SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Síða 36

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Síða 36
36 24. janúar 2010 H aítí er land ónýtra innviða. Fá lönd í heiminum eru jafn illa í stakk búin til að takast á við náttúruhamfarir og þegar ógæfan dundi yfir var landið lamað. Myndir af hvolfþaki forsetahallarinnar ofan á rústum hennar sögðu sína sögu. Ráðherrar úr ríkisstjórn landsins voru meðal fórnarlamba skjálftans. Daginn eftir skjálftann sást René Preval, forseti Haítís, á fréttastöðinni CNN. Hann var staddur á flugvellinum. „Ég veit ekki hvar ég mun sofa í nótt,“ sagði hann. Jarðskjálftinn er enn einn kaflinn í ógæfusögu Haítís. Að þessu sinni var náttúran að verki, en hörmungar þessa lands hafa hingað til að mestu verið af manna völdum. Útrýmdu arawökum Þegar Kristófer Kólumbus „fann“ eyna Hispanjólu árið 1492 voru þar fyrir indíán- ar af þjóðflokki arawaka, sem höfðu lík- lega búið þar í um 5000 ár, lifðu á land- búnaði og kölluðu sig taínóa. Sennilega voru þeir um hálf milljón þegar Spánverj- arnir komu, en gætu hafa verið allt frá nokkur hundruð þúsundum til tveggja milljóna. Indíánarnir voru friðsamir, en þegar Spánverjarnir sáu að þeir áttu gull gáfu þeir þeim engin grið. Indíánarnir voru settir í þrælkunarvinnu, myrtir og dóu úr sjúkdómum, sem Spánverjarnir fluttu með sér. 1519 voru um 11 þúsund eftir og það ár dóu átta þúsund úr bólu- sótt. Þeir sem eftir voru dóu smám saman út. Þá byrjuðu Spánverjarnir að flytja inn þræla frá Afríku, en áhugi þeirra á Hisp- anjólu dvínaði eftir því sem þeir héldu áfram til meginlandsins og þegar á leið hnignaði veldi þeirra. Snemma á 17. öld gerðu franskir sjóræningjar strandhögg í Karabíska hafinu og í kjölfar þeirra komu verslunar- og ævintýramenn, sem reistu byggð á vesturhluta eyjarinnar. Þegar þeir sigruðu Spánverja í Evrópu tóku þeir vest- urhluta eyjarinnar, sem þá kallaðist Saint Domingue, á sitt vald. Nýlendan varð ein sú gjöfulasta á valdi Frakka. Hún var uppspretta tveggja þriðju af utanríkisverslun þeirra. Helm- ingurinn af þeim hitabeltisvörum, sem neytt var í Evrópu, kom þaðan. Hrottaleg meðferð Frakka á þrælum En Saint Domingue var líka einn helsti markaður heims fyrir þræla frá Afríku. Þrælarnir á plantekrunum voru mis- kunnarlaust reknir áfram. Helmingurinn dó nokkrum árum eftir komuna og þá var einfaldlega endurnýjað. Samkvæmt út- reikningum Frakkanna borgaði sig frekar að þræla þeim út á fjórum til sjö árum en að leyfa þeim að lifa og fjölga sér eins og tíðkaðist í Bandaríkjunum. Þetta hafði í för með sér að þrátt fyrir að þrælahaldið hefði staðið öldum saman voru þrælarnir á hverjum tíma nýkomnir frá Afríku, töluðu sitt tungumál, höfðu sína siði og sitt stolt og var annað líf í fersku minni. Í frásögnum er talað um að miskunn- arleysið gagnvart þrælunum á Haítí hafi verið slíkt að það hafi vart átt sér hlið- stæðu. Pyntingar voru daglegt brauð, þeir voru hýddir með margvíslegum svipum og bareflum, þar á meðal plönk- um, sem nagli hafði verið rekinn í gegn- um. Þeir voru brenndir með sjóðandi sykurreyr, grafnir lifandi og smurðir með sírópi til að maurar gætu étið þá lifandi. Á hundrað árum lét meira en ein milljón þræla frá Afríku lífið á plantekrum Frakka. Til að byrja með skiptust íbúarnir í hina hvítu herra og svörtu þræla, en með tíð og tíma bættist við nýr