SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Síða 32
S
kýrsla heilbrigðisráðuneytisins
kom út skömmu fyrir jól.
Meðal þess sem kom fram í
skýrslunni var að með flutn-
ingi ákveðinna verkefna frá
Kragasjúkrahúsunum fjórum til Landspít-
alans gætu sparast stórar fjárhæðir, allt að
1.700 milljónir króna. Var þá aðallega
skoðaður flutningur á skurðaðgerðum og
fæðingum. Minna var farið í að skoða
ávinning af því að flytja aukin verkefni frá
Landspítalanum til sjúkrahúsanna, og það
eru forstjórarnir mjög ósáttir við. Lagt hafi
verið af stað með þessa vinnu m.a. til að
styrkja þjónustu í nærumhverfi fólksins,
vernda störf, efla þjónustu, gæði og skoða
tilflutning verkefna í báðar áttir, ekki síst
vegna takmarkaðra fjármuna af hálfu rík-
isins. Benda þau einnig á að um umdæm-
issjúkrahús sé að ræða, að undanskildum
St. Jósefsspítala, og þau starfi samkvæmt
gildandi lögum þar sem kveðið er á um
ákveðna þjónustu við íbúana.
Vilja fá hlutlausa aðila
Morgunblaðið ræddi við forstjórana, er
þeir komu nýlega saman til reglulegs sam-
ráðsfundar. Þetta eru þau Sigríður Snæ-
björnsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofn-
unar Suðurnesja (HSS), Árni Sverrisson,
forstjóri St. Jósefsspítala – Sólvangs,
Magnús Skúlason, forstjóri Heilbrigð-
isstofnunar Suðurlands (HSu), og Guðjón
Brjánsson, forstjóri Sjúkrahússins og
heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi (SHA)
sem nú er orðið hluti af Heilbrigðisstofnun
Vesturlands.
Gagnrýna þau úrvinnslu upplýsinga í
skýrslunni, m.a. um stöðugildi og starf-
semi, sem og framsetningu og túlkun
tölulegra upplýsinga. Telja þau skýrsluna
ekki geta verið grundvöll ákvarðana um
breytt skipulag og þjónustu sjúkrahús-
anna og vilja kalla til óháða og hlutlausa
aðila til að halda áfram þeirri vinnu.
Funduðu þau nýverið með Álfheiði
Ingadóttur heilbrigðisráðherra og ræddu
möguleika á að fá t.d. Hagfræðistofnun
Háskóla Íslands eða Ríkisendurskoðun til
þeirrar vinnu. Engar ákvarðanir um slíkt
hafa þó verið teknar. Þau segja skýrsluna
og umræðu um hana einhliða, þ.e. með
meint hagræði flutninga til Landspítalans.
Sem fyrr sé það talið eðlilegt að lands-
byggðarfólk leiti til Reykjavíkur.
Guðjón Brjánsson segir það hafa komið
skýrt fram á fundi þeirra með heilbrigð-
isráðherra að umrædd skýrsla væri ekki
endanleg heldur vinnuplagg, sem ekki
yrði nýtt við ákvarðanatöku á þessu ári.
Enda hafi athugasemdum verið komið á
framfæri frá Kragasjúkrahúsunum, eftir
að skýrslan kom út, og vonandi verði
unnið áfram með þær.
Þegar ráðherra og sérfræðingar heil-
brigðisráðuneytis kynntu svo skýrsluna
rétt fyrir jól segja þau skýrt hafa komið
fram, að skýrslan yrði nýtt til frekari
vinnu á nýju ári. Farið yrði betur yfir þær
upplýsingar, sem þar koma fram, og at-
hugasemdir metnar.
Kannast ekki við tölur og töflur
Umrædd skýrsla var unnin á skömmum
tíma í vetur og byggðist m.a. á upplýs-
ingum úr rekstri sjúkrahúsanna árið 2008.
Forstjórar Kragasjúkrahúsanna voru
beðnir um upplýsingar, sem þeir létu af
hendi, en enginn fulltrúi frá þeim átti að-
ild að sjálfri skýrslugerðinni, heldur voru
það embættismenn í heilbrigðisráðuneyt-
inu og starfsmenn Landspítalans.
„Við töldum okkur vera að vinna þetta í
sameiningu og héldum líka að það ætti að
vinna úr þessu lengur og nánar. Þegar
skýrslan svo kemur út þá vorum við ekki
búin að sjá hana. Við höfðum ekkert tæki-
færi til að gera athugasemdir, nema þá í
sjálfu vinnuferlinu varðandi tölulegar
upplýsingar, en í skýrslunni birtast alls-
konar tölur og töflur sem við höfum aldrei
séð,“ segir Árni Sverrisson.
Þau tala um trúnaðarbrest í sam-
skiptum sínum við stjórnendur Landspít-
alans að undanförnu. Málflutningur spít-
alans hafi á köflum verið ómálefnalegur,
svo ekki sé meira sagt. Því sé ekki að neita
að ráðuneytið sé fáliðað og leiti því gjarn-
an til LSH sem hafi á að skipa öflugum
stoðdeildum eins og hagdeild og tölvu-
deild. „Þetta er ákveðinn veikleiki í
vinnubrögðunum, þegar ráðuneytið þarf
að leita til sinnar undirstofnunar með sér-
fræðiráðgjöf,“ segir Magnús Skúlason.
