á netinu áðan og ég veit því ekkert meira.“ Aron Gunnarsson en enska blaðið Daily Star gaf í skyn að enska úrvalsdeildarliðið Burnley væri að undirbúa tilboð í hann. „Það fylgja því blendnar tilfinningar að fara héð- an.“ Gísli Ólafsson björgunarsveit- armaður hélt heim frá Haítí í lok vikunnar ásamt félögum sínum í íslensku rústabjörgunarsveitinni. „Mér líður alveg eins og að hafa tapað leiknum með tíu marka mun.“ Snorri Steinn Guðjónsson eftir jafnteflið gegn Serbum á EM. „Viðbrögð mín við því að missa Þórhall út úr húsinu eru skýr. Mér finnst það algjörlega ömurlegt.“ Sigmar Guðmundsson sér eftir Þórhalli Gunn- arssyni úr ritstjórastóli Kastljóssins. „Mér líður vitaskuld ekki vel núna. Ég er pirraður, sár og svekktur.“ Ólafur Stefánsson eftir jafnteflið gegn Austurríkismönnum á EM. „Upphaflega átti ég að vera í húðlitum nær- buxum en Brynja Benediktsdóttir fór eitthvað að atast í mér og sagði að í uppfærslu hennar á Hárinu yrðu allir berir, þannig að ég bara vippaði mér úr þeim.“ Rósa Björg Helga- dóttir sem kom nakin fram í uppfærslu á Faust árið 1970. Ummæli vikunnar það svo að hinar ótrúlegu óbilgjörnu kröfur sem Bretar og Hollendingar gera eru gerðar í skjóli þess að þeir trúa ályktun Alþingis um að Ísland vilji í ESB. Þess vegna sé hægt að nota þann ímyndaða vilja til að berja á Íslendingum. Raunverulegur þingvilji stendur ekki að baki þessari umsókn. Það sannaði að minnsta kosti hinn sérkennilegi flokks- ráðsfundur Vinstri grænna. Um leið og Evr- ópuþjóðunum verður þetta ljóst, rennur upp fyrir þeim, að þær hafa ekkert heljartak á íslensku þjóðinni. Samfylkingin hefur ekki fjallað neitt efnislega um Icesave-málið svo furðulegt sem það er. Jó- hanna Sigurðardóttir veit bersýnilega ekki nægj- anlega vel um hvað málið snýst, enda er bréfum hennar um það efni til kollega sjaldan svarað með nokkrum efnislegum hætti. Þingflokkur Samfylk- ingarinnar virðist hafa tekið þá trú, að það megi semja um tóma vitleysu í Icesave, því það komi aldrei að skuldadögunum! Þegar Ísland verði gengið í ESB verði þeir sem fyrir þeim klúbbi ráða svo himinglaðir að fá gáfuðustu þjóð alheimsins um borð að þeir muni þegar gefa eftir allar þær Icesave-skuldir sem út af standa. Þessar ótrúlegu skýringar hefur bréfritari fengið frá furðumörgum úr þessum ranni. Og svo er horft framan í mann og heiðríkjan skín úr hverjum andlitsdrætti. Slík uppljómun hefur oft sést við önnur og háleitari tækifæri en stjórnmálalega tilbeiðslu. Þetta er eina skýringin sem fengist hefur á því að Samfylking- unni er sama þótt 65 prósent þjóðarinnar hafi skömm á því sem hún er að gera. Þetta er einnig skýringin á því undarlega háttarlagi að ræða rík- isábyrgðarmálið aldrei efnislega þannig að hönd á festi. Auðvitað eiga Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur þegar sjálfstraust þeirra fer vaxandi á ný að taka fast undir með þeim sem fara að þessu leyti fyrir ríkjandi sjónarmiðum hjá Vinstri græn- um. Þá fyrst kemst eitthvert vit í stjórnmálalega umræðu á Íslandi. skerpast Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.