SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Page 31
24. janúar 2010 31
um til Íslands. En við ákváðum að láta
slag standa og fluttum heim. Ég hef ekki
séð eftir því. Það hafa verið alger forrétt-
indi að vinna hér og starfið hefur verið
mjög skemmtilegt.“
– Þú hefur ekki séð eftir því!?
„Það að flytja frá Bandaríkjunum og
fjárfesta í húsnæði á Íslandi 2007 er við-
skiptalega versta ákvörðun sem ég hef
tekið,“ svarar hann og hlær. „En það
þýðir ekkert að fást um það. Þetta hefði
getað gerst hvar sem er, það er margbúið
að spá fyrir hruni í Kaliforníu líka og
maður tekur því sem að höndum ber.
Mér finnst aðallega sorglegt að sjá þessa
öflugu þjóð, sem ég er svo stoltur af,
ganga í gegnum þessa erfiðleika. En okk-
ur mun takast það og ég er viss um að við
verðum búin að ná okkur á strik mun
fyrr en margir halda. Til þess þarf þó
auðvitað samstöðu og góða stjórn til að
koma hlutunum í gang og standa vörð
um það sem síðar verður undirstaðan að
efnahagslegri uppbyggingu. Og frá mín-
um sjónarhóli eru þar efst á lista mennt-
un og nýsköpun. Það er vel þekkt um all-
an heim að menntunarstig segir til um
lífsgæði. Það hefur líka margsannast að
auðlindir einar eru ekki ávísun á lífsgæði
þjóðar, en þar sem auðlindir og hugvit
fara saman, þar sjáum við bestu lífs-
gæðin. Og þangað eigum við að stefna.“
– Í hverju felst starf forseta tölv-
unarfræðideildar?
„Tölvunarfræðideild er sú deild sem
komin er lengst í rannsóknarvirkni og
varð fyrst til að fá viðurkenningu á dokt-
orsnámi, þannig að það var mikið af góðu
fólki fyrir í deildinni og gaman að vinna
að áframhaldandi uppbyggingu. Það
hafði þó orðið töluverð fækkun á nem-
endum í kjölfarið á netbólunni sem
sprakk árið 2001, þannig að eitt af verk-
efnunum var að vekja athygli á því
hversu hagnýt tölvunarfræði væri sem
sérfræðigrein og hvaða möguleikar væru
á því að laða að nemendur, samhliða því
að halda áfram akademískri uppbygg-
ingu.
Þennan tíma sat ég líka í fram-
kvæmdastjórn skólans og kom þar að
stefnumótun og uppbyggingu skólans.
En ég fór líka að vinna að öðrum verk-
efnum fyrir skólann í heild og hafði mik-
inn áhuga á því að vinna þvert á skólann.
Ég tók því að mér ýmis verkefni, einkum
þau sem lutu að nýsköpun og tengslum
við atvinnulíf. Þannig var staðan á síðasta
ári, þegar farið var að tala um að ég tæki
mögulega við rektorsstarfinu.
Á síðustu þremur árum hefur líka mik-
ið gerst, nú er HR orðinn öflugur rann-
sóknarháskóli og nemendum hefur fjölg-
að. Við erum eins vel stödd fjárhagslega
og mögulegt er, því reksturinn hefur
verið í góðu jafnvægi þennan tíma. Þess
vegna áttum við fyrir flutningnum í nýja
húsnæðið, erum skuldlaus eftir flutning-
inn og getum haldið rekstrinum í jafn-
vægi, þó með ákveðnum fórnum. Þær
fórnir hafa falist í minnkun húsnæðisins,
sem lækkaði kostnað, og því fylgdi svo að
starfsmenn hafa þjappað sér saman í
opnum rýmum. Starfsmenn tóku líka á
sig 6% launalækkun og allur rekstr-
arkostnaður verið skorinn niður þar sem
hægt er, án þess þó að það bitni á nem-
endum eða rannsóknum.“
Reksturinn í jafnvægi
– Þú talar um að HR sé skuldlaus, en
skólinn er þó skuldbundinn til að greiða
háa leigu næstu áratugi?
