SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Qupperneq 30

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Qupperneq 30
30 24. janúar 2010 A ri Kristinn Jónsson hefur komið sér fyrir í litlu fund- arherbergi með útsýni yfir Nauthólsvíkina úr nýrri bygg- ingu Háskólans í Reykjavík. Hann tekur við sem rektor skólans í dag, laugardag. Ari lauk doktorsnámi í tölvunarfræði frá Stanford árið 1997, bauðst þá vinna hjá NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna, og svo fór að hann vann þar í áratug. Hugbúnaður fyrir ferð til Mars „Ég vann á rannsóknarstofu í Kísildal við að þróa hugbúnaðartækni fyrir geim- ferðir,“ segir hann. „Til að byrja með fékkst ég við þróun gervigreindartækni og síðan þróun hugbúnaðar sem notaði þá tækni í ýmsum verkefnum, meðal annars Mars-Roveranna Spirit og Op- portunity, sem kannað hafa plánetuna í um sex ár núna. Teymið sem ég stýrði, þróaði hugbúnað sem notaður var til að ákveða hvað bílarnir gerðu á hverjum degi á Mars. Vísindamennirnir vildu auð- vitað að bílarnir gerðu allt sem þeim dytti í hug, en ekki var hægt að koma nema ákveðnum fjölda verkefna að á hverjum degi, og flóknar reglur giltu um hvað mætti gera, hvenær og hvernig. Við smíðuðum því hugbúnað til að styðja við þá áætlanagerð og þá ákvarðanatöku sem því fylgdi. Allt miðaði að því að bílarnir gætu aflað eins mikilla vísindagagna og hægt var, en að öryggi þeirra væri jafn- framt tryggt.“ Í rannsóknar- og þróunarvinnu sinni hefur Ari sérhæft sig í þróun gervi- greindartækni. „Gervigreind snýst um að fá tölvur og tæki til að haga sér betur í samskiptum við fólk, að vera þátttak- endur frekar en tæki sem erfitt er að stjórna. Flestir kannast við að ergja sig á tölvunni sinni því hún gerði það sem henni var sagt, ekki það sem var meint. Gervigreind snýst þannig um að gera tölvum kleift að skilja hver markmiðin eru og hvernig hægt er að ná þeim, frekar en að fylgja blint fyrirskipunum. Sá hluti gervigreindar sem ég hef unnið að, snýst um að gera tölvum og tækjum kleift að taka eigin ákvarðanir í flóknu umhverfi. Það má nota þá tækni til að hjálpa fólki við ákvarðanatöku eða til að stjórna tækjum sem þurfa að taka ákvarðanir al- veg sjálf. Markmið NASA í þeim efnum er til lengri tíma að gera ómönnuðum geimförum fjarri jörðu kleift að vinna meira sjálfstætt.“ – Reynslan af þróun ákvarðanatöku í flóknu umhverfi nýtist þér kannski í rektorsstarfinu? „Það er óhætt að segja að þessi tækniþróun hafi hjálpað til í stjórn- unarstörfum mínum, en það má þá nefna að allt frá því að þátttöku minni lauk í Mars-verkefninu hef ég færst að mestu yfir í stjórnunarstörf, fyrst hjá NASA og nú í HR. Í slíkum störfum snýst allt um að geta tekið ákvarðanir þegar mikið af misgóðum gögnum liggur til grundvallar og áhrif ákvarðana eru mikil á fólk og umhverfi. Þá er mikilvægt að geta nýtt sér upplýsingar sem best, en að taka jafnframt mið af mannlega þættinum, samskiptum við fólkið sem vinnur með manni. Og þá verður manni stundum hugsað til þess hvernig gervigreind- artæknin tekur ákvarðanir. Þar er nefni- lega mikið lagt upp úr því, að vera með skýra mynd af upplýsingum sem liggja til grundvallar og skoða mjög vel hverjar eru mögulegar afleiðingar ákvarðana.“ Þangað eigum við að stefna Ara var boðið að kenna við Háskólann í Reykjavík árið 2001, fljótlega eftir að hann var stofnaður. „Ég þáði það, fékk nasasjón af því sem var að gerast í skól- anum og leist vel á,“ segir hann. „En ég var engan veginn á leiðinni heim. Ég hélt þó áfram að fylgjast með uppbyggingu HR að utan, kenndi aftur við skólann árið 2004 og heimsótti starfsfólkið á sumrin þegar ég kom hingað í frí. Það fór ekkert á milli mála að uppbyggingin var hröð og öflug, og að þetta væri áhugaverður vinnustaður, því þarna var mikill kraftur og orka, og óbilandi trú á því að góðum hlutum yrði komið í framkvæmd. Ég þekkti því ágætlega til HR árið 2007 þegar staða forseta tölvunarfræðideildar losnaði. Svafa Grönfeldt, rektor, og fleiri frá HR höfðu samband við mig og spurðu hvort ég hefði ekki áhuga á að skoða þetta. Konan mín er bandarísk, þannig að það lá ekki í augum uppi að við flytt- Háskólar snúast að öllu leyti um fólk Ari Kristinn Jónsson hefur mikinn hug á að efla samvinnu háskólanna. Morgunblaðið/Ómar Ari Kristinn Jónsson hefur tekið við sem rektor Háskólans í Reykjavík en hann var forseti tölv- unarfræðideildar og þar áður vann hann hjá NASA um tíu ára skeið. Hér ræðir hann meðal annars framtíðarsýn HR, samvinnu háskóla, samstarfið við atvinnulífið og fjármál skólans. Pétur Blöndal pebl@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.