SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Side 37
24. janúar 2010 37
Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tilkynnti að
Haítí fengi 100 milljóna dollara lán á fimmtu-
dag fyrir rúmri viku hófust vangaveltur um það
á hvaða kjörum það yrði veitt. Haítí skuldar
sjóðnum þegar 165 milljónir dollara og því
fylgja ýmsar kvaðir, þar á meðal að hækka
rafmagnsverð, frysta laun opinberra starfs-
manna fyrir utan þá lægstlaunuðu og halda
verðbólgu í skefjum. Grunur vaknaði um að
nýja lánið yrði veitt á sömu kjörum og hófst
þegar þrýstingur grasrótarsamtaka á sjóðinn
um að binda það ekki slíkum skilyrðum.
Fordæmalaus yfirlýsing Strauss-Kahns
Í liðinni viku tilkynnti sjóðurinn að lánið yrði
vaxtalaust og án skilyrða. Þessi yfirlýsing var
þökkuð grasrótarþrýstingnum á sjóðinn.
Dominique Strauss-Kahn, yfirmaður Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, bætti síðan um betur og
tilkynnti að sjóðurinn ynni nú að því að þurrka
út allar skuldir Haítís, þar á meðal nýja 100
milljón dollara lánið. Gangi þetta eftir yrði það
í fyrsta skipti sem sjóðurinn tæki slíkt skref.
2003 fóru 57,4 milljónir dollara úr hirslum
Haítí í afborganir af lánum. Sama ár fékk
landið 39,21 milljón dollara í þróunaraðstoð.
Ekki er langt síðan Haítí var gefin eftir 1,2
milljarða dollara skuld, en skuldir landsins
nema enn um 890 milljón dollurum, sem
hafa verið fengnir að láni síðan 2004. Landið
skuldar þróunarbanka Ameríkuríkja, IDB,
mest, eða 429 milljónir dollara. Bandaríkja-
menn fara með 30% hlut í bankanum.
Skuldir hafa löngum sligað Haítí. Haítí
þurfti að taka lán hjá frönskum, þýskum og
bandarískum bönkum til að borga skaðabæt-
ur, sem Frakkar knúðu fram 1925. Árið 1900
námu afborganir og skaðabótagreiðslur 80%
af fjárlögum landsins. Árið 1947 borgaði Haítí
90 milljónir franka eða um 60% skuldarinnar.
Þá voru 122 ár frá því að Haítí neyddist til að
samþykkja að borga Frökkum skaðabæt-
urnar. Jean-Bertrand Aristide, forseti Haítís,
skoraði árið 2003 á Frakka að borga Haítí
bætur að andvirði 21 milljarðs dollara.
Skömmu síðar var hann kominn í útlegð.
Þrýst á að afskrifa allar skuldir Haítís
Jean-Claude „Baby Doc“ Duvalier skoðar herlið sitt í Port-au-Prince skömmu eftir að hann
tók við völdum af föður sínum árið 1971.
Haítí hafði hins vegar blásið svörtum
þrælum í Bandaríkjunum uppreisnarhug
í brjóst. Tvær uppreisnir í Bandaríkj-
unum á þessum tíma má rekja beint til
atburða á Haítí.
Í skrúfstykki lánardrottna
Stórveldi á borð við Breta og Rússa vildu
ekki viðurkenna sjálfstæði Haítís fyrr en
samið hefði verið við Frakka, sem kröfð-
ust skaðabóta. 1825 viðurkenndu Frakkar
sjálfstæði landsins. Í staðinn féllust
stjórnvöld á Haítí á að borga 150 milljónir
franka og lækka tolla á frönsk skip um
helming. Fyrst höfðu þrælarnir þurft að
berjast fyrir frelsi sínu og nú þurftu þeir
að borga fyrrverandi kvölurum sínum.
Skaðabæturnar gáfu Frökkum gríðarleg
ítök næstu áratugina og höfðu lamandi
áhrif á efnahag Haítís. Lífskjör versnuðu
með hverri kynslóð. Til þess að borga
fyrstu greiðsluna þurfti stjórn Haítís að
taka 24 milljóna franka lán. Síðan má
segja að Haítí hafi verið í skrúfstykki lán-
ardrottna.
Bretar fylgdu í kjölfar Frakka og viður-
kenndu sjálfstæði Haítís, en Bandaríkja-
menn gerðu það ekki fyrr en 1862. Þá var
þrælastríðið hafið og þeim stóð ekki
lengur ógn af frelsun þræla.