„Við eigum ekki bygginguna, Fasteign
á hana, og við leigjum síðan bygginguna
af Fasteign, eins og við höfum leigt aðrar
byggingar skólans. Þessi bygging er auð-
vitað nýrri og stærri, þannig að leigu-
kostnaður hefur hækkað talsvert. Þó hef-
ur, með miklu aðhaldi og mikilli vinnu,
tekist að ná því að reksturinn verður í
jafnvægi á þessu ári, sem er ansi gott í
nýrri byggingu á þessum erfiðu tímum,
þegar kostnaður er allur að aukast. Með
því að minnka bygginguna og með því að
breyta leigusamningnum, þá lækkuðum
við leiguna og tryggðum líka að Fasteign
gæti fjármagnað hana. En málinu lýkur
ekki þar, því það er einnig erfiðara fyrir
okkur núna að sækja tekjur og við það
bætist niðurskurður frá ríkinu. En þetta
hefur gengið upp með því að færa allar
þær fórnir sem mögulegar voru. Við er-
um því á þeim stað núna að reksturinn er
í jafnvægi fyrir árið 2010, en það er ekk-
ert svigrúm til frekari niðurskurðar.“
– Hvernig var afkoman árin 2008 og
2009?
„Á þeim árum var afkoman jákvæð.
Þar spilar aðallega tvennt inn í. Annars
vegar sú staðreynd að grunnrekstur HR
var algerlega óháður þeim verkefnum
sem styrkt voru af ýmsum fyrirtækjum
fram að hruni. Hins vegar að strax var
gripið til aðgerða til að lækka kostnað.“
– Hver er framtíðarsýn nýs rektors?
„Sem forseti tölvunarfræðideildar og
með setu í framkvæmdastjórn á ég,
ásamt samstarfsfólki, auðvitað mikið í
þeirri stefnu sem HR hefur markað sér.
Það verða því engar kúvendingar; ég
mun halda áfram á sömu braut. Áhersla
verður lögð á að halda áfram akademískri
uppbyggingu, styrkja þann þátt hjá
starfsmönnum, í birtingum og rann-
sóknum. Á sama tíma er lykilatriði að
halda vel utan um gæði kennslu, þannig
að nemendur fái þá bestu menntun sem
völ er á, og að í því starfi nýtum við okk-
ur nýjungar og framfarir eins og kostur
er, sem og tengsl við atvinnulíf og raun-
veruleg verkefni.
Í nýju húsi er svo tækifæri til að efla til
muna þverfagleg tengsl innan skólans,
þar sem öll starfsemin er á einum stað og
við getum því unnið að þverfaglegu námi
og rannsóknum. Þetta skiptir gríðarlegu
máli, því reynsla mín hefur verið sú, sér-
staklega hjá NASA, en líka hér hjá HR, að
dýrmætasta fólkið hefur öfluga sér-
fræðiþekkingu á sínu sviði en getur svo
líka unnið með fólki og lagt sitt af mörk-
um á öðrum sviðum.“
– Ég hef heyrt að þú sért jákvæður að
eðlisfari?
„Mér hefur verið sagt að ég sé óhæfur í
stjórnunarstörf, af því að ég sé heið-
arlegur og bjartsýnn!“ segir hann og
hlær. „En það er mér eðlislægt og hefur
reynst mér mjög vel.“
– Hvað sérðu fyrir þér varðandi þróun
námsframboðs?
„Megináhersla verður lögð á að efla
okkur á þeim sviðum þar sem við störf-
um nú þegar. Við munum því áfram ein-
beita okkur að lykilsviðum fyrir atvinnu-
lífið, það er tækni, viðskiptum, lögum,
og mannlega þættinum. Við ætlum okkur
því ekki að bæta við sviðum, heldur að
styrkja okkur á þeim sem fyrir eru og
gera enn betur í að mennta fólk fyrir at-
vinnulífið, nýsköpun og rannsóknir.“
Hagsmunir mega ekki skarast
– Þér verður tíðrætt um samstarf við at-
vinnulífið; skapast þá ekki hætta á hags-
munaárekstrum? „Það þarf að gæta þess
vel að hagsmunir skarist ekki, en háskól-
ar eiga að gegna veigamiklu hlutverki í
nýsköpun og atvinnulífi og gera það víð-
ast hvar, sér í lagi þar sem háskólar eru
bestir í heiminum, svo sem í MIT og
Stanford í Bandaríkjunum. Og mikilvægt
er að útskrifaðir nemendur hafi þá þekk-
ingu sem nauðsynleg er í atvinnulífinu.
