SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Side 39

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Side 39
24. janúar 2010 39 Ein vinsælasta leikjatölva heims er Nin- tendo DS-lófatölvan, en alls hafa DS- tölvur selst í ríflega 110 milljónum ein- taka. Fyrsta tilbrigði af henni kom á markað í nóvember 2004, það næsta, DS Lite, í júní 2006 og svo kom þriðja útgáfa hennar, DSi, kom á markað seint á síðasta ári, en eini eiginlegi keppi- nautur hennar er PSP tölvan frá Sony þó farsímar séu margir orðnir býsna leikjatölvulegir. Ein helsta nýjungin við DS var að á vélinni eru tveir skjáir og annar þeirra snertiskjár, en með tímanum hefur ým- islegt bæst við, nú síðast stærri skjáir (3,25"), nettenging og tvær mynda- vélar. Það hefur líka sitthvað horfið – nú er ekki lengur hægt að spila GBA- leiki. Myndir og meira Myndavélarnar eru ekki ýkja öflugar, 0,3 milljóna díla, en auka notagildi vél- arinnar umtalsvert svo ekki sé meira sagt því það má lengi leika sér með myndirnar því með fylgja einföld forrit til að skæla þær og beygla á óteljandi vegu, en það er líka hægt að láta vélina skeyta sjálfa ýmsu inn á myndirnar og þannig getur hún til dæmis greint hvar skeyta á inn á andlitsmynd yfirskegginu af Wario um leið og myndin er tekin, bæta við svínsnefi eða álíka. Það er líka hægt að leika sér með hljóð á tölvunni, taka upp hljóð eða hljóðbúta og sýsla með þá, breyta hraða eða tónhæð, en síðan er hægt að vista breytt hljóð í vélinni eða á minniskorti. Með fylgja ýmis hljóð, til að mynda gelt og hljóð úr Mario-leikjum sem hægt er að skeyta inn í eigin upptökur. Helstu breytingarnar á vélinni, að myndavélunum frátöldum, eru á stýri- kerfinu og mikið lagt upp úr því að hægt sé að sýsla með myndir og tónlist. Eins og getið er þá styður tölvan þráðlaus net- samskipti og því hægt að tengjast leikja- sjoppu á vegum Nintendo ef vill, en þar er hægt að kaupa sér leiki og sækja hug- búnað. Með því að sækja sér sérsmíðaðan vafra fyrir vélina er meira að segja hægt að komast á netið með vélinni og skoða vefsíður. Nýja vélin er nokkuð nettari en forver- inn, DS LIte, og heldur þynnri, en líka aðeins breiðari, en rafhlöðuending hefur minnkað sem kemur varla á óvart í ljósi þess að skjáirnir hafa stækkað. Þess má svo geta að til er enn ein DS-útgáfa; Nin- tendo DSi XL, sem er, eins og nafnið gef- ur til kynna, umtalsvert stærri en DSi enda eru skjáirnir mun stærri: 4,2“. arnim@mbl.is Græjan Nintendo DSi Fínasta uppfærsla Nintendo DSi - vinsæl- asta lófaleikjatölva heims í nýjum búningi. Í Japan er heimsins stærsta manngerða inniströndin, kölluð Sjávarhvelfingin. Hún er á stærð við sex fótboltavelli og rúmar allt að tíu þúsund manns sem geta ýmist legið í sólbaði, svamlað um einhverjum fjölmargra lauganna eða skýlt sér undir gervipálmatrjám. Sjávarhvelfingin er á eyjunni Kyushu, 1.500 km frá Tókýó. Hönn- uðir hennar segja helstu kostina þá að veðrið sé alltaf gott, alvöru páfagaukar séu í trjánum, engin skordýr eða pöddur séu í sandinum og ómögulegt að brenna í sólinni. Ekkert salt er í gervisjónum og á klukkutíma fresti gjósa tvö gervieldfjöll. Þá er mjög full- komin öldulaug sem er kjörin fyrir brimbrettakappa. Innan á opnanlegu þaki Sjávarhvelf- ingarinnar má alltaf sjá bláan fallegan himin, sama þótt grátt sé úti og rign- ing. Í hvelfingunni er lofthitanum haldið stöðugum í 30°C og sjávarhit- anum í 28°C. Hvelfingin þykir því merkileg fyrir margar sakir, þó ekki síst vegna þess að hún er í aðeins 300 metra fjarlægð frá alvöruströnd. Staðurinn Vinsæl gerviströnd nesku herjunum í Austur-Þýskalandi. Leikirnir töpuðust eins og vænta mátti. Í dagbókarpistli sem Guðmundur Þór- arinsson fararstjóri, sá kunni frjáls- íþróttaþjálfari, skrifaði segir meðal annars að ÍR-ingarnir hafi ekki verið svipur hjá sjón miðað við leikni þeirra heima enda mótstaðan geysihörð. „Allir leikirnir fóru fram utanhúss á völlum þar sem efsta lagið er fastur, harð- ur sandleir. Piltunum gekk ákaflega illa að fóta sig. Runnu þeir hvað eftir annað og duttu og misstu þannig oft gefin tækifæri. Einnig var eins og þeir gætu ekki reiknað út fjarlægð körfunnar rétt þar sem engan vegg var við að miða og einnig var golan til trafala.