Dæmi um rangfærslur
„Þarna er verið að kostnaðargreina
rekstrarþætti með samræmdum hætti. Við
teljum skýrsluna góða að því sem lýtur að
samanburði milli smærri spítalanna, en
þegar kemur að samanburði við Landspít-
alann slitnar þráðurinn og við töpum átt-
um. Við teljum forsendurnar sem skýrslu-
höfundar gefa sér ekki eðlilegar og
niðurstöðurnar eru samkvæmt því,“ segir
Guðjón, en sem dæmi dregur hann í efa,
þar sem stendur í skýrslunni, að ein
áhættufæðing á Akranesi kosti 737 þúsund
krónur á meðan hún kosti um 340 þúsund
á Landspítalanum, sem sé allt að 50%
lægri upphæð en eigin verðskrá spítalans
geri ráð fyrir. Ekkert virðist t.d. tekið tillit
til þess að sængurkonur komi oft langt að
til Akraness í áhættufæðingar og dvelji
lengur á spítalanum þar sem þær njóti
ekki þjónustu ljósmæðra í heimabyggð.
„Sú þjónusta er veitt í ríkum mæli í
Reykjavík og ekkert kostnaðarmat er lagt
á þann þátt,“ segir Guðjón.
Fleiri dæmi nefna þau um rangfærslur í
skýrslunni og ónákvæmni þar sem verið
sé að bera saman epli og appelsínur. T.d.
varðandi stöðugildi lækna á bak við hverja
fæðingu eða aðgerð. Þar sé ekki tekið tillit
til þess að sömu læknar gegni öðrum
verkum. „Vel getur verið að réttlæta megi
þessar tölur með fræðilegum eða töl-
fræðilegum hætti en menn átta sig ekki á
því að á minni sjúkrastofnunum hafa
menn samþætt hlutverk. Kven-
sjúkdómalæknir er ekki bara í fæðingum,
hann sinnir t.d. kvensjúkdómaaðgerðum
og göngudeildarþjónustu,“ segir Guðjón.
Tölur um laun lækna er annað dæmi.
Þau benda á að hátt í 500 læknar starfi á
Landspítalanum á meðan þeir séu jafnvel
innan við tuginn á hverju Kragasjúkrahúsi
fyrir sig. Ekki sé tekið tillit til þess að mjög
fáir læknar deili vöktum á milli sín á minni
sjúkrahúsunum, á meðan stór hluti lækna
á Landspítalanum vinni bara í dagvinnu
við stjórnun, rannsóknir og fræðastörf.
Nær hefði verið að bera saman laun vakt-
hafandi lækna.
Þá bendir Árni Sverrisson á tölur um
aðkeypta klíníska sérfræðiþjónustu. Inni í
tölu St. Jósefsspítala, um 216 milljónir
króna, séu öll verktakalaun sérfræðinga
spítalans. Þar sem hátt í 500 læknar starfi
á LSH þurfi ekki að kaupa mikla þjónustu
af því tagi þar. Um 21 milljón á LSH sé þá
trúlega vegna erlendra samstarfsverkefna.
„Þessi samanburður segir enga sögu og
er ekki raunhæfur, og það á einnig við um
samanburð á verktakagreiðslum til lækna
á St. Jósefsspítala og lækna á föstum laun-
um eins og það er sett upp í skýrslunni.“
LSH undir hæl ráðuneytisins
Sigríður Snæbjörnsdóttir bendir á að þau
hafi í vinnuferli skýrslunnar sent inn at-
hugasemdir, en það sé undir hælinn lagt
hvort tillit hafi verið tekið til þeirra at-
hugasemda.
„Ég skýri viðbrögð Landspítalans við
skýrslunni þannig að hann er undir hæln-
um á heilbrigðisráðuneytinu, með millj-
arða króna hala á eftir sér. Þetta er þeirra
hálmstrá og umræðan snýst um eftir
hverju ráðherra sé að bíða, af hverju sé
ekki drifið í aðgerðum sem geti sparað
1.400 til 1.700 milljónir króna,“ segir Sig-
ríður. Undir þetta tekur Guðjón og minnir
á þá erfiðleika sem steðja að opinberri
stjórnsýslu og ekki síst hinu kostn-
aðarsama heilbrigðiskerfi. „Við höfum
þurft að taka erfiðar ákvarðanir. Höfum
dregið saman kostnað sem nemur 7-10%.
Þetta hefur tekist án þess að hafa dregið
umtalsvert úr þjónustu. Þetta kann að
breytast núna. Sparnaður þessara fjögurra
sjúkrahúsa var um 500 milljónir króna ár-
ið 2009 og verður hátt í það sama á þessu
ári. Við erum undir miklum þrýstingi
heima fyrir. Það er ekki lítið mál að draga
saman kostnað um 7-10% en við gerum
þá kröfu á móti að það sé gert víðar. Í jafn
umfangsmikilli og margþættri starfsemi
eins og er á Landspítalanum teljum við
ekki goðgá að þar sé hægt að draga saman
eða hagræða með svipuðum hætti. Þá er-
um við ekki að tala um uppsagnir starfs-
fólks, heldur með öllum öðrum aðgerð-
um. Það eru margar aðrar aðferðir til og
við getum vitnað um það,“ segir Guðjón.
Sigríður segir margt í skýrslunni látið
líta út eins og enginn samgangur eða
flutningur verkefna sé á milli þessara
Trúnaðarbrestur
í samskiptum
við Landspítalann
Heilbrigðiskerfið
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Forstjórar Kragasjúkrahúsanna svonefndu gagnrýna harðlega skýrslu
sem heilbrigðisráðuneytið lét gera um endurskipulagningu sjúkrahús-
þjónustu á suðvesturhorninu. Þeir segja málflutning stjórnenda Landspít-
alans í kjölfar skýrslunnar hafa verið ómálefnalegan.
32 24. janúar 2010