hópur. Hvítu karlarnir eignuðust börn með svörtum konum. Þessir afkomendur voru ljósari á hörund en þrælarnir, en dekkri en þrælahaldararnir og voru kallaðir mú- lattar og það orð var síðar notað um alla haítíbúa, sem voru ljósir á hörund. Marg- ir feður létu sér á sama standa um þessi afkvæmi sín og sendu þau í þrælakistuna. En þeir voru einnig margir, sem veittu múlattabörnum sínum frelsi, kostuðu menntun þeirra og gerðu að erfingjum sínum. Múlattarnir fengu þó ekki sömu réttindi og hvítu herrarnir. Þeim var mismunað með lögum og nutu ekki mannréttinda. Þeir máttu ekki einu sinni verja konur sínar fyrir ágangi hvítra karla. Þeirra hlutskipti varð að halda niðri uppreisnargjörnum þrælum. Múlattarnir gátu hins vegar safnað eignum og auði. Þeir tileinkuðu sér franska menningu, litu niður á svarta þrælana og voru fyrirlitnir af hinum hvítu. Gagnkvæmt hatur átti eftir að eitra samskipti svartra og múlatta á Haítí næstu aldirnar. Árið 1791 gerðu þrælarnir uppreisn, aðeins tveimur árum eftir frönsku bylt- inguna. Þeir höfðu engu að tapa, börðust af mikilli hörku og hikuðu ekki við að beita sömu grimmd og þeir höfðu mátt sæta. Toussaint Louverture varð leiðtogi uppreisnarmanna og undir hans forustu unnu þeir frækna sigra. Spánverjar lágu 1794 og Englendingar 1795. Herir Napóleons keisara voru sigraðir 1803. Toussaint fór ekki í manngreinarálit, skipaði hvítan mann starfsmannastjóra sinn og setti múlatta í mikilvæg embætti. Svarta lýðveldið 1. janúar 1804 markaði tímamót. Þá var stofnað annað lýðveldið í nýja heiminum og fyrsta svarta lýðveldi nútímasögunnar og því var gefið nafnið, sem indíánarnir höfðu notað, Haítí. En stríðið hafði tekið sinn toll. Mann- fall var mikið og eyðilegging gríðarleg. Byltingarforingjarnir hugðust byggja upp plantekrurnar að nýju og hefja viðskipti, en nú tók við viðskiptastríð. Evrópsku nýlenduveldin neituðu að viðurkenna Haítí eða eiga viðskipti við landið. Sama átti við um Bandaríkjamenn og stóð við- skiptabann þeirra í hundrað ár. Há- stemmt orðalag sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjamanna hafði veitt uppreisn- armönnum á Haítí innblástur. Byltingin á Ógæfa Haítís Saga Haítís er blóði drifin. Frökkum var landið gjöful nýlenda, en þrælar þeirra gerðu uppreisn og ráku þá af höndum sér. Segja má að Haítíbúar hafi verið sjálfum sér verstir, en við hvert fótmál hafa stórveldi heims lagt stein í götu þeirra með skelfilegum afleiðingum. Nú þurfa íbúar Haítís að takast á við enn einn harmleikinn. Karl Blöndal kbl@mbl.is Haítíbúi kastar grjóti til að mót- mæla ólýðræðislegum aðgerðum stjórnvalda 1987. Þegar Kristófer Kólumbus fann eyjuna Hispanjólu blasti við frjósamt og búsældarlegt land. Nú er Haítí eitt af fátækustu og þéttbýlustu löndum heims. 9 milljónir manna búa á Haítí, eða 250 manns á hvern ferkílómetra. 50% húsa í höfuðborginni, Port-au- Prince, eyðilögðust í jarðskjálft- anum að því er talið er. 1⁄5 íbúa Haítís þjáist af vannæringu. 80% íbúa landsins hafa minna en tvo dollara til að framfleyta sér á dag. 60 ár eru lífslíkur Haítíbúa. 52% íbúa eru læs. 50% barna ganga í skóla eða tæplega það. 66% atvinnuleysi var fyrir jarðskjálft- ann. 1% Haítís er nú skógi vaxið. Þegar Kristófer Kólumbus kom til eyjarinnar Hispanjólu 1492 var hún þakin skógi. Glötuð paradís

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.