SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Qupperneq 38
38 24. janúar 2010
Þ
að var í tengslum við 50 ára af-
mæli Íþróttafélags Reykjavíkur
árið 1957 sem farið var að kanna
möguleika á því að körfuboltalið
félagsins færi utan til keppni og fóru þar
fremstir í flokki Helgi Jóhannsson, Ingi Þór
Stefánsson og Gunnar Petersen. Þjálfari ÍR
á þeim tíma, Evald Mikson, benti þeim á
austur-þýskan íþróttaháskóla í Leipzig,
DHfK, og þar á bæ var áhuginn mikill. Svo
fór reyndar að Austur-Þjóðverjarnir komu
fyrst til Íslands, 1958, en ÍR-ingar end-
urguldu þá heimsókn árið eftir ásamt
tveimur leikmönnum úr röðum Körfu-
knattleiksfélags Reykjavíkur, KFR.
Hópurinn fór utan í ágúst 1959 og leik-
irnir urðu átta.
Guðmundur Þorsteinsson, hinn stóri og
sterki miðherji ÍR-inga, var aðeins 16 ára
þegar þetta var og upplifunin því mikil.
Þegar ÍR-ingana bar að garði var að hefjast
árleg stórhátíð í Leipzig; Deutsches Turn
und Sportfest, þar sem keppt var í fjölda
íþróttagreina. Nánast öllum sem nöfnum
tjáir að nefna nema skíðaíþróttinni, segir
hann.
„Auk þess voru haldnar miklar fim-
leikasýningar á hátíðinni með allt að 1900
manns á vellinum í senn.
Það var því ekki að undra þótt hvarvetna
gæfi að líta ungt fólk í nýjum íþróttabún-
ingum en í Leipzig bjuggu þá um 730 þús-
und manns en talið að um 200 þúsund
íþróttamenn- og konur hefðu tekið þátt í
hátíðinni þessa daga.“
Austurþýska íþróttasambandið rak níu
íþróttaskóla á þessum tíma en af þeim var
skólinn í Leipzig, DHfK, Deutsche Hochsc-
hule für Körperkultur, langstærstur að
sögn Guðmundar og aðstaða frábær að öllu
leyti.
Auk heimamanna var það íþróttafólk frá
m.a. Tékkóslóvakíu, Rússlandi, Finnlandi,
Marokkó, Túnis, Víetnam, Kína, Írak, Kór-
eu, Sýrlandi, Póllandi og Íslandi, auk
17.000 Vestur-Þjóðverja sem tóku þátt í
mikilli skrúðgöngu lokadag hátíðarinnar.
Langt ferðalag
Flogið var frá Íslandi til Kaupmannahafnar,
með millilendingu í Gautaborg og eftir
tvær nætur í Höfn farið með lest til Gedser
á suðurodda Falsturs. Þaðan var svo siglt
með ferju yfir til Warnemünde í Austur-
Þýskalandi. Við komuna, undir kvöld, tók
við ströng vegabréfa- og tollskoðun, segir
Guðmundur. „Að beiðni Þjóðverjanna
höfðum við tekið með okkur ógrynni af
kaffi og sígarettum og vorum við af þeim
sökum teknir afsíðis og spurðir út í þessa
vöruflutninga.“ Þegar tollvörðunum þótti
málið skýrt var Íslendingunum hleypt inn
í landið. Þá var sest upp í fjórtán manna
Garant, heldur þröngan farkost fyrir
körfuknattleiksmenn, sem fyrirliði gest-
gjafanna ók á leiðarenda.
Gist var eina nótt á leiðinni. Sums staðar
var heldur eyðilegt um að litast, sveitabæir
í niðurníðslu, óhrein þorp og fátt fólk á
ferli. Á milli þorpa og bæja voru vegirnir
yfirleitt ágætir en inni í þéttbýliskjörn-
unum víða mjög slæmir og oft líka sund-
urgrafnir svo krókaleiðir þurfti að fara til
að komast leiðar sinnar. Komið var til
Leipzig að kvöldi og þar var annað upp á
teningnum,“ segir Guðmundur.
Hópurinn fékk inni í tveggja hæða
glæsivillu, með mörgum herbergjum,
stórum matsal og víðáttumiklum garði.
„Það var rúmt um okkur alla, eldabuskur í
eldhúsinu og bíll til reiðu að aka okkur
hvert sem fara þurfti. Fæðið var gott en að
vísu heldur einhæft og ekki alltaf nóg
handa matlystugum og þurftafrekum
íþróttamönnum. En greinilegt var að
Þjóðverjarnir vildu launa okkur vel þann
góða viðurgerning sem þeir höfðu notið í
heimsókn sinni til Íslands árið áður.“
Leirvöllur og gola
Þjóðverjarnir höfðu í tengslum við hátíð-
ina efnt til fjölþjóðlegs körfuboltamóts á
útivelli við íþróttaháskólann í Leipzig þar
sem ÍR var eitt fjögurra þátttökuliða.
Mótherjarnir voru landslið Austur-
Þýskalands og Finnlands og úrval úr rúss-
ÍR-ingarnir í Austur-
Þýskalandi. Fremri
röð frá vinstri: Haukur
Hannesson, Þor-
steinn Hallgrímsson,
Lárus Lárusson og
Einar Ólafsson. Aftari
röð frá vinstri: Helgi
Jóhannsson, Einar
Matthíasson, Guð-
mundur Þorsteinsson,
Guðmundur Að-
alsteinsson, Ingi Þór
Stefánsson, Hólm-
steinn Sigurðsson og
Gunnar Petersen. Í
ferðinni voru einnig
Gunnar Oddur Sig-
urðsson og Guð-
mundur Þórarinsson
fararstjóri en hvor-
ugur er á myndinni.
Ævintýri
austan tjalds
Fyrir hálfri öld var það ekki daglegt brauð að
íslenskir íþróttamenn færu utan til keppni en
síðsumars 1959 hélt hópur vaskra körfubolta-
manna í ævintýraferð til Austur-Þýskalands.
Guðmundur Þorsteinsson rifjar hér upp ferðina.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Guðmundur Þorsteinsson var aðeins 16 ára þegar ÍR-ingar fóru til Austur-Þýskalands. Hér
gnæfir hann yfir landsliðsmanninn Günther Laudert. Þorsteinn Hallgrímsson er til hægri.
Ferðalög