Það þýðir hinsvegar ekki að háskólanám
sé þjálfun fyrir ákveðna vinnu, frekar að
nemendur fái undirstöðuþekkingu sem
síðan má byggja á. Það sjá allir að þessir
hagsmunir eru sameiginlegir, að gæði
námsins séu lykilatriði, bæði fyrir skól-
ann og atvinnulífið.
Í rannsóknum hafa háskólar svo að
minnsta kosti tvíþættu hlutverki að
gegna, annars vegar að vinna að nýsköp-
un, þannig að rannsóknir og niðurstöður
þeirra kvíslist út í atvinnulífið sem nýjar
vörur, nýjar hugmyndir og ný fyrirtæki.
En á sama tíma eiga háskólar að vinna að
því að kalla fram spurningar, úrlausn-
arefni og rannsóknarverkefni úr at-
vinnulífinu, skila lausnum, hug-
myndum, nýjum vörum af sér, og um
leið öðlast góða þekkingu á atvinnulífinu,
þannig að til verði hringrás þar sem upp-
lýsingar flæða milli háskóla og atvinnu-
lífs, til hagsbóta fyrir þjóðfélagið.
Síðan má segja að nákvæmlega það
sama gildi um samfélagið í heild sinni.
Þar gegna háskólar sama hlutverki, að
takast á við spurningar, úrlausnarefni og
fleira sem hefur samfélagslega þýðingu,
skila af sér niðurstöðum og mynda þann-
ig hringrás þekkingar í samfélaginu. Það
hlutverk er ekki síður mikilvægt.“
– En hagsmunir atvinnulífs og sam-
félags geta stangast á?
„Já, þarna er ljóslega möguleiki á
hagsmunaárekstrum. Þess vegna er gríð-
arlega mikilvægt, þegar kemur að þátt-
töku háskóla í samfélagsumræðu, að há-
skólar skili af sér vísindalegum og
faglegum niðurstöðum sem eru óháðar
hagsmunum. Þátttaka háskóla í um-
ræðunni felst í því að vera óháður aðili
sem greint getur gögn og skilað af sér
vísindalegum niðurstöðum. Það er svo
samfélags og atvinnulífs að vinna úr því.“
– Hefur þér fundist vanta upp á það?
„Já, háskólar eiga að vera miklu virkari
í samfélagsumræðu, en út frá þeim for-
sendum sem ég nefndi áður, að þeir séu
óháður aðili sem skilar upplýsingum sem
fólk getur treyst, hvorum megin sem það
situr við borðið.“
– Vegna tengsla við atvinnulífið hefur
HR verið gagnrýndur og jafnvel kallaður
„útrásarháskólinn“. Beið orðspor skól-
ans hnekki að þínum dómi?
„Ég hef heyrt þessa gagnrýni og það er
ýmislegt sem hægt er að gera betur í há-
skólum landsins.“ segir Ari. „En það er
rangt að benda á HR sem einhvern útrás-
arsökudólg. Staðreyndin er sú að HR
menntaði fæsta af þeim sem unnu í við-
skiptum á þeim tíma. Og að því er varðar
samstarf við atvinnulíf, þá voru flestir
háskólar í samstarfi við fyrirtæki og það
er reyndar mjög eðlilegt, hvort sem það
er á góðum tímum eða slæmum, að há-
skólar vinni með fyrirtækjum. Lyk-
ilspurningin er sú, hvort hagsmunir fyr-
irtækja hafi haft áhrif á starfsemi
háskólanna. Ég er sannfærður um að svo
hafi ekki verið, hvorki hér né annars
staðar. Sá þáttur þar sem allir háskólarnir
brugðust lýtur að þátttöku í umræðunni.
Óskandi hefði verið að þær raddir, og
þær upplýsingar sem kannski lágu fyrir,
hefðu komið betur fram á meðan tími var
til stefnu til að bregðast við því sem var
að gerast. Og við munum öll læra af því í
háskólasamfélaginu á Íslandi.“
Fjöldi háskóla ekkert atriði
– Nú er mikið rætt um sameiningar og
samstarf háskóla?