Valdaskipti voru tíð á Haítí og blóðug
og hver leiðtoginn tók við af öðrum. Árið
1915 réðust Bandaríkjamenn inn í Haítí
og lögðu undir sig. Framkoma þeirra
einkenndist af kynþáttafordómum og
algerri fyrirlitningu og gilti einu hvort
eyjarskeggjar væru ljósir eða dökkir á
hörund. Lítið dæmi um hugarfarið. Eftir
fund með landbúnaðarráðherra Haítís
kom erindreki Bandaríkjastjórnar á fund
Franklins Delanos Roosevelts, sem þá
var ráðherra sjóhersins. „Ég gat ekki að
því gert að hugsa með mér að fyrir
þennan mann hefði verið hægt að fá
1.500 dollara á uppboði í New Orleans
árið 1860 til kynbóta,“ sagði erindrek-
inn. Roosevelt fannst sagan svo fyndin
að hann gat ekki á sér setið að endurtaka
hana og því hefur hún varðveist.
Bandaríkjamenn létu eins og fyrir þeim
vekti að koma á lýðræði, en það var að-
eins í sýnd en ekki reynd. Útkoma kosn-
inga var ákveðin fyrirfram og þegar lepp-
stjórn Bandaríkjamanna brást voru sett
herlög og ritskoðun beitt til að bjarga
henni.
Bandaríska hernáminu fylgdi skömm
og Haítíbúar fylltust hatri á hinum nýju
herrum. Ný hugmyndafræði kom fram,
noirismi, þar sem leitað var í afrískan arf.
Iðulega beittu Bandaríkjamenn valdi, en
þeim tókst ekki að festa sig í sessi. 1934
hurfu þeir á braut. Þeir höfðu lagt vegi og
flugvelli og sett upp símkerfi í þéttbýli.
Múlattarnir voru á ný orðnir valdastéttin
í landinu. Bandaríkjamennirnir skildu
líka eftir þjálfaðan her, sem átti eftir að
veitast komandi leiðtogum öflugt tæki.
Segja má að tekið hafi við sami óstöð-
ugleikinn og verið hafði fyrir komu
Bandaríkjamanna, en það var aðeins for-
leikurinn að því sem koma skyldi. Árið
1957 komst Francois Duvalier til valda og
sat til 1971. Dauðasveitir hans, ton ton
macoute, skipuðu milljónir vopnaðra
borgara. Þær vöktu ógn og skelfingu, en
hinn læknismenntaði Duvalier náði einn-
ig tökum á þjóðinni í gegnum trúar-
brögðin, vúdú, sem er blanda af andatrú
og kristni. Fólk trúði því að hann gæti
verið á tveimur stöðum í einu og því væri
tilgangslaust að reyna að koma honum
fyrir kattarnef. Jean-Claude Duvalier tók
við af föður sínum og hélt völdum með
sömu grimmdinni þar til hann var hrak-
inn brott 1986. Feðgarnir, sem fengu við-
urnefnin Papa Doc og Baby Doc, nutu
stuðnings Bandaríkjamanna meðan þeir
voru við völd.
Saga Haítís er skelfileg. Í hvert skipti
sem vonir hafa vaknað um betra líf hefur
þeim verið drekkt í blóði. Haítí virðist
vera dæmt til fátækar og eymdar, en í
kjölfar jarðskjálftans á heimsbyggðin
þess kost að bæta loks hlutskipti þessa
hrjáða lands.
Francois „Papa Doc“ Duvalier, forseti Haítí , við vinnu. Á skrifborðinu liggur skammbyssa.
Bandaríska hernámsliðið á Haítí myrti upp-
reisnarforingjann Charlemagne Peralte
1919 og dreifði síðan myndum af líkinu öðr-
um til varnaðar. Myndin hafði hins vegar
þveröfug áhrif. Peralte þótti minna á Krist á
myndinni og í hugum Haítíbúa varð hann
píslarvottur.
Byltingarmenn á Haítí berjast við franska hermenn í frumskóginum. Uppreisn þeirra hófst
1791. 1804 lýstu forkólfar hennar yfir sjálfstæði.
’
Þá nótt er ekki unnt
að gera grimmari.
Graham Greene lýsir stjórnarfari
Francois Duvaliers í skáldsögunni
Trúðarnir.