“ Guðmundur Þorsteinsson segir að þótt sumir hafi æft á útikörfur á Melavellinum og við Gaggó Aust hafi alvöruleikur á slík- um völlum verið Íslendingunum fram- andi. „Hins vegar vorum við vanir kaldri sturtu eftir sumarlangar æfingar á Háloga- landi og varð því ekki skotaskuld úr því að demba okkur í ískalda sundlaug að leik loknum!“ Hitinn var slíkur meðan á mótinu stóð, segir hann, að sprauta þurfti völlinn í hálf- leik til að jarðvegurinn héldist kyrr á sín- um stað. Að útimótinu loknu var haldið suður á bóginn í fjögurra daga keppnisferð. Leikið var á þremur stöðum og unnust tveir leikj- anna, sem báðir fóru fram innandyra. Áð- ur en hópurinn sneri til Leipzig skoðaði hann sig líka um í þeim ægifögru fjallasöl- um suður undir Tékkóslóvakíu en ekki er Íslendingunum síður minnisstæð borgin Dresden sem ekið var í gegnum. „Sorglegt var að sjá borgina enn í rústum fjórtán ár um eftir lok stríðsins,“ segir Guðmundur. Í Leipzig kepptu Íslendingarnir við gest- gjafa sína áður en haldið var heim á leið og eftir að borgin var endanlega kvödd tók við löng og þreytandi lestarferð aftur til Warnemünde og Kaupmannahafnar. „Áð- ur en við yfirgáfum landið reyndum við að eyða þeim austur-þýsku mörkum sem við höfðum meðal annars fengið frá gest- gjöfum okkar fyrir kaffið og sígaretturnar en fundum fátt til að kaupa. Það voru þá helst forláta loftvogir, sem þjóna sumar enn eigendum sínum, góðar myndavélar og vodka.“ Í Kaupmannahöfn léku ÍR-ingar við Danmerkurmeistara Efterslægten og töp- uðu en eyddu síðan nokkrum dögum í góðu yfirlæti og blíðskaparveðri í borginni við Sundið. Dvöldu síðustu nóttina á KEA! Þegar heim kom til Íslands, eftir millilend- ingu í Glasgow, var ekki lendandi sunn- anlands vegna þoku. Stefnan var þá tekin á Egilsstaði en þar reyndist líka vera blind- þoka svo síðasti möguleikinn var að lenda Akureyri. Það tókst og eyddu ferðalang- arnir nóttinni á Hótel KEA við heldur kröpp kjör því fyrir voru á Akureyri far- þegar tveggja Loftleiðavéla og því allt gistirými upptekið. „Við fengum því engin rúm til að sofa í heldur bara stóran og kaldan matsal með dúkuðum borðum. Fáum varð því svefn- samt þessa síðustu nótt ferðarinnar þó svo að flugstjórinn okkar splæsti á okkur viskíflösku til að létta okkur vistina, sjálf- sagt í þeirri trú að við værum við skál af því við höfðum nokkrum sinnum tekið lagið á leiðinni. En það var auðvitað mesti misskilningur enda hafði enginn úr okkar ferðalúna hópi lyst á þeim þunna þrett- ánda, viskíinu. En sem dæmi um ástandið þessa nótt má nefna að sumir reyndu að snúa saman bökum undir borðdúkum á gólfinu til að reyna að koma dúr á auga!“ Daginn eftir var flogið suður. „Flug- stjórinn bætti þá óvænt fyrir þessar af- spyrnuklénu, en vafalaust óviðráðanlegu trakteringar, á heimleiðinni með því að bjóða okkur tveimur og tveimur í senn fram í stjórnklefa flugvélarinnar að njóta fagurs útsýnisins yfir hálendið með flösku af Tuborg í hendi.“ Var það endapunktur við hæfi á góðri ferð, segir Guðmundur. Piltarnir runnu hvað eftir annað og duttu og misstu þannig oft gefin tækifæri. Einnig var eins og þeir gætu ekki reiknað út fjarlægð körfunnar rétt þar sem engan vegg var við að miða og einnig var golan til traf- ala. Haukur Hannesson og Helgi Jóhannsson róa kajak á ánni Pleisse í Leipzig.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.