„Ég hef mikinn á hug á að efla sam-
vinnu innanlands og þá sér í lagi sam-
vinnu háskólanna. Ég held að í því felist
mikil tækifæri fyrir Ísland að háskólanir
vinni betur saman, nýti krafta sína sem
best. Annars vegar þekkjum við að í
kreppu er nauðsynlegt að standa vörð
um menntun og nýsköpun og háskólar á
Íslandi gera það best með því að snúa
bökum saman og vinna að því með
stjórnvöldum að standa vörð um þennan
mikilvæga málaflokk. Svo er Ísland lítið
land og við getum náð miklu lengra á al-
þjóðlegum vettvangi, hvað varðar
menntun, nýsköpun og tækni, með því
að standa saman út á við. Við eflum til
dæmis möguleika okkur á að fá rann-
sóknarfé til Íslands með samvinnu há-
skóla og rannsóknarstofnana.“
– Ertu að tala fyrir sameiningu?
„Nei, ekki sameiningu. Ég held að
fjöldi háskóla sé í raun ekkert aðalatriði,
þó svo að sumt fólk hafi einblínt á fjölda
háskóla á Íslandi og viljað sameina þá,
bara með það fyrir augum að lækka þessa
tölu. Raunverulega spurningin er hvaða
hlutverki hver háskóli gegnir í samfélag-
inu og svo fremi sem háskóli sinnir mik-
ilvægu hlutverki vel, þá er rétt að styðja
hann og efla. Lykilatriðin eru að staðinn
sé vörður um menntun og nýsköpun á
Íslandi, og að til séu valkostir, bæði fyrir
nemendur og vísindamenn.“
– Mun krafturinn sem þú talaðir um
flytjast með HR í Nauthólsvíkina?
„HR er alveg einstakur háskóli og
sjálfur ætlaði ég ekki í hefðbundið há-
skólastarf á ferlinum, en ég smitaðist af
þeim eldmóði sem skapast hefur í HR og
við þurfum að varðveita hann, bæði á
nýjum stað, og svo auðvitað eftir því sem
skólinn stækkar. Háskólar snúast um
fólk. Byggingar og önnur aðstaða er um-
gjörðin sem styður við fólkið, þannig að
lykillinn að góðum og öflugum háskóla,
þar sem gott er að vera, er að hafa rétta
fólkið. Við búum að því í HR að hafa
geysilega öflugt og samheldið starfslið
innan skólans og það er nauðsynlegt að
varðveita það. Ég held að nýja byggingin
gefi okkur í raun mikið tækifæri til að efla
það enn frekar, að ná saman sem einn
háskóli, því þetta er í fyrsta skipti sem
allur skólinn er á einum stað. Það er því
mikið tilhlökkunarefni að fá tækifæri til
að gera skólann að enn betri heild og gefa
fólki tækifæri til að vinna betur saman.
Ég hlakka mikið til þess þegar við verð-
um öllum komin hingað í Nauthólsvíkina
í sumar.“
– Ætlarðu þá í sjósund?
„Það er búið að skora á mig á opinber-
um vettvangi að taka upp sjósund,“ segir
Ari og hlær. „Ég veit ekki hvað ég get
forðast það lengi, það hljómar mjög
óskynsamlega í mín eyru. En margir sem
ég treysti bera því vel söguna og ég væri
ekki vísindamaður ef ég væri ekki til í að
prófa þetta. Þannig að já, ég mun taka
áskoruninni að prófa þetta. Eftir fyrstu
tilraun mun ég svo taka afstöðu til þess
hvort þetta verður viðvarandi ástund-
un.“
– Hvenær ætlarðu að þreyta sundið?
„Í sumar!“
’
Það er vel þekkt um allan heim að menntunarstig
segir til um lífsgæði. Það hefur líka margsannast að
auðlindir einar eru ekki ávísun á lífsgæði þjóðar, en
þar sem auðlindir og hugvit fara saman, þar sjáum við
mestu lífsgæðin. Og þangað eigum við að